Mánudagur, 29. desember 2014
Tillaga: Björgunarsveitirnar fái hlutdeild í fyrirhuguðum ferðamannaskatti...
Aukinn straumur ferðamanna til landsins hefur valdið töluverðu viðbótar álagi hjá Björgunarveitunum. Erlendir ferðamenn eru ókunnir landinu og eiga það til að villast inn á ófæra vegaslóða eða einfaldlega týnast í gönguferðum, svo ekki sé minnst á þau tilvik þegar sækja þarf þá slasaða. Auðvitað á þetta einnig við um Íslendinga, en það eru hinir erlendu ferðamenn sem hafa valdið mjög auknu álagi á sjálfboðaliðana. Spár benda til að ferðamönnum eigi eftir að fjölga, og þar með eykst álagið á þessar hetjur okkar. Björgunarsveitirnar hafa aldrei rukkað fyrir þessa þjónustu. Ég geri það að tillögu minni að Landsbjörg / Björgunarsveitirnar fái verulegt árlegt framlag úr hinum fyrirhugaða ferðamannaskatti, hvort sem hann verður í formi náttúrupassa, gistináttagjalds eða breytts virðisaukaskatts. Ég á von á því að margir séu mér sammála.
Það eru ekki eingöngu ferðamenn sem Björgunarsveitirnar aðstoða. Við þekkjum öll óbilgjarnt starf þeirra þegar óveður gengur yfir og mannvirki eru í hættu. Afrek þeirra og þorgæði á liðnu ári eru okkur í fersku minni. Snjóflóð hafa fallið, og stórslys orðið á undanförnum árum. Þá er gott að eiga þessa menn og konur að. Þessar hetjur okkar eru alltaf tilbúnar að hlaupa til, að nóttu sem degi, til að aðstoða. Þeir leggja sig oft í mikla hættu við björgunar- og hjálparstörf. Hugsum okkur að svo sem tíundi hluti fyrirhugaðs ferðamannaskatt renni til björgunarsveitanna. Kannski meira. - Gæti það ekki verið smá þakklætisvottur fyrir vel unnin störf? Víst er að það kæmi Björgunarsveitunum vel.
Nú er að hefjast flugeldasala Björgunarsveitanna. Að sjálfsögðu munu sannir Íslendingar beina viðskiptum sínum til þeirra. Að sjálfsögðu... Flugeldasalan er mikilvægasta einstaka fjáröflun flestra björgunarsveita landsins og í sumum tilfellum stendur flugeldasalan undir nær öllum rekstri einstakra björgunarsveita. Björgunarsveitirnar ættu auðvitað ekki að þurfa að reiða sig eingöngu á flugeldasölu. Erlendir og innlendir ferðamenn mættu auðvitað leggja eitthvað af mörkum.
Hvað finnst þér lesandi góður?
|
Myndirnar tók skrifarinn traustataki af vef Landsbjargar. Vona að það fyrirgefist.
Bestu óskir um gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:03 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 765213
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það þarf ad styrkja björgunarsveitirnar þar eru menn og konur leggja sig í hættu fyrir aðra. Aðgengi erlendra ferðamanna ad veðurfréttum og öðru virðist líka skorta. Það er aðeins eitt með fjármuni sem Íslenska ríkið eða þeirra handbendi innheimta það virðist sem þeir skili sér í vitlausa vasa.
Erla Magna Alexandersdóttir, 29.12.2014 kl. 09:26
Takk fyrir Erla. Því miður er það þannig að fjármunir sem ríkinu er treyst til að innheimta skila sér oft ekki til réttra aðila. Vonandi yrði það þó ekki komi til þess að björgunarsveitirnar fái hlutdeild í þessum ferðamannaskatti.
Ágúst H Bjarnason, 29.12.2014 kl. 20:28
Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar hafði samband við mig vegna pistilsins og tekur hann undir tillögu mína.
Hann skýrði mér frá því að á fundi sveitarstjórnar 16. desember hefði eftirfarandi ályktun verið samþykkt samhljóða, en fundargerðina má finna á vef sveitarfélagsins:
Ályktun um björgunarstörf
„Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar skorar á ríkisvaldið og Slysavarnafélagið Landsbjörg að taka björgunarmál á Íslandi til gagngerrar endurskoðunar og endurskipulagningar.
Fjöldi ferðamanna til Íslands eykst ár frá ári og áhugi Íslendinga á fjölbreyttri fjallamennsku hefur stór aukist á undanförnum árum. Þessar aðstæður hafa aukið álag björgunarsveitafólks sem oft á tíðum þarf að leggja sig í mikla hættu við björgunarstörf. Kröfur um kostnaðarsama menntun björgunarfólks og kröfur um bættan tækjabúnað hafa einnig aukist. Í mörgum þeirra landa sem við Íslendingar berum okkur saman við eru það herflokkar og heimavarnalið sem sinna björgunarstörfum. Björgunarsveitir á Íslandi eru byggðar upp með sjálfboðastarfi og njóta velvilja almennings og fyrirtækja en fleira þarf að koma til.
Náttúruperlur eins og fjöllin í Dalvíkurbyggð hafa mikið aðdráttarafl, sem er jákvætt, en hið neikvæða er að slysatíðni eykst í takt við aukinn fjölda fólks sem stundar fjallamennsku. Alvarleg slys hafa orðið á Tröllaskaga á undanförnum misserum og í ljós hefur komið í því sambandi að verkferlar við björgunarstörf hafa bæði verið óskýrir og þunglamalegir vegna flókinna reglna og tryggingamála.
Mikil umræða hefur verið um að tryggja fjármagn til verndunar ferðamannastaða vegna aukins ágangs á slíka staði. Að sama skapi þarf að huga að því að björgunarsveitum sé tryggt öruggt rekstrarumhverfi til að rækja hlutverk sitt. Tryggja þarf björgunarsveitum nægilegt fjármagn og að reglur og verkferlar séu skýrir.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar skorar á ríkisvaldið og Slysavarnafélagið Landsbjörg að taka nú höndum saman um breytingar á umhverfi björgunarmála á Íslandi sem miða að því að stórbæta möguleika björgunarsveita til að sinna sínu mikilvæga hlutverki við þær breyttu aðstæður sem nú eru uppi.“
http://www.dalvikurbyggd.is/
Ágúst H Bjarnason, 29.12.2014 kl. 20:31
Góð hugmynd, ég styð hana.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2014 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.