Vistvæn fjarstýranleg sýndar-síldargirðing í mynni Kolgrafarfjarðar í stað varanlegrar lokunar...


 

 
Dauð síld

Hvað í ósköpunum er  sýndar-síldargirðing?     Engin furða að spurt sé, en svarið er hér fyrir neðan. ...
 
Sérfræðingar Verkís hafa lýst áhuga á að kanna möguleika á að hindra síldargöngu undir brúna við Kolgrafafjörð með eins konar sýndar-síldargirðingu, eða virtual herring fence eins og enska nafnið á hugmyndinni er.
 
Yrði slík sýndarsíldargirðing gerð með til dæmis rafstraumi, ljósgeislum, loftbólum eða hljóðbylgjum og staðsett framan við brúna yfir Kolgrafarfjörð.  Hægt yrði að fjarstýra búnaðinum og kveikja á honum handvirkt eða sjálfvirkt. Með sýndargirðingu er ekki átt við efnislega girðingu úr vírneti eða slíku sem myndi draga úr eðlilegum göngum annarra sjávardýra og vatnaskiptum.
 
Þessi sýndar-síldargirðing, eins og við köllum fyrirbærið, en nánast ósýnileg girðing sem sendir út ákveðið munstur rafmagns-púlsa, en notar einnig, ef með þarf, til frekari áherslu straum loftbólna, ljósmerkja og hljóðmerkja. Miklu ódýrari og vistvænni lausn en að loka firðinum varanlega með stálþili eða jarðvegi.

Það voru nokkrir áhugasamir  reynsluboltar á ýmsum sviðum hjá Verkís sem komu saman skömmu eftir innrás síldarinnar í Kolgrafarfjörð síðastliðinn vetur og gerðu drög að frumhönnun svona kerfis. Hjá fyrirtækinu hefur verið unnið að rannsóknar- og þróunarverkefnum af svipuðum toga, svo sem fiskiteljara fyrir árfarvegi, laxagirðingum sem nota rafpúlsa, öldumælum í höfnum, sjávarfallavirkjunum og fleiru, auk hefðbundinnar verkfræði.


Hjá Verkís starfa um 350 sérfræðingar á ýmsum sviðum, þar með talið verkfræði, dýravistfræði, fiskifræði, ljóstækni og hljóðtækni.  Verkís hélt í fyrra upp á 80 ára afmæli sitt, og er því lang elsta íslenska verkfræðistofan. 
 
Verkís sótti meðal annars um rannsóknarstyrk frá Vegagerðinni í febrúar síðastliðinn, en var því miður hafnað.  Hugsanlega var hugmyndinni ekki nægilega vel lýst í umsókninni, en notast var við til þess gert eyðublað sem leyfir aðeins fáeinar línur fyrir lýsingu á verkefni.
 
Ef til vill hefur mönnum þótt hugmyndir reynsluboltanna áhugasömu hjá Verkís of framandi, en við teljum enn að þessi lausn geti, ef vel tekst til, orðið mun vistvænni og miklu ódýrari en varanlegt stálþil eða jarðvegsstífla, eins og m.a. hefur verið rætt um undanfarið. Upphæðin sem sótt var um nam þó ekki hærri upphæð en helmingi af því sem hreinsun dauðrar síldar kostaði í einn dag. Til stóð að vinna að frekari könnun og hönnun á vormánuðum, gera tilraunir síðastliðið sumar og vera tilbúnir með lausn fyrir veturinn sem nú er að ganga í garð.
 

 

 

www.verkis.is

 

logo-upphleypt-standandi.png

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Heringsschwarm


Bloggfærslur 29. október 2013

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 768279

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband