Hafísinn á norðurslóðum öllu meiri nú en undanfarin ár, og hafísinn á suðurhveli meiri en áður hefur mælst...


 

 

 NORÐURHVEL:-


 

 sea_ice_24sept2013-600w.jpg

Ekki er úr vegi að huga að hafísmálum nú þegar hafíslágmarki ársins hefur verið náð - og vel það.                                

Myndin hér fyrir ofan sýnir samanburð á útbreiðslu hafíss á norðurslóðum 24. september árin 2012 og 2013.  Greinilegt er að hann er töluvert (50%) meiri í ár en í fyrra.  Sjá hér: http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere

Sjá pistil frá því í maí hér, en þar er fjallað um ástæðu lítils hafíss árið 2012.

 

Hafísinn á norðurhveli hefur náð lágmarki sumarsins og er nú farinn að að aukast hratt aftur og er töluvert meiri en undanfarin ár eins og sjá má á ferlinum hér fyrir neðan. 

 

icecover_current_new

Ferillinn er frá Hafísdeild dönsku veðurstofunnar ocean.dmi.dk
Myndin uppfærist daglega, en pistillinn er miðaður við stöðuna 17. okt. 2013.

http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current_new.png

Svarti ferillinn er 2013

icecover_current

Þessi mynd er er einnig frá DMI (eldri framsetning)
Myndin uppfærist daglega

Meiri hafís í dag 17. okt. en 2012, 2011, 2010, 2009, 2008, 2007, 2006 og 2005, reyndar bara örlítið meiri eða álíka og 2006. Þetta breytist þó frá degi til dags.

http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png 

 

--- --- --- 

 

 

SUÐURHVEL:

 

Hafísinn á suðurhveli hefur nú náð hámarki vetrarins sem þar ríkir.   Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan (bláa línan), þá er hann nú töluvert meiri en meðaltal áranna 1981-2010. Hann var reyndar einnig í meira lagi í fyrra (--- brotalínan).  

Sjá einnig spaghetti-ferlana hér fyrir neðan (frá 1. október), en þar má sjá að hafísinn á suðurhveli hefur slegið öll met frá árinu 1978, er samfelldar gervihnattamælingar hófust.

Hafísinn við Suðurskautslandið

Myndin er uppfærð daglega

  http://nsidc.org/data/seaice_index/images/daily_images/S_stddev_timeseries.png

 

 
 
Þessi mynd er ekki uppfærð sjálfvirkt en var uppfærð handvirkt 18. okt.
http://sunshinehours.wordpress.com
 
--- --- ---
 
 

 JÖRÐIN ÖLL:

 

Heildarhafísinn samtals á norður- og suðurhveli má sjá á ferlunum á myndinni hér fyrir neðan. Samkvæmt rauða ferlinum er heildarflatarmálið nærri meðaltali áranna 1978-2013 um þessar mundir.

Global Sea Ice Area

 http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/IMAGES/global.daily.ice.area.withtrend.jpg

 

 

--- --- ---  

 

...og hvaða ályktun má draga af þessu? 

  

Svo sem ekki neina...  Þó svo útbreiðslan á norðurslóðum sé 50% meiri en á sama tíma í fyrra, þá er ástæðan fyrst og fremst óveðrið sem braut upp ísinn í ágústmánuði það ár. 

- En ef grannt er skoðað, þá sést að hafísinn er nú töluvert meiri en á sama tíma undanfarin ár.  Bæði á norðurhveli og suðurhveli jarðar.

Það verður þó ekki fyrr en hafísinn fer að gerast nærgöngull við okkur sem maður fer að hafa áhyggjur af ísnum sem slíkum.  

Mun norðausturleiðin frá Finnafirði til Kína opnast fyrir alvöru á næstu árum? Fyrir alvöru, þ.e. í a.m.k. 6 mánuði á ári frekar en fáeinar vikur fyrir sérútbúin skip?   Líklega er betra að anda með nefinu í fáein ár og fylgjast með duttlungum náttúrunnar...  

Kannski er ástæða til að fylgjast með þróun hnatthlýnunarinnar sem við höfum notið undanfarna áratugi og nú er farin að hika?  Er þessi 10-17 ára langa stöðnun komin til að vera? Varla verður stöðnun lengi, en hvað tekur við?   Hvað bera næstu ár í skauti sér?  Aftur hlýnun eða kannski kólnun?  Það veit enginn, en full ástæða til að fylgjast grannt með þróun mála.

 

HadCRUT4%20GlobalMonthlyTempSince1958%20AndCO2

                                                          www.climate4you.com

                                 http://www.climate4you.com/GlobalTemperatures.htm

                                          www.climate4you.com/ClimateReflections.htm

                                                Gögn:  HadCRUT4       Mauna Loa Observatory

 

Fleiri ferlar af ýmsum sortum má sjá á hliðarsíðunni:

Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni...

 

og miklu fleiri hafísferla hér:

 

Sea Ice Page Climate4You.com:   http://climate4you.com/SeaIce.htm

Arctic Sea Ice Graphs:  https://sites.google.com/site/arcticseaicegraphs

Sea Ice Page:   http://wattsupwiththat.com/reference-pages/sea-ice-page/

 

 

 

 

 

hafis_sol-b.jpg

 

 

Kýrhausinn
 
  Margt er skrýtið í kýrhausnum
 
Margir óttast að hafísinn hverfi vegna hnatthlýnunar... 
Fjölmargir hlakka þó til þess tíma er hafísinn minnkar eða hverfur alveg því þá opnast leið til Kína...
Svo eru þeir sem telja hnatthlýnun sé að mestu af völdum hegðunar manna og fari brátt á flug aftur...
Svo ekki sé minnst á þá sem telja að náttúran standi að baki hnatthlýnunar sem brátt gangi til baka...
Ja hérna hér...Er þetta ekki alveg kýr skýrt...?
 
 
 

 


mbl.is Viðlegukantur hafnarinnar yrði 5 km
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2013

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 768279

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband