Hugsanleg skýring á blæðingu þjóðvega...?

 

 

653991.jpg

 

 

Hvað var það sem vann sem gikkur og hleypti ferlinu af stað nánast samtímis á hundruð kílómetra kafla, nokkrum mánuðum eftir að klæðningin var lögð? Blæðingin fór skyndilega af stað og hætti jafn skyndilega. Nánast samtímis alls staðar.

Getur verið að skýringin á þessu sé eftirfarandi fyrirbæri sem við gætum kallað "frostdælingu"?

Hugsum okkur að hitastig sé að sveiflast umhverfis bræðslumark vatnsins, sem er 0°C ef það er hreint, en lægra ef það er blandað óhreinindum eða salti. Þannig hefur veðurfar líklega verið undanfarið, en við vitum ekki hve hreint vatnið hefur verið og þekkjum því ekki vel við hvaða hitastig það frýs/þiðnar.  Munum eftir því að vatn þenst  skyndilega út um 8% um leið og það frýs og breytist í klaka.

 

 - Sprunga hefur myndast í yfirborðið.

 - Hugsum okkur til einföldunar að frost sé að nóttu en þíða að degi til. 

 - Vatn seitlar niður um sprunguna og safnast fyrir undir klæðningunni meðan frostlaust er.

 - Hitastig fer niður fyrir frostmark vatnsins að nóttu. Vatnið þenst út og þrýstist frosið upp um sprunguna ásamt olíu/biki sem undir klæðningunni er.

 - Næsta dag fer hitinn upp fyrir frostmark vatnsins. Ísinn bráðnar og sprungan ásamt holrúminu undir klæðningunni fyllist aftur af vatni.

 - Næstu nótt er frost, vatnið/ísinn þenst út um 8% og þrýstir meira af olíu/biki upp um sprunguna ásamt krapi.

 - Daginn eftir þiðnar og sprungan fyllist aftur af vatni.

 - O.s.frv., aftur og aftur. Gumsið mjakast upp um sprunguna með hjálp þessarar "frostdælu" sem er sífellt að vinna þegar hitastigið sveiflast umhverfis frostmark vatnsins...  Meira og meira gums þrýstist upp...

 

 

Það er svo annað mál hvers vegna svona mikil olía eða bik er undir klæðningunni. Skýringin á því liggur kannski í því hvernig staðið er að verki þegar klæðningin er lögð.

 

(Myndin er úr frétt Morgunblaðsins).

 



 

 

 

 


mbl.is „Svakalegt að lenda í svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2013

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband