Hvers vegna hefur hnatthlýnunin staðið í stað það sem af er þessari öld...?

 

 

montserrat-ahb.jpg

 

Vísindamenn spyrja: 

"Hvernig i ósköpunum stendur á því, að þrátt fyrir síaukna losun manna á koltvísýringi, þá hefur hlýnun jarðar nánast staðið í stað á þessari öld ???"

 

Þetta er spurning sem brennur á vörum margra vísindamanna.  Paul Voosen, sem margir þekkja af góðu, en hann hefur skrifað fjölda góðra greina, m.a. í Scientific American, skrifaði nýlega skemmtilega og fróðlega grein sem hann nefnir  Provoked scientists try to explain lag in global warming. Greinina má lesa í heild sinni hér. Greinin er nokkuð löng og hefur Dr. Roger Pielke Sr. prófessor tekið saman úrdrátt þar sem aðalatriði greinarinnar eru feitletruð. Það auðveldar lesturinn. Sjá Candid Comments From Climate Scientists á vefsíðu Pielke. Dr. Judith Curry pófessor í loftslagsfræðum fjallar um greinina hér á bloggi sínu og er með ýmsar góðar athugasemdir, ábendingar og spurningar til nokkurra þessara visindamanna. Hún veitir forstöðu School of Earth and Atmospheric Sciences við Georgia Institute of Technology.

Í þessari löngu grein Paul Voosen fjallar hann um hvernig fjölmargir þekktir vísindamenn hafa reynt að útskýra þetta hik, en ljóst er að allir eru þeir meira og minna ósammála og engin einhlít skýring á þessu hefur fengist. Það er greinilegt að um þetta fyrirbæri er ekki neitt samdóma álit vísindamanna eða "scientific concensus" eins og það heitir á fínni útlensku.

Það er óþarfi að endursegja það sem stendur í umræddri grein, en vísindamennirnir sem koma við sögu eru þessir (mynd af nokkrum þeirra er neðst á síðunni):


John Barnes
Jean-Paul  Vernier
Kevin Trenberth
Susan Solomon
Jim Hansen
John Daniel
Ben Santer
Judith Lean
Graeme Stephens
Robert Kaufmann
Martin Wild
Daniel Jacobs

Þeir hafa  reynt, hver á sinn hátt, að kenna ýmsu um þessa stöðnun sem varð strax í byrjun aldarinnar. Meðal annars hafa þeir nefnt til sögu möguleikann á loftbornum ögnum frá nokkrum meðal öflugum eldgosum, þar á meðal frá eldfjallinu MontSerrat sem prýðir pistilinn, en þessa mynd tók ég í desember síðastliðnum þegar ég var við störf á eyju þar skammt frá í Vestur-Indíum eða Karabíska hafinu, þ.e. Guadeloupe.  Síðar beindu menn sjónum að kolaorkuverum í Kína, fyrribærum í hafinu, sérstaklega Kyrrahafi, og jafnvel sólinni sem er jú uppspretta hitans. Menn hafa lagt höfuðið í bleyti og hugsað stíft, en allt kemur fyrir ekki eins og lesa má um í greininni Candid Comments From Climate Scientists.

Kannski er þetta bara hik og kannski mun hitastig lofthjúpsins taka að hækka á nýjan leik innan skamms, en getur verið að hámarkinu sé náð og hitinn taki að lækka aftur? Auðvitað má ekki hugsa svona, því það er víst samdóma álit vísindamanna að lofthjúpurinn muni halda áfram að hitna um ókomin ár...      


Á myndinni hér fyrir neðan, sem fengin er að láni hér hjá Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla, má greinilega sjá þetta hik sem varð eftir hraða hækkun hitastigs á tveim áratugum fyrir aldamótin.

 

 

hadcrut3_globalmonthlytempsince1958_andco2.gif

Rauði ferillinn er aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu. Blái ferillinn sýnir breytingar í lofthita frá því er mælingar á koltvísýringi hófust á Mauna Loa fjalli á Havaí eyjum árið 1958. Gráa strikaða línan afmarkar þrjú tímabil þar sem hitinn fer aðeins lækkandi, síðan hækkandi og að lokum sést hikið frá síðustu aldamótum (eða 2002) sem kemur mönnum í opna skjöldu.

 

 "Indeed, many of the scientists sorting out the warming hiatus disagree with one another -- in a chummy, scholarly way. Judith Lean, the solar scientist, finds Kaufmann's work unpersuasive and unnecessarily critical of China. Kaufmann finds Solomon's stratosphere studies lacking in evidence. Hansen and Trenberth can't agree on a budget" stendur neðarlega í grein Paul Voosen.

 

 

                                         Þá vitum vér það... eða öllu heldur, vitum ekki.  
                             Skiljum hvorki upp né niður, enda varla von þegar þessir
                                           hámenntuðu vísindamenn standa á gati
.
                                                                     Errm

 

 

 


 aerosols_650cream_1118279.jpg

 

 

 


Bloggfærslur 29. október 2011

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 766311

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband