Ég nota kjarnorku fyrir hita og ljós í kofanum mínum...

 

 

kjarnorka_islandi.jpg

 


 

Ég nota kjarnorku til að hita upp kofann minn í íslensku sveitinni og einnig til að lýsa hann upp í skammdeginu. Enn sem komið er eru það ekki nema 5% raforkunnar sem ég nota sem koma frá kjarnorku og 6% frá kolum og olíu. Ég get þó verið sæmilega ánægður því heil 89% koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Humm... 

Er átt við jarðvarmann sem á uppruna sinn að rekja til kjarnorkunnar í iðrum jarðar? Það hélt ég fyrst, en málið er ekki svo einfalt.

Þetta kom mér á óvart, en ég hlýt að trúa upplýsingum frá opinberum aðilum, þó ótrúlegar séu. Myndin hér að ofan er úr skjalinu Uppruni raforku -  Stöðuð yfirlýsing fyrir árið 2011 sem skoða má hér á vef Orkustofnunar.

 


uppruni_raforku.jpg

 


 

 


Ég er aldeilis hlessa...

Skýringuna er að finna hér á vef Orkustofnunar. Reyndar er svona hringavitleysa langt fyrir ofan minn skilning. Tengist þetta beint eða óbeint kaup og sölu á kolefniskvóta? Ef svo er, hversvegna eru menn að standa í þessu?

Hvað sem þessu líður, þá er Ísland ekki lengur grænt í huga útlendinga.  Það er ekki lengur hægt að markaðssetja íslenska orku sem græna. Uppruni orkunnar er ekki lengur endurnýjanleg samkvæmt opinberum gögnum, heldur einnig kjarnorka og jarðefni W00t

Þeir ferðamálafrömuðir sem vilja selja Ísland sem land þar sem öll orka til húshitunar og lýsingar  er endurnýjanleg geta ekki lengur fengið vottorð um að svo sé, jafnvel þó allir viti mætavel að hvorki kjarnorka né jarðefnaeldsneyti sé notað í íslenskum orkuverum. Kerfið segir annað og við skulum bara gjöra svo vel og trúa því, þó það sé endemis vitleysa.

Hverslags kjánaskapur er þetta eiginlega?   

 

 

Frá því í desember 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir og voru það ár seldar upprunaábyrgðir fyrir um það bil 2 teravattstundir [TWst] vegna raforkuframleiðslu á Íslandi en heildarframleiðslan nam 16,8 TWst. Í staðinn fyrir útgefnar og seldar upprunaábyrgðir þarf að færa inn sama magn í hlutföllum samkvæmt vegnu meðaltali á samsetningu raforkuframleiðslu í Evrópu í stað þeirra 2 TWst. sem seldar voru úr landi í formi upprunaábyrgða. Þannig er endanleg  raforkusala á Íslandi eftir orkugjöfum reiknuð út.          

 Sjá hér.

         ¿¿¿ ...Skilekki... ???

 

 

 

Ef einhver skilur hvað er á seyði, þá er pláss hér fyrir neðan til að skýra það út á mannamáli fyrir okkur hin sem ekki skiljum...

 
 
 
 
Í hnotskurn:
(Bætt við eftir að höfundur pistilsins fór að skilja málið betur) 
 
 
"Upprunaábyrgðir raforku koma til í kjölfar Kyoto bókunarinnar
og þeirrar ákvörðunar ríkja að láta loftslagsmál sig varða. 
Markmiðið er að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum
og spyrna þar með gegn auknum gróðurhúsaáhrifum."
 
"Því hefur skapast markaður fyrir upprunaábyrgðir raforku sem virkar þannig
að þeir sem framleiða endurnýjanlega orku geta selt græn skírteini
til orkusölufyrirtækja í öðrum löndum
sem síðan bjóða upp á sérstakan grænan taxta til sinna viðskiptavina".


 
"Losun koldíoxíðs og kjarnorkuúrgangs
í hlutdeild raforkusölu á Íslandi 2011 er því þannig:
 
Koldíoxíð 42,25 g/kWh

Geislavirkur úrgangur 0,15 mg/kWh"
 
(Sjá hér á vef OR)

 

 

 

 

 

 

 

fjallkonan_1181956.jpg

 

Hverjir hafa verið að selja Fjallkonuna?

 


 

Uppfært í júní 2013:

Hlutur kjarnorku og jarðefnaeldsneytis hefur verið aukinn frá því í fyrra. 
Þessa mynd má sjá á vef Orkuveitu Reykjavíkur, sjá hér:

 

upprunaabyrgdir_2012.png

                                        "Losun koldíoxíðs og kjarnorkuúrgangs í hlutdeild raforkusölu á Íslandi 2011 er því þannig:

                                                            Koldíoxíð 159,05 g/kWh
                                                            Geislavirkur úrgangur 0,45 mg/kWh

 

 


Bloggfærslur 24. nóvember 2012

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband