264% hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu...

 

 


percentsign256.png

 

Hvort er fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu 264% eða 18,5%?


Svarið er auðvitað 264%.

Virðisaukaskatturinn hækkar vissulega um 18,5 prósentu
stig
(25,5% mínus 7%) en ekki um 18,5 prósent.

Ferðamaður, sem áður greiddi án VSK kr. 10.000 fyrir gistinguna og með VSK kr. 10.700, mun eftir breytinguna greiða kr. 12.550 með VSK.

Hækkunin sem ferðamaðurinn sér er úr 10.700 í 12.550 eða 17,3% af heildarupphæðinni. 

Hann greiðir aftur á móti 2.550 kr. í skatt í stað 700 kr. áður, eða 1.850 kr. meira sem er 264% hækkun.

Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu er því 264% ef af verður.   

 

Heyrst hefur að 7% VSK sé niðurgreiðsla ríkisins til ferðaþjónustuaðila, þeir séu því á ríkisstyrk. Þetta er reyndar haft eftir fjármálaráðherra.  

Væntanlega eru þá matvörukaupmenn líka á ríkisstyrk því matvara er með 7% VSK, ef ég man rétt.

 

Annars er það ekki ferðaþjónustan sem greiðir virðisaukaskattinn, heldur innheimtir hann af ferðamönnum fyrir ríkið.
Það eru því ferðamennirnir sem greiða vaskinn sem eru ríkisstyrktir, eða þannig ...
Wink

 

Það má ekki gleyma því að útlendingar hafa miklu meira verðskyn en við mörlandarnir. Þeir munu taka eftir þessari verulegu hækkun á virðisaukaskatti. Þeim mun hugsanlega fækka af þeim sökum.

Það gleymist e.t.v. í umræðunni að ferðamenn skilja miklu meira eftir sig en virðisaukaskatt af ferðaþjónustu. Miklu meira. Þannig getur fækkun ferðamanna vegna þessa auðveldlega haft þau áhrif að heildartekjur af þeim minnki stórlega.  Það er því eins gott að fara varlega í verðhækkunum.  Ekki rugga bátnum að óþörfu.

 

 

 

 

question-mark-blue.jpg

 


mbl.is Greiða engan virðisaukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2012

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 768350

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband