Hveralyktin góða í Hveragerði...

 

 




hveragerdi.jpg

 

Brennisteinsvetni (H2S) er lofttegund sem oftast gengur einfaldlega undir nafninu „hveralykt", en þannig lykt þekkja flestir Íslendingar. Þessa lykt má finna nánast alls staðar á hverasvæðum og þar sem jarðhitinn er virkjaður, í mismiklu magni þó.  Lykt af brennisteinsvetni má finna af eggjum og jökulárhlaupum.

Hveragerði er fallegur bær sem dregur nafn sitt af fjölda hvera inni í bænum og umhverfis hann. Íbúar hafa lengi notað gufu og heitt vatn til að hita upp gróðurhús sín og íbúðarhús. Ferðamenn koma til að njóta hins fallega umhverfis og þefa af hveralykt. Kort þar sem sjá má m.a. hverina í bænum er að finna hérInni í miðjum bænum er jafnvel Hveragarður eða Geothermal Park þar sem má sjá ýmsar gerðir hvera, heitt vatn sjóða og hvæsandi gufu streyma. Sjá myndir hér. (Myndin efst á síðunni er fengin þar að láni). Um Hveragarðinn í Hveragerði má lesa hér á Virtual Tourist.

Á vef Hveragerðisbæjar www.hveragerði.is  er nábýlinu við hverina lýst. Þar stendur meðal annars:

„Fá bæjarfélög á Íslandi hafa upp á jafn fjölbreytta möguleika til útivistar að bjóða og Hveragerði. Í bænum sjálfum eru einstakar náttúruperlur á borð við hverasvæðið þar sem fræðast má um mismunandi tegundir hvera, og Varmá sem liðast í gegnum miðbæinn..."

„Reykjadalurinn er sannkölluð útivistarperla en þarna er ein sú flottasta gönguleiðin í Hveragerði. Volgar laugar og litrík hverasvæði gera landsvæðið að einstakri náttúruperlu sem enginn útivistarmaður ætti að láta fram hjá sér fara. Sundföt eru nauðsynleg með í för en heiti lækurinn er helsta aðdráttaraflið í dalnum en hægt er að baða sig í læknum, tekur u.þ.b 1 1/2 - 2 klukkustundir að ganga að honum. Gönguleiðin er vel merkt og má sjá falleg hitasvæði á leiðinni en varast má að fara ekki útaf af gönguleiðinni."

 

Mjög fróðleg grein um hverina í Hveragerði og hverasvæðið í miðbænum er á vef Lands og sögu, sjá hér.

 ---

Það kemur bloggaranum því ekki á óvart að hveralykt eða lykt af brennisteinsvetni finnist í Hveragerði. Svo hefur alltaf verið og verður vonandi áfram um ókomna tíð. Án hveranna fallegu væri bærinn ekki svipur hjá sjón. Það eru ekki margir bæir í veröldinni sem státað geta af Hveragarði eða Geothermal Park með sjóðandi vatni, hvæsandi gufu og yndislegri hveralykt inni í miðjum bænum.  Svo ekki sé minnst á alla hverina í fjallshlíðunum umhverfis, blásandi borholur og gufuskiljur þar sem jarðvarminn er virkjaður til húshitunar og matvælaframleiðslu. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á mælingar, hvort sem þær eru skynrænar gerðar með nefinu eða með dýrum mælibúnaði.

 

 


mbl.is Fólkið verði ekki tilraunadýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2012

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 15
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 125
  • Frá upphafi: 768354

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband