Hækkun sjávarborðs; engar fréttir eru góðar fréttir...

 

 

 

sl_ns_global.png

 

 

Stöku sinnum berast fréttir af áhyggjum manna af hækkun sjávarborðs.

 - Hvert stefnir?

 - Er hækkunin undanfarin ár eitthvað meiri en venjulega?

 - Hækkar sjávarborð hraðar og hraðar? 

 - Eða, er ekkert markvert að gerast? 

 

Til að fá svar við þessum spurningum er einfaldast að skoða þróunina undanfarna tvo áratugi, þ.e. yfir það tímabil sem mælingar hafa verið gerðar með hjálp gervihnatta.

Myndin efst á síðunni er nýjasti ferillinn frá Háskólanum í Colorado, sem birtist 26.6.2012. Hækkunin yfir tímabilið frá upphafi mælinga er hér gefin upp sem rúmir 3 millímetrar á ári (3,1 +/- 0,4 mm/ár).

Hækkunin virðist nokkuð stöðug yfir tímabilið, en hve stöðug. Getur verið að dregið hafi úr hækkuninni undanfarin ár?  Eitthvað virðist hallinn á ferlinum vera minni frá árinu 2005 eða svo.  Skoðum málið nánar.

Á vefsíðu Ole Humlum prófessors við Oslóarháskóla eru sömu mæligögn notuð til að draga upp ferla. Þar má sjá betur hver þróunin er.

 

univcolorado_meansealevelsince1992_with1yrrunningaverage_1162810.gif

 

Á þessari mynd er nánast sami ferill og er efst á síðunni og fenginn er frá University of Colorado, enda unninn úr sömu mæligögnum. Eini munurinn er sá að meðalgildi er reiknað á annan hátt. Granna línan sýnir einstakar mælitölur en svera línan keðjumeðaltal yfir eitt ár. (Efsta myndin er teiknuð með 60 daga meðaltali).

 -

Næsta mynd er öllu fróðlegri:

 

univcolorado_meansealevelannualchangesince1992_with3yrrunningaverage_1162811.gif

 

Hér er ferill sem sýnir greinilega þróunina undanfarin ár. Ferillinn er teiknaður með því einfaldlega að finna mismuninn á síðustu 12 mánuðum og 12 mánaða tímabilinu þar á undan. Þetta er gert fyrir hvern punkt á ferlinum.

Ef við skoðum granna ferilinn þá sjáum við miklar sveiflur, um það bil 4 ár að lengd. Þykka línan er aftur á móti 3ja ára meðaltal. Þannig verða sveiflurnar minni en langtímaþróunin sést betur.

Hér blasir það við að tilhneigingin er að sjávarborð hefur risið hægar síðustu ár en í byrjun tímabilsins.  Hækkunin hefur fallið úr u,þ.b. 4 mm á ári í 2 mm á ári, en yfir allt tímabilið er hækkunin um 3 mm á ári.  Hvað verður síðar veit þó enginn.

Uppfært 12. ágúst að gefnu tilefni: Eftirtektarvert er að þessi breyting, þ.e. að sjávarborð rís hægar, hefur náð yfir allnokkurn tíma eða um hálfan áratug (...jafnvel frá 2002) eins og glögglega má sjá á neðsta ferlinum, sem unninn er úr nákvæmlega sömu gögnum og efsti ferillinn sem er frá Háskólanum í Colorado, og stafar því ekki af skammtímasveiflum eins og ENSO sveiflunni í kyrrahafinu, en áhrifa hennar má merkja árið 2011 á ferlunum sem dýfu sem nær yfir nokkra mánuði, eða etv. rúmlega ár.  
(Nánar í athugasemdunum hér fyrir neðan). 


Gott er til þess að hugsa til þess að um þessar mundir er ekkert sem bendir til þess að sjávarborð sé að rísa óvenju hratt, nema síður sé. 

-

Forvitnir kunna að spyrja: Hvað veldur því að dregið hefur úr hækkun sjávarborðs þrátt fyrir bráðnun jökla o.s.frv.?  

Svar mitt er stutt: Veit ekki.

 

 

 --- --- ---

 

Hafi einhver áhuga á að skoða þróunina í 100 ár 1904-2003), en ekki aðeins yfir það tímabil sem gervihnattamælingar ná yfir, má benda á greinina On the decadal rates of sea level change during the twentieth century eftir Holgate sem er aðgengileg sem pdf hér.  
Mynd 3 í greininni sem sýnir sveiflur í breytingu á sjávarstöðu, hliðstætt við neðstu myndina hér að ofan, er áhugaverð þar sem að á henni sjást breytingar eða sveiflur áþekkar þeim sem sjást á gervihnattaferlinum. Sum árin hækkar sjávarborð ört, en lítið sem ekkert önnur ár. (Sjá einnig veggspjald (poster) hér).

 

 

 


Bloggfærslur 10. ágúst 2012

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 768350

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband