Ný hitamæligögn frá gervihnöttum (UAH maí 2011)...


msu-uah-may_2011_600w.jpg

Þessi nýi ferill var að birtast á vefsíðu Dr. Roy Spencer. Sjá hér. Ferillinn sýnir meðalhita lofthjúps jarðar í rúm 30 ár, eða á tímabilinu 1979 til loka maímánaðar síðastliðinn. Það er að segja, allan þann tíma sem slíkar mælingar frá gervihnöttum hafa verið framkvæmdar.

Græna lárétta línan er meðaltal síðustu 30 ára og ferillinn frávik frá því meðaltali.

Mælipunktar síðustu tveggja mánaða eru innan rauða hringsins lengst til hægri. Frávikið frá 30 ára meðaltalinu reyndist vera 0,13 gráður C.


Sjá skýringar í pistlinum frá 13. apríl s.l. hér.

 

Hve mikið er 0,13 gráður á Celcius? Það fer eftir því við hvað er miðað. Lofthiti lækkar um svo sem 0,7 gráður ef við förum 100 metra upp. Þessi hitabreyting um 0,13 gráður samsvarar því hæðarmun sem nemur um 20 metrum.

En 0,7 gráður eru því sem næst sama og sú hækkun sem orðið hefur á síðustu 150 árum, samtals af völdum náttúrunnar og losun manna á koltvísýringi. Sú breyting í hitastigi jafngildir því um 100 metrum í hæð. Ekki er fjarri því að þessi breyting um 0,7 gráður jafngildi einnig um 100 km í norður-suður.

Svona nokkurn vegin...            Mikið eða lítið?             Hummm... Errm     

 

Flest af því sem er á þessari mynd hefði maður í hefðbundnum mælingum flokkað undir suðu (noise) eða flökt.

 

 

12:33


Bloggfærslur 8. júní 2011

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 766352

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband