Föstudagur, 22. júní 2012
Spurningar og svör um brennisteinsvetni...
Undanfarið hafa verið nokkrar umræður um brennisteinsvetni frá jarðgufuvirkjunum, sérstaklega Hellisheiðarvirkjun. Ýmsar spurningar hafa vaknað og af því tilefni hefur Orkuveita Reykjavíkur tekið saman upplýsingar um málið. Sá sem ritar þennan pistil hefur komið að hönnun jarðgufuvirkjana í næstum fjóra áratugi og er því nokkuð kunnugur vandamálinu, sérstaklega hvað varðar áhrif brennisteinsvetnis á rafbúnað. Í upplýsingum Orkuveitunnar hér fyrir neðan og í reglugerðum er notuð mælieiningin µg/m3 eða míkrógrömm í rúmmetra. Margir eru þó vanari að nota PPB eða Parts Per Billion, þar sem billjón er amerísk billjón eða milljarður. 1 PPB er því sama og 1/1.000.000.000. Til að breyta milli PPB og µg/m3 og þegar um er að ræða brennisteinsvetni má nota sambandið - Áður en lengra er haldið er rétt að það komi fram að Orkuveitan hefur varið um 350 milljónum króna í rannsóknir og tilraunir til hreinsunar á brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun og tekist að dæla brennisteinsvetni niður með affallsvatni stöðvarinnar. Notuð er tilraunastöð þannig að fullum afköstum hefur ekki verið náð, en tilraunin lofar góðu. Til eru aðferðir sem notaðar eru erlendis til að hreinsa brennisteinsvetni sem fellur til í t.d. olíuiðnaði. Afurðin er þá brennisteinn eða brennisteinssýra, en verð á því er lágt, markaðir langt í burtu, og förgun tiltölulega dýr. Það er ástæðan fyrir því að menn eru að leita ódýrari lausna. Mestar vonir eru því bundnar við verkefni þar sem brennisteinsvetninu er blandað í vatn og dælt niður í berglög. Þá binst brennisteinsvetnið aftur í steintegundir sem það kom upphaflega úr og binst til framtíðar. Í glópagulli sem margir þekkja er til dæmis mikið af brennisteini. Ljóst er að þessi tækni lofar góðu og líklegt að hveralyktin frá jarðvarmavirkjunum heyri brátt sögunni til.
Hér má sjá styrk brennisteinsvetnis beint frá mælistað. Fróðlegt er að sjá hvernig mæliniðurstöður eru samanborið við heilsuverndarmörkin. Mælistöð við Hellisheiðarvirkjun
Myndina efst á síðunni tók höfundur bloggsins í apríl 2011 af hver í Kleifarvatni. |
Birt með leyfi Eiríks Hjálmarssonar upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur. Spurningar og svör um brennisteinsvetni 1 Hvað er brennisteinsvetni?Brennisteinsvetni, auðkennt sem H2S í efnafræðinni, er jarðhitalofttegund sem berst upp á yfirborðið frá jarðhitasvæðum og sérstaklega við nýtingu háhitasvæða. H-ið stendur fyrir vetni og S-ið fyrir brennistein. Sameind efnisins er því mynduð úr tveimur vetnisfrumeindum á móti einni brennisteinsfrumeind. Brennisteinsvetnið er lofttegundin sem hveralyktin er af. Styrkur þess í jarðhitavökva er mismunandi frá einu jarðhitasvæði til annars. Af þeim háhitasvæðum, sem nýtt eru á Íslandi, er styrkurinn lægstur á Reykjanesskaganum. Á lághitasvæðum er styrkur þess gjarna minni en á háhitasvæðunum þar sem lægri hiti leysir minna af jarðefnum úr berggrunninum. Vatn frá lághitasvæðum með brennisteinsvetni hefur verið nýtt í hitaveituna í Reykjavík frá árinu 1928. Við framleiðslu á hitaveituvatni í virkjununum á háhitasvæðunum er kalt vatn hitað upp en örlitlu brennisteinsvetni er blandað í það til að hreinsa úr vatninu súrefni, sem veldur tæringu í lögnum veitunnar og viðskiptavina. Þannig berst hveralykt með öllu hitaveituvatni Orkuveitu Reykjavíkur. Í miklum styrk er brennisteinsvetni hættulegt. Dæmi eru um að við jökulhlaup tengd jarðhita undir jökli hafi vísindamenn verið hætt komnir við upptök hlaupanna og starfsfólk virkjana líka og þarf að gæta sérstakrar varúðar, ekki síst í lokuðum rýmum þar sem lofttegundin getur safnast fyrir. 2 Af hverju er meiri lykt stundum?Framleiðsla jarðgufuvirkjananna er nokkuð stöðug og því er magn brennisteinsvetnis, sem frá þeim kemur, einnig nokkuð jafnt. Vísbendingar eru þó um að það dragi úr styrk þess í jarðhitavökvanum eftir því sem viðkomandi jarðhitasvæði hefur verið nýtt lengur. Veður og vindar ráða mestu um það hvort brennisteinsvetnið berst frá jarðgufuvirkjununum til byggða. Mestar líkur eru á að lykt finnist í hægum vindi í svölu veðri, t.d. í vetrarstillum. Við þær aðstæður blandast brennisteinsvetnið minna andrúmslofti og stígur lægra upp í loftið frá virkjununum. Algengast er að hveralyktin finnist á höfuðborgarsvæðinu í svölum og hægum austanáttum og austan Hellisheiðar í svölum, norðvestlægum vindáttum. 3 Hvað er Orkuveitan að gera til að draga úr menguninni?Hreinsun brennisteinsvetnis úr útblæstri jarðgufuvirkjana hefur verið í umræðu hjá starfsfólki Orkuveitunnar allt frá því Nesjavallavirkjun var tekin í notkun, árið 1990. Skoðaðar voru aðferðir við hreinsun þess og hugmyndir skutu upp kollinum í vísindasamfélaginu um hagnýtingu þess. Þannig hefur prótínframleiðsla úr hitakærum örverum, sem nærast á brennisteinsvetni, verið á tilraunastigi um árabil. Gallinn við þá aðferð er að örverurnar kæra sig ekki um brennisteininn, sem þá verður eftir og þarf að farga honum eða koma honum í verð. Það er offramboð af brennisteini í heiminum og verð lágt. Eftir að Hellisheiðarvirkjun var gangsett, haustið 2006, fór að bera meira á hveralykt á höfuðborgarsvæðinu. Var þá farið að leita leiða til hreinsunar með markvissari hætti en áður. Leiddi það til þess að afráðið var að rannsaka með tilraunum hvort fært sé að skilja brennisteinsvetnið frá vatnsgufunni og dæla því niður í berggrunninn aftur með affallsvatni frá virkjuninni. Niðurdæling affallsvatnsins niður í berggrunninn að nýju þjónar þeim tilgangi að auka sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og koma í veg fyrir að það dreifist um yfirborðið. Með því að blanda brennisteinsvetninu saman við þetta vatn er vonast til að unnt sé að losna samhliða við óþægindi tengd hveralyktinni. Ráðist var í hönnun og smíði tilraunastöðvar sem á að skilja jarðhitalofttegundirnar frá vatnsgufunni. Eftir margháttaðar tilraunir tókst að dæla brennisteinsvetni niður með affallsvatninu í rúma viku í desember 2011. Þá gripu veðurguðirnir í taumana og raki í hreinsibúnaði, sem rekja mátti til vetrarríkisins á svæðinu, stöðvaði frekari tilraunir í bili. Aftur var dælt niður um skeið í kringum páskana og niðurdæling hefur nú staðið frá í byrjun júní. Í töflunni má sjá hvaða fjármunum Orkuveitan hefur varið til hreinsunar á brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun:
Þá hefur Orkuveitan ráðist í umfangsmikla vöktun á magni brennisteinsvetnis í lofti. Um áramótin 2009 og 2010 voru settar upp þrjár nýjar síritandi mælistöðvar, sem reknar eru í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Þær eru í Norðlingaholti, í Hveragerði og við Hellisheiðarvirkjun. Hægt er að fylgjast með mæligildum frá stöðvunum í rauntíma á vef Orkuveitunnar og Heilbrigðiseftirlitsins. Heilbrigðiseftirlit á höfuðborgarsvæðinu hafa rekið loftgæðamælistöðvar um nokkurra ára skeið til að fylgjast með loftgæðum, og er svifrykið þar mest í umræðu auk brennisteinsvetnisins. 4 Af hverju er Orkuveitan ekki farin að beita þeim aðferðum sem notaðar eru annarsstaðar til að hreinsa brennisteinsvetnið?Orkuveitan hefur kynnt sér aðferðir sem beitt er þar sem brennisteinsvetni fellur til í iðnaði. Skoðunin bendir til að niðurdæling brennisteinsvetnis ofan í jarðlög að nýju sé ekki bara ódýrari en hefðbundnar aðgerðir heldur einnig miklu heppilegri frá sjónarmiði umhverfisins. Ástæðan er sú að allar iðnaðarlausnirnar eru því marki brenndar að annaðhvort fellur til brennisteinn eða brennisteinssýra, sem afurð. Hvorttveggja er markaðsvara en verðið lágt og flutningskostnaður mikill frá Íslandi á þekkta markaði. Líklega yrði því að urða brennisteininn með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Því eru þessi þekktu ferli við hreinsun einungis tilflutningur á viðfangsefninu, ekki lausn. Þá er sú leið einnig þekkt að leiða útblásturinn upp í háf í því augnamiði að dreifing hans verði meiri. Það dregur ekki úr magni brennisteinsvetnisins, en með meiri blöndun við loftið, dregur úr styrk þess. Sú lausn virðist ekki vera óhóflega dýr og virðist geta lækkað toppa í styrk brennisteinsvetnis. 5 Er óhætt að fara nálægt virkjununum?Já og Orkuveitan hefur hvatt til útivistar á jarðhitasvæðunum, sem fyrirtækið nýtir með útgáfu gönguleiðakorta og stikun göngustíga. Hægt er fylgjast með styrk brennisteinsvetnis í lofti við Hellisheiðarvirkjun á vef fyrirtækisins og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 6 Er brennisteinsvetnið hættulegt heilsunni?Í því magni, sem nú mælist í byggð er það ekki talið hættulegt. Nýleg íslensk rannsókn gefur þó vísbendingar um að brennisteinsvetni, ásamt öðrum loftmengunarþáttum, geti haft áhrif á öndunarfæri þeirra sem viðkvæmastir eru. Orkuveitan hefur ákveðið að styrkja frekari rannsóknir á þessu. Styrkur svifryks í andrúmslofti í Reykjavík hefur farið yfir mörk 15 til 29 daga á ári frá 2008. Styrkur brennisteinsvetnis fór þrisvar yfir viðmiðunarmörk í Hveragerði árið 2011 en var alltaf undir mörkum í Norðlingaholti. Erlendar rannsóknir, þar sem leitað hefur verið langtímaáhrifa af brennisteinsvetni í litlu magni á fólk, hafa gefið misvísandi niðurstöður, sem erfitt hefur reynst að draga ályktanir af. Ákvarðanir um umhverfismörk brennisteinsvetnis, hér á landi og erlendis, eru ekki byggðar á faraldsfræðilegum rannsóknum eins og gert hefur verið fyrir svifryk, óson og brennisteinsoxíð. Í miklum styrk er brennisteinsvetni stórhættulegt og ber því að gæta fyllstu varúðar þar sem það getur safnast saman. Það getur t.d. gerst inni í borholuhúsum, stöðvarhúsum eða öðrum mannvirkjum jarðgufuvirkjana og getur einnig orðið í náttúrunni svo sem við jökulhlaup eða eldgos. Taflan hér að neðan sýnir áhrif brennisteinsvetnis á mannslíkamann við mismunandi styrk þess, mælt í míkrógrömmum á rúmmetra. Inn í töfluna eru feitletruð reglugerðarmörk hér á landi. Hún er byggð á samantekt Kristins Tómassonar og Friðriks Daníelssonar, sérfræðinga hjá Vinnueftirlitinu.
7 Er brennisteinsvetnið hættulegt tækjum?Brennisteinsvetni veldur því að það fellur á málma, t.d. silfur og kopar. Fólk í austari hluta borgarinnar hefur sagst telja að það falli hraðar á silfur eftir að Hellisheiðarvirkjun tók til starfa. Þá þarf að verja rafbúnað, sem inniheldur kopar, fyrir áhrifum brennisteinsvetnisins þar sem það er í háum styrk eins og í virkjununum sjálfum. 8 Get ég losnað við hveralyktina úr kranavatninu heima hjá mér?Já, það er hægt með því að setja upp varmaskipti fyrir þann hluta heita vatnsins sem ekki fer á ofnana heldur inn á neysluvatnskerfið, þ.e. í krana, baðkör o.s.frv. Í nýrri byggingareglugerð er að finna ákvæði um varmaskipti eða uppblöndunarloka á heitavatnskerfinu. Þar er ákvæðið til þess að koma í veg fyrir að of heitt vatn komi úr krönum með tilheyrandi slysahættu. Sé varmaskiptir notaður í þessum tilgangi kemur upphitað kalt neysluvatn úr heitu krönunum. Komi fólk sér upp slíkum búnaði þarf að huga sérstaklega vel að því að lagnaefni þoli súrefnið í upphitaða vatninu. 9 Stafar starfsfólki OR hætta af brennisteinsvetninu?Já, það þarf að viðhafa sérstakar ráðstafanir á vinnustöðum á borð við jarðgufuvirkjanirnar til að draga úr líkum á slysum vegna brennisteinsvetnis í háum styrk. Starfsmenn bera mæla á sér sem gera viðvart fari styrkur upp í vinnuverndarmörk. Sérstakur kafli er í öryggishandbók Orkuveitunnar þar sem starfsfólki er leiðbeint um hvernig umgangast eigi þessa hættu. Orkuveitan hefur ekki ástæðu til að ætla að við eðlilegar aðstæður sé vinnuumhverfið starfsmönnum skaðlegt. Engu að síður hefur fyrirtækið ákveðið að fylgjast sérstaklega með heilsufari starfsmanna sem vinna í brennisteinsríku umhverfi. 10 Verður útblástur Hverahlíðarvirkjunar hreinsaður að fullu?Þegar unnið var að mati á umhverfisáhrifum Hverahlíðarvirkjunar, á árunum 2006 til 2008, lýsti Orkuveitan því yfir að brennisteinsvetni yrði hreinsað að langmestu leyti úr útblæstrinum. Á árinu 2010 var sett reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Leyfilegur styrkur samkvæmt reglugerðinni er fremur lágur, eða um þriðjungur leiðbeinandi marka Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Vinna Orkuveitunnar miðar nú að því að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar og er þá litið til allra virkjana á Hengilssvæðinu, ekki bara Hverahlíðarvirkjunar. Í yfirstandandi viðræðum um fjármögnun og byggingu Hverahlíðarvirkjunar er það forsenda af hálfu Orkuveitunnar að áður en ráðist verði í virkjun liggi fyrir hvernig brennisteinsmál og niðurrennsli affallsvatns verða leyst. 11 Verður útblástur allra virkjananna hreinsaður að fullu?Alger hreinsun brennisteinsvetnisins er líklega ekki raunhæf. Markmið Orkuveitunnar er að uppfylla ákvæði reglugerðar 514/2010. Samkvæmt henni taka hert ákvæði gildi um mitt ár 2014. Orkuveitan sér ekki fram á að vera tilbúin með lausn á iðnaðarskala fyrir þennan tíma. Þess vegna mun fyrirtækið, í samstarfi við önnur orkufyrirtæki, fara þess á leit að gildistöku hertra ákvæða verði frestað.
12 Má búast við að orkuverðið hækki vegna hreinsunar brennisteinsvetnis?Ef þær lausnir, sem verða ofan á við hreinsun brennisteinsvetnisins, verða mjög kostnaðarsamar, má búast við að sá kostnaður komi fram í verði til neytenda. |
Nýlega hafa HS-Orka, Landsvirkjun og Orkuveita Rekjavíkur auglýst sameiginlega eftirverkefnastjóra til að stýra sameiginlegu verkefni sem hefur það markmið að draga úr styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti við jarðvarmavirkjanir. Það er því ljóst að málið er nú tekið föstum tökum.
Spurningar og svör um brennisteinsvetni frá OR má nálgast sem pdf með því að smella á krækjuna neðst á síðunni. |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764433
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það þarf að hafa áhyggjur af fleiri efnum en brennisteinsvetni eins og bæjarsýran benti á. Svo er mikil hætta af frárennslinu fyrir vatnsbólin. Þetta er skítabisness á pari við kolaverin.
GB (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 06:29
Bæjarstýran meina ég.
GB (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 06:37
Að gefnu tilefni vil ég benda á það sem stendur efst til vinstri á þessari bloggsíðu, og í ritstjórnarstefnu þessa bloggs sem lesa má hér. Þar er meðal annars farið fram á að menn skrifi undir fullu nafni, án skítkasts og séu málefnalegir. Að öðrum kosti verða athugasemdir ekki birtar.
Ágúst H Bjarnason, 22.6.2012 kl. 06:55
Nú er ég alls ekki mótfallinn jarðgufuvirkjunum fremur en vatnsafli, en GB þessi hefur nokkuð til síns máls, því fleira en brennisteinsvetni kemur upp með jarðgufu. Með eldvirkni koma upp allmargar lofttegundir, mismunandi hollar. Þær sömu hljóta að koma upp í meira eða minna magni við gufuaflsvirkjanir. Fyrst og fremst koldíoxíð, sem er algerlega meinlaust og hið besta mál, þótt Kyoto- menn ímyndi sér annað, en einnig brennisteinsdíoxíð, sem veldur m.a. súru regni, því það breytist að hluta í brennisteinssýru í andrúmsloftinu, sömuleiðis flúor, sem ekki þykir sérlega hollur, einnig eitthvað af arseni, (arseniki) o. fl. snefilefni. Magn slíkra efna er vafalaust mjög mismunandi eftir virkjunum og aðstæðum. Þótt ég sé, sem fyrr sagði alls ekki mótfallinn gufuaflsvirkjunum hlýtur að vera nauðsynlegt að fylgjast með þessum og fleiri efnum sem í einhverjum mæli koma upp.
Vilhjálmur Eyþórsson, 22.6.2012 kl. 19:03
Ég fór í gegn um þessi mál fyrir nokkrum árum en þá var ég með koltvísýringin í huga.
Það sem ég kom upp með vara ð það færu minnst 40 tonn af Co2 við fullt álag og svo allar holur sem spúa gufunni upp á hellisheiði. Veist þú um þessar tölur bæði fyrir co2 og brennisteins vetni í kg og tonnum en ekki micrógrömmum
Valdimar Samúelsson, 22.6.2012 kl. 21:50
Af hverju eru háspennumöstrin á Hellisheiði allt í einu orði haugryðguð?
Halldór Jónsson, 22.6.2012 kl. 22:18
Sæll Valdimar
Gasmagnið í gufunni er misjafnt eftir virkjanastað. Hér er gott yfirlit um Hellisheiðarvirkjun, reyndar ekki alveg nýtt, en miðað er við um 90+33 MW. (Einnig minnst á 180MW og 270MW). Í innganginum á fyrstu blaðsíðunni er fjallað um gasmagnið, en einnig er þarna fjallað um ýmsar aðferðir til að losna við brennisteinsvetnið úr gufunni:
http://www.mannvit.is/media/PDF/Hreinsun_brennisteinsvetnis_okt_2007.pdf
Ágúst H Bjarnason, 22.6.2012 kl. 22:44
Sæll Halldór frændi.
Hvað ætli þessi ryðguðu möstur þar sem galvaniseringin hefur gefið sig séu gömul? Eru þetta nýleg möstur eða þau gömlu?
Ágúst H Bjarnason, 24.6.2012 kl. 08:32
Takk fyrir fróðlegan pistil.
Nú tíðkaðist oft á mínu heimili að sjóða matvæli í heitavatninu, sérstaklega ef suðan þurfti að koma hratt upp og stundum var heitavatnið notað á hraðsuðuketilinn fyrir kaffið. Við suðuna virtist heitavatnslyktin hverfa en er maður að menga matvælin með þessum hætti?
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2012 kl. 00:24
Sæll Gunnar
Ég veit ósköp lítið um hugsanlega mengun á matvælum, en víða er hitaveituvatnið ekki hreint "hveravatn", heldur upphitað kalt ferskvatn. Það á t.d. við um allt heitt vatn frá háhitasvæðunum Nesjavöllum, Hellisheiði og Svartsengi. Örlitlu af brennisteinsvetni er reyndar bætt í vatnið til þess að eyða súrefni úr því til að koma í veg fyrir tæringu á lögnum og ofnum. Þetta er því venjulegt ferskt vatn með smá hveralykt sem í þessu örlitla magni hlýtur að vera skaðlaust. Frá lághitasvæðum, eins og t.d. borholum í Reykjavík, kemur þó auðvitað ekta hveravatn.
Sjá "Heitt vatn og heilbrigði" http://www.or.is/media/PDF/Skyrsla_HA_um_heilbrigdi_og_heitt_vatn.pdf
Ágúst H Bjarnason, 26.6.2012 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.