Stórmerkilegt myndband: Dýrahjarðir notaðar til að breyta eyðimörkum í gróðurlendi...

 

 

 

ted-dessert.jpg

 

Fyrir skömmu hélt Dr. Allan Savory fyrirlestur á TED um hvernig snúa má við þeirri þróun, að land er víða að breytast hratt úr gróðurlendi í eyðimörk.  Líklega er þetta með því merkilegasta sem ég hef kynnst. 

Þetta er ekki bara tilgáta, heldur hefur aðferðin verið sannreynd víða um heim. Það er ljóst að með þessari aðferð er hægt að auka matvælaframleiðslu víða um heim, m.a. í Afríku þar sem hungursneyð og fátækt er víða.

Ekki nóg með það, heldur er þetta mjög áhrifamikil aðferð til að vinna á móti losun á koltvísýringi, eins og fram kemur í lok erindisins, enda nærist gróðurinn á þessu efni.

Í stórum dráttum kemur þetta fram í TED fyrirlestrinum:

Aðferðin, sem fyrst og fremt kemur að notum þar sem úrkoma er stopul eins og m.a í Afríku, snýst um að láta stórar dýrahjarðir með skipulagi troða niður gróðurinn í skamma stund á réttum tíma. Þannig er líkt eftir stóru dýrahjörðunum sem reikuðu um gresjurnar áður fyrr. Með þessu vinnst m.a.:

- Grasið leggst niður á opna jörðina og rakinn í jarðveginum gufar síður upp. Jarðvegurinn helst rakur lengur.

- Í stað þess að sinan oxyderist (grá líflaus sina) fyrir ofan landið brotnar grasið niður í rakri jörðinni með hjálp örvera og myndar áburð.

Þetta snýst því um að koma rakanum og kolefninu niður í jörðina með því að loka yfirborðinu með niðurtröðkuðum gróðri sem síðan brotnar niður í jörðina.
Nýr gróður sprettur upp, jafnvel þar sem enginn gróður var.

Myndbandið er um 20 mínútna langt, en tímanum er mjög vel varið í að hlusta og horfa á myndir af landsvæðum sem hafa gerbreyst. Sjálfsagt verða margir undrandi.


 

 Allan Savory: How to green the world's deserts and reverse climate change

 

 

(Svo það fari ekki á milli mála, og með mikilli einföldun, þá nægir ekki að einn grasbítur sé 100 daga á einum hektara, heldur þarf átroðslu hundrað dýra hjarðar í einn dag, til að ná árangrinum sem kynntur er. Þetta er auðvitað mikil einföldun, en það er álag og átroðsla margra dýra í skamman tíma sem þarf til, en ekki samfelld beit. Nánar í myndbandinu). 

 

 Sjá vefsíðu TED: Fighting the growing deserts, with livestock: Allan Savory at TED2013

 

Mun lengra erindi er á vef FEASTA - The Foundation for the Economics of Sustainability. Þessi fyrirlestur er haldinn á Írlandi, en þar höfðu stjórnvöld áhyggjur af metanlosun búfénaðar. Fyrirlesarinn telur að skoða verði málið í heild, eins og fram kemur á vefsíðunni. Smella hér.    Erindið þar er um klukkustundar langt, en einnig er þar 10 mínútna  úrdráttur með því helsta.  Bæði myndböndin eru hér fyrir neðan.

Þetta stutta myndband með úrdrættinum er sjálfsagt að horfa á:

 

*

 

*

Hér er svo allur fyrirlesturinn fyrir þá sem hafa mikinn áhuga:

+

 

+

 *

m-1963-ads-640px.jpg
 
 
m-2003-arrow-_-date-720x500-w-stroke_1.jpg

 

Það er ótrúlegt, en þessar tvær myndir eru teknar frá nákvæmlega sama sjónarhorni. Örin bendir á sömu hæðina í bakgrunni. Það var reyndar ekki fyrr en 1978 sem farið var að beita aðferðinni á þetta land, þó svo að fyrri myndin sé tekin 1963. Það gjörbreyttist því á aldarfjórðungi.

Fleiri myndir hér.

 

 

 

http://www.managingwholes.com

http://achmonline.squarespace.com

http://www.holisticresults.com.au

 

 

 

 

 

 

 

 

Savory Institute

www.savoryinstitute.com

 


Bloggfærslur 10. mars 2013

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 768322

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband