Flugvöllur inni í miðri Washington-borg - og London...

 

 

 

 

washington-ronald-regan-international-airport-texti_1217609.jpg

 


Í umræðunni um Reykjavíkurflugvöll kemur oft fram að ekki tíðkist að hafa flugvöll inni í miðri borg.

Í sjálfri Washington-borg er einmitt flugvöllur steinsnar frá miðbænum Þetta er enginn lítill nettur völlur eins og Reykjavíkurflugvöllur, heldur stór flugvöllur, Ronald Reagan Washington National Airport.

Af lengd flugbrautanna (norður-suður brautin er 2100 metrar) má marka hve stutt er frá flugvellinum að Hvíta húsinu. Árið 2011 fóru um 19 milljónir farþega um flugvöllinn. 288.000 flugtök og lendingar.

 Á myndinni hér fyrir neðan má sjá flugvöllinn betur. Á flughlaðinu er fjöldi flugvéla, miklu fleiri en sjást á Keflavíkurflugvelli.  (Smella tvisvar eða þrisvar á myndina til að stækka).

 

washington-ronald-regan-international-airport---crop.jpg

 

 airport.jpg

 

                     --- --- ---

 

 

Þetta var flugvöllurinn í Washington, en hve margir skyldu vita um London City Airport á bökkum Thames í miðbæ Lundúna?

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá glitta í Thames við vinstri jaðar og háhýsin í miðbænum fyrir miðri mynd. 
(Smella tvisvar eða þrisvar á myndina til að stækka).

london_city_airport_zwart.jpg

 

Árið 2012 fóru um 3 milljónir farþega um London City Airport.    Enginn smá flugvöllur í hjarta Lundúna, flugvöllur sem fáir vita um. Verið er að undirbúa stækkun miðað við 120.000 lendingar og flugtök á ári.

 

g150-london-city-airport.jpg

 

                             Þetta er kunnuglegt umhverfi.

 

 bawa318lcy.jpg

 

 


Bloggfærslur 11. október 2013

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 768279

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband