Fimmtudagur, 17. júní 2010
Nýjar myndir af endursmíði DC4 Skymaster Loftleiða...
Í apríl 2008 birtist hér pistill um ótrúlega smíði Birgis Sigurðssonar á risastóru líkani af DC4 Skymaster flugvél Loftleiða. Pistillinn er birtur aftur í heild sinni hér fyrir neðan, en fyrst eru nokkrar splunkunýjar myndir af gripnum sem er til sýnis þessa dagana á 2. hæð Brimborgar Bíldshöfða 6-8.
Ég heimsótti Birgi kunningja minn á vinnustað hans Brimborg og tók nokkrar myndir. Því miður gleymdi ég flassinu góða heima og líða myndirnar aðeins fyrir það. Smellið samt þrisvar á myndirnar til að sjá stærri.
Það verður gaman að sjá þessa flugvél fljúga eftir fáein ár.
Sjá frétt og myndir af flugvélinni á vefsíðu Brimborgar. Þar er góð lýsing á þessu einstaka verkefni Birgis Sigurðssonar. Verkefni sem taka mun þúsundir vinnustunda.
Flugvélin er engin smásmíði. Birgir Sigurðsson er vinstra megin.
Nefhjól.
Ásgeir Long smíðaði hjólastellin nánast nákvæmlega eftir fyrirmyndinni.
Það tók um 900 klukkustundir. Hjólin eru uppdraganleg með glussakerfi alveg eins og í fyrirmyndinni, enda verður vökvakerfi um borð með dælum, ventlum og öllu sem því tilheyrir.
Fjöldinn allur af rafmótorum verður um borð til að hreyfa stýrifletina og stjórna hreyflunum. Hér má sjá örlítið sýnishorn.
---
--- --- ---
---
Pistillinn frá mars 2009:
Sunnudagur, 29. mars 2009.
Ótrúlegt: Douglas DC4 Skymaster Loftleiða endursmíðaður á Íslandi...!
Hér sést inn í bílskúrinn hans Birgis.
Vænghaf flugvélarinnar er 4,6 metrar, lengdin 3,6 metrar og fullsmíðuð mun hún væntanlega vega um 50 kg. Stærðarhlutföllin eru 1:8.
Áætlunarflug til Bandaríkjanna 60 ára
Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948. Það var á vegum Loftleiða Icelandic, eins af forverum Icelandair og var flogið á Geysi, hinni sögufrægu Skymaster vél félagsins, til New York.
Áður hafði verið flogið stopult milli Íslands og Bandaríkjanna en fyrir réttum sextíu árum fengu Loftleiðir leyfi til áætlunarflugs milli landanna og hófu það strax.
Koma Íslendinga til New York vakti mikla athygli á sínum tíma. Helstu dagblöð vestra greindu frá viðburðinum. Til gamans má geta þess að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var meðal farþega um borð, þá ungur námsmaður.
Í tilefni dagsins verður farþegum á flugi Icelandair til vesturheims í dag, þ.e. til New York, Boston, Toronto og Minneapolis, boðnar léttar veitingar.
--- --- ---
Flugsýning
Frést hefur að í tilefni þess að Flugmódelfélagið Þytur er 40 ára um þessar mundir muni verða boðið upp á afmælisflugsýningu á flugvellinum Tungubökkum í Mosfellsbæ laugardaginn 10. júlí. (11. júlí til vara ef veðrið verður óhagstætt á laugardeginum).
Væntanlega verða þar til sýnis flugvélar af öllum gerðum, og flestum flogið. Auðvitað mest flugvélar sem ekki sjást daglega á flugi hér á landi, t.d. flugvélar frá fyrri heimsstyrjöldinni.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar þeirra flugvéla sem munu fljúga á flugsýningunni. Allar eru teknar á Tungubökkum. Neðst er nýjasta einkaþota Sverris Gunnlaugssonar í aðflugi að Tungubökkum. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér þríþekjur og tvíþekjur í 33% mælikvarða, eða þá nýtísku herþotur með alvöru þotu-túrbínum sem snúast 100.000 snúninga á mínútu og ganga auðvitað fyrir ekta þotueldsneyti. Þannig verður það á Tungubökkum. ...Og meira til!
Myndunum var nappað hér.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Dægurmál, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 764535
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mögnuð smíði Birgis og félaga. Það verður unun að sjá hana í loftinu!
Magnús Óskar Ingvarsson, 17.6.2010 kl. 22:02
Frábært! Þetta er alveg hreint magnað.
Rúnar Þór Þórarinsson, 18.6.2010 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.