Er ástæða til að fara úr Schengen því reynsla okkar af sáttmálanum er miður góð?

schengen_countries_UK
 
 
Það voru mikil afglöp þegar Ísland gerðist aðili að Schengen sáttmálanum. Á þeim tíma var því haldið fram að Schengen samstarfið skilaði lögreglu betri upplýsingum um glæpamenn en annars hefði verið. Því er þveröfugt farið. Reynslan sýnir okkur t.d. að við höfum ekki haft hugmynd þá misyndismenn sem hér hafa verið fyrr en of seint.  Ekki er hægt að afla upplýsinga um viðkomandi ólánsmenn sem hér hafa brotið lög fyrr en skaðinn er skeður.  Fyrr vitum við ekki hverjir eru hér á landi. Það er kjarni vandamálsins. Schengen kerfið virkar þannig. Það hefur ekki staðist væntingar.

Hér á landi er nákvæmlega ekkert eftirlit með þeim sem koma til landsins. Við vitum ekki hverjir koma til landsins, hvenær þeir komu eða hvenær þeir fóru aftur, þ.e. hafi þeir farið á annað borð. Að sjálfsögðu leynast óheiðarlegir Schengenborgarar meðal hinna heiðarlegu. Af þeim hljótum við að hafa miklar áhyggjur. 

Erlendir glæpamenn í farbanni taka bara næsta flug eins og ekkert sé og láta sig hverfa.

Ein birtingamynd Schengen aðildarinnar er  vopnaleitin undarlega á farþegum sem koma með flugi til Íslands frá Bandaríkjunum.   Ranghalarnir upp og niður stiga í flugstöðinni stafa einnig af þessari vitleysu.

Bretar of Írar eru miklu skynsamari en Íslendingar.  Þeir létu hjá líða að ganga í Schengen, enda búa þeir á eylandi.  Eins og Íslendingar.  Hvernig er það, veldur það okkur Íslendingum nokkrum vandræðum þegar við ferðumst til Englands, eða Englendingum vandræðum þegar þeir ferðast til meginlandsins?  Ekki hef ég orðið var við það. Eða, er vegabréfsskoðun á Íslandi þegar við komum frá landi sem er utan Schengen, t.d. Englandi, til trafala? Ekki finnst mér það.

Það kann að henta löndum á meginlandi Evrópu að taka þátt í Schengen samstarfinu, enda liggja þar akvegir þvers og kruss milli landa. Það er ekki þar með sagt að það sé viturlegt fyrir eylöndin Ísland, England og Írland að vera í Schengen. Það vita Bretar og Írar.

 

Við eigum að endurskoða aðild okkar að Schengen sáttmálanum án tafar. Það er ekki seinna vænna.  Við erum sjálfstæð friðsöm þjóð og viljum ekki að erlend glæpastarfssemi nái að skjóta hér rótum.

 

Vissulega er mikill meirihluti þeirra sem koma til landsins hið mesta sómafólk. Sumir kjósa að setjast hér að og gerast Íslendingar.  Þetta er fólk eins og þú og ég, fólk sem sækist eftir sama öryggi og við sem búið höfum hér lengi. Því miður verða margir sem eru af erlendu bergi brotnir fyrir fordómum vegna glæpamála sem skjóta upp kollinum af og til. Það er því einnig þeirra hagur að það takist að koma í veg fyrir að misyndismenn flytjist til landsins. Þar hefur Schengen ekki komið að gagni fyrr en viðkomandi hefur brotið af sér og verið gómaður.

 

Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um málið. Þetta er mín skoðun, en hvað finnst þér? ...

  •   Hverjir eru kostir þess að vera í Schengen?
  •   Hverjir eru ókostir þess að vera í Schengen? 
  •   Hvort er betra að Ísland sé innan eða utan Schengen svæðisins?
  • Ef við teljum betra að vera áfram innan Schengen, hvað er þá hægt að gera til að hindra nánast eftirlitslaust flæði misyndismanna til landsins?

 


mbl.is Aukin umsvif glæpahópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég veit ekki hvort aðild okkar að Schengen sé neitt vandamálið varðandi þetta mál.  Vegabréfaeftirlit þarf ekki að veita okkur neitt betri upplýsingar um það hvort viðkomandi er á sakaskrá eða ekki.  Auk þess er notuð manngreiningartækni í hliðum í Keflavík sem á að vera með því besta sem þekkist.  Ég held að vandamálið sé miklu frekar fólgið í hinum sameiginlega vinnumarkaði og frjálsu flæði fólks án þess þó að ég sé að leggja til einhverjar hömlur á því flæði.

Hverjir eru kostirnir við Schengen?  1. Aðgangur að Schengenupplýsingakerfinu með öllum þeim upplýsingum sem þar er að finna.  2. Sameiginleg landamæri. 3. Frjálst flæði fólks innan sameiginlegra landamæra.  4. Minni yfirbygging og umfang landamæraeftirlits.

Hverjir eru ókostir Schengen?  1. Minni stjórn á landamæraeftirliti.  2. Frjálst flæði fólks innan sameiginlegra landamæra.  3. Meiri þörf á eftirliti innan landamæra, þ.e. eftirlitið færist til lögregluumdæma í staðinn fyrir að vera við landamærin.

Hvort er betra að Ísland sé innan eða utan Schengen svæðisins?  Ekki spurning: Innan.

Marinó G. Njálsson, 1.7.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir greinargott svar Marinó.

Ágúst H Bjarnason, 1.7.2008 kl. 16:28

3 identicon

Ágúst góður pistill hjá þér að utan einni rangfærslu (auka) vopnaleitin kemur til vegna misjafnra reglana hjá EU og svo USA en ekki tilkominn vegna schegen.

 Marinó talar mikið og eins og hann hafi þekkingu á málinu, en mér sýnist hann hafa fylgst vel með regluverki Schegen en hafi lítið vit á framkvæmdinni. Það er einmitt í reglunum að það eigi að vera manngreiningartæki tengt hér á landi en veit Marínó hvort það er tengt.....Hvað upplýsingar eru í Schegen kerfinu sem Bretar hafa ekki og svo kannski enn önnur vídd hvað upplýsingar eru þetta á annað borð?

Þá er oft og mikið talað um möguleika lögreglu inni í landi séu betri vegna Schegen en ég hélt að við Íslendingar settum okkar eigin lög eins og við viljum hafa þau greinilega einhver misskilningur.

Það er kanski orðið ljóst en í þessu máli er ég sammála Ágústi.

Daddi (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 17:44

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Daddi, ég veit meira en þú heldur án þess að vilja gefa upp hvað það er og hvers vegna, enda bundinn trúnaði.

Marinó G. Njálsson, 1.7.2008 kl. 18:32

5 identicon

Já en samt skrifar þú eins og þú sért að þykjast þekkja hvernig þetta er og augljóst fyrir okkur sem störfum við þetta að þú veist ekkert nema hvernig þetta á að vera og fögur orð stjórnmálanna mála Schegen.

Daddi (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 18:48

6 identicon

Ég hef aldrei skilið þessa vopnaleit þegar maður kemur frá USA, þar sem maður er nýbúinn að fara í gegnum samskonar hlið í USA á sokkunum og beltislaus.

kveðja Rafn. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 19:22

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Daddi, ég var bara segja mína skoðun á atriðum sem Ágúst spurði um.  Ég sé ekki þín svör við spurningunum, en ég get mér til að þú teljir ekki heppilegt að vera innan Schengen.  En varðandi aðdróttanir þínar um sýndarmennsku, þá þekki ég nægilega vel til innviða Schengenkerfisins til að geta tjáð mig um það af viti.

Marinó G. Njálsson, 1.7.2008 kl. 19:29

8 identicon

"4. Minni yfirbygging og umfang landamæraeftirlits."

Ef ég man rétt þá er breytingin c.a. svona:

Fyrir Shengen: 1 gamall kall í skúr rétt áður en maður kom í fríhöfnina sem hlustaði eftir því hvort farþegar gætu borið fram "góðann daginn" skammarlaust.

Eftir Shengen: Það þurfti að byggja við flugstöðina til að uppfylla reglur um aðskilnað farþega með ærnum tilkostnaði, Allir þurfa að bíða í röð innan um spotta og pirraða farþega eftir því að eitthvað stór merkilegt fólk líti á passann hjá öllum og hleypi þeim í gegn 1 og 1.   Töf upp á 5-30 mínútur fyrir hvern og einn.

Ef hvernu er þetta "kostur" ?

Fransman (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 19:36

9 Smámynd: Halla Rut

Góð grein hjá þér og er ég hjartanlega sammála.

Þetta gefur okkur ekki neitt nema þá helst að við gætum verið fljótari að afla upplýsinga um menn er við grunum um að vera eftirlýstir í öðrum löndum. Einnig þurfum við ekki leyfi dómsstóls til að senda þá til baka til þess lands þar sem þeir eru eftirlýstir í. Þ.e.a.s. ef það land er einnig í Schengen. Þetta getur sparað mikinn tíma og fjármuni en auðvitað ekkert í líkingu við þá fjármuni er í þetta apparat fara.  Tel að það væri nú betra að ráða því hverjir koma hér yfirleitt og hverjir ekki en það er í raun aðild okkar að ESB sem opnar okkar landamæri en ekki Schengen. 

Halla Rut , 1.7.2008 kl. 21:09

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er bara enn ein ömurleg arfleifð Halldórs Ásgrímssonar í íslenzkri pólitík. Ég kem ekki auga á afrekin hans fyrir land og þjóð. Ég myndi vilja l að við göngum úr þessari vitleysu án tafar. Ég held að þessi Marínó viti akkúrat ekkert betur af því að hann sé einhver innvígður heldur en við sem sjáum afleiðingarnar af þessari vitleysu hér á götunum. Það á að setja upp almennilega landamæragæslu eins og var hjá Árna stóra. Þá var allt óæskilegt pakk og sígaunaþjófahyski  sent úr landi strax. Göngum úr þessu ef þess er nokkur kostur.

Halldór Jónsson, 1.7.2008 kl. 22:13

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Aðeins langar mig að svara Maríno betur: 

1. Aðgangur að Schengenupplýsingakerfinu með öllum þeim upplýsingum sem þar er að finna.  2. Sameiginleg landamæri. 3. Frjálst flæði fólks innan sameiginlegra landamæra. 

Er hægt að fullyrða að við fengjum ekki aðgang án þess að vera í Schengen ? 

4. Minni yfirbygging og umfang landamæraeftirlits.

Ég get ekki samþykkt þetta, Þetta kostar okkur aukna lögreglu á móti til að passa stórhættulegt fólk sem flæðir inn og út. Ég kem ekki auga á að færri  löggur og tollarar séu í Keflavík en áður í tíð Árna stóra.

Hverjir eru ókostir Schengen?  1. Minni stjórn á landamæraeftirliti.  2. Frjálst flæði fólks innan sameiginlegra landamæra.  3. Meiri þörf á eftirliti innan landamæra, þ.e. eftirlitið færist til lögregluumdæma í staðinn fyrir að vera við landamærin.

Þessu er ég sammála og sé ekki betur en að þarna höfum við farið úr öskunni í eldinn.Allt mun verra viðfangs en áður.

Halldór Jónsson, 1.7.2008 kl. 23:02

12 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þó eitthvað minna umstang sé fyrir okkur að ferðast til Schengen landa finnst mér ókostirnir við aðildina gera mikið meira en að vega upp þann ávinning.

Mér finnst það áberandi í fréttum að útlendir glæpamenn sem heimsækja Ísland koma nær undantekningalaust frá Schengen ríkjum. Ekki finnst mér líklegt að glæpamenn séu hlutfallslega færri í öðrum ríkjum eins og Bretlandi eða USA. Af þessu finnst mér mega draga þá ályktun að Schengen auðveldi för glæpamanna til Íslands.

Á hinn bóginn er miklu erfiðara fyrir heiðarlega ferðamenn utan Schengen landanna að fá áritun til Íslands en var fyrir tíma Schengen. Ég þekki dæmi um afgreiðslu sem gefur ekkert eftir ruddaskap sem bandaríska heimavarnaliðið sýndi íslenskri konu nýlega á Kennedy flugvelli þó með öðrum hætti hafi verið.

Mér finnst því liggja beint við að Ísland dragi sig út úr Schengen samstarfinu. Eitt er að gera mistök, óþarfi er að bæta gráu ofan á svart með því að þræta fyrir að þau hafi átt sér stað.

Finnur Hrafn Jónsson, 2.7.2008 kl. 03:04

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég skil ekki af hverju fólk er að svara mér.  Þið eigið að svara Ágústi.  Það var hann sem spurði.

Marinó G. Njálsson, 2.7.2008 kl. 04:26

14 Smámynd: Guðmundur Geir Sigurðsson

Alveg eru þetta ótrúlegar pælingar. Það á semsagt að taka upp vegbréfaeftirlit gagnvart hinum Norðulöndunum en eins og allir vita höfum við getað ferðast þangað án vegabréfs í nærri 60 ár. Aldrei mun ég fallast soleiðis bull

Guðmundur Geir Sigurðsson, 2.7.2008 kl. 10:05

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað í ósköpunum er þetta Schengen?

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.7.2008 kl. 11:08

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

 Undarleg skoðun þó ég sjái að hún er byggð á þekkingarleysi:

"Hér á landi er nákvæmlega ekkert eftirlit með þeim sem koma til landsins."

Aðalvandamálið er fólk sem EKKI er á neinni skrá yfir glæpamenn! þeir eiga enga sögu og það eru einmitt mennirnir sem koma hingað án þess að hægt sé að stoppa þá. Eingöngu er hægt að stoppa eftirlýsta eða grunaða. Þ.e. sem eru á einhverskonar skrá yfir "vafasama". Við eigum að vera áfram í Schengen. Engin vafi. Vegabréf eða ekki vegabréf breytir nákvæmlega engu. Sakavottorð eru ekki pappírsins virði frá mörgum löndum á Schengen svæðinu. Lögreglan veit af þessu og þess vegna er upplýsinga leitað eftir öðrum leiðum. Allur pistillinn er klassískt dæmi um skoðun á málefni án þess að viðkomandi hafi hugmynd um hvað er í húfi. Sem sagt óþarfi. Hvernig væri bara að tala um veðrið á Íslandi í staðin? Það hafa þó allir eitthvað vit á því.. 

Óskar Arnórsson, 2.7.2008 kl. 12:48

17 identicon

Þetta er góður pistill hjá þér, Ágúst, og örugglega tímabær sbr. innleggin hér að ofan, þar sem sjá má að fólk stendur á mistraustum fótum í að vita hvað annars vegar EES-samningurinn felur í sér og hins vegar Schengen-samkomulagið. Sjálf stend ég ekki á traustari fótum enda beinist gagnrýni mín ekki síst gegn fréttamönnum sem mér finnst ekki hafa staðið sig í að upplýsa okkur hin um hvernig stendur á því a) að hér virðast landamæri vera galopin fyrir hvern sem er, b) að lögreglan getur ekki handtekið glæpamann sem er eftirlýstur í heimalandi sínu (Póllandi) nema til komi formleg framsalsbeiðni frá lögreglunni í heimalandi hans, c) að hér er ekki hægt að halda mönnum í haldi heldur verður að sleppa þeim lausum og taka áhættu um að þeir virði farbann o.m.fl. Er um að kenna EES-samningunum um frjálsa för launamanna eða Schengen-samkomulaginu um að innri landamæri Schengen-ríkjanna hafi verið afmáð og ytri landamæri landa á meginlandi Evrópu voru m.a. flutt til Íslands? Hvar sem rót vandans liggur þá þykir mér það vera áhyggjuefni að fréttamenn virðast ekki líta á það sem hlutverk sitt að fletta ofan af stöðunni, sem er verulega stórt og alvarlegt mál.

Svo mikið man ég að þegar umræðan um Schengen-samkomulagið var að byrja þá sagði þáverandi ríkisstjórn að mikilvægt væri að viðhalda því að norrænir menn gætu áfram ferðast án vegabréfa milli Norðurlanda og til að það væri hægt þá þyrfti Ísland að taka þátt í Schengen. Það er kannski tími til kominn að spyrja hvort þetta áratugagamla samkomulag Norðurlandanna sé svo dýrmætt?!

Það var merkilegt að hlusta á fréttir í gær um tillögur nefndar á vegum ríkislögreglustjórans og upplifa það að fréttamönnum tókst að "fjalla" um tillögurnar án þess að vísa einu orði að EES og Schengen til að leita að ástæðu þess að hér er komin upp sú staða að tillögur lögreglustjórans verða til.

Helga (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 19:45

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Landamæragæsla þarf ekki að vera flókin eða tímafrek með hjálp tölvutækninnar. Nægilegt er að leggja passann á skanna sem les á augabragði nauðsynlegar upplýsingar af passanum. Nýlegir passar eru í dag með tölvulesanlega rák (2d datastrip - sjá mynd) sem geymt getur mikið magn upplýsinga, m.a texta og mynd, eða örgjörva sem hægt er að lesa úr með radíómerkjum (RFID) hliðstæðar eða enn ítarlegri upplýsingar. Jafnvel má með OCR lesa venjulegan texta.  

 

Með því að skanna á þennan hátt passa allra komu- og brottfarar- farþega er hægt á einfaldan, fljótvirkan og ódýran hátt að fylgjast með hverjir eru á landinu á hverjum tíma.  Vakni grunsemdir um að hér á landi séu  óvelkomnir gestir  er auðvelt að ganga úr skugga um slíkt  t.d. með upplýsingum frá Interpol. Hægt er að koma í veg fyrir að menn í farbanni yfirgefi landið. Um leið og gögnin eru komin á tölvutækt form opnast miklir möguleikar. Möguleikar sem alls ekki eru til staðar núna.

Sjálfur hef ég áhyggjur af mögulegri komu glæpagengja til landsins án þess að við höfum nokkra hugmynd um það. Mér þykir með ólíkindum að við skulum hér á Íslandi þurfa að gæta ytri landamæra Schengen ríkjanna, en allt skuli vera galopið gagnvart öllum innri Schengen ríkjunum. Við erum einfaldlega allt of bláeygð og barnaleg í þessum málum.

Í nýrri skýrslu Ríkislögreglustjóra sem lesa má hér stendur m.a:

“… Viðtekin er sú skilgreining að skipulögð glæpastarfsemi feli í sér samvinnu tveggja eða fleiri manna, í langan eða óskilgreindan tíma í formi alvarlegra brota með það að markmiði að hagnast fjárhagslega eða  skapa  sér  völd.  Á  Íslandi  hafa  íslenskir  ríkisborgarar  nánast  einir  haldið  uppi  skipulagðri glæpastarfsemi fram til þessa og hún hefur að miklu leyti verið bundin við smygl og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi.  

Á þessu hefur nú orðið grundvallarbreyting. 

Lögregla á  Íslandi stendur frammi fyrir breyttum veruleika. Þar ræður mestu aukin aðkoma erlendra ríkisborgara    skipulagðri  glæpastarfsemi  á  Íslandi.  Um  leið  hefur  starfsemi  þessi  tekið  til  áður óþekktra sviða.  

Þetta á við um erlenda glæpamenn, sem búsettir eru á  Íslandi og erlendis. Taka ber  fram að því  fer víðsfjarri    erlendir  ríkisborgarar,  búsettir  hér  á  landi  eða  erlendis,  séu  ábyrgir  fyrir  allri  þeirri skipulögðu  glæpastarfsemi,  sem  haldið  er  uppi  á  Íslandi.  Íslenskir  glæpahópar,  þ.e.a.s.  hópar  sem íslenskir  ríkisborgarar mynda,  eru  ekki  síður  fyrirferðarmiklir  á  þessu  sviði.  Fyrir  liggur,    íslenskir hópar  og  hópar,  sem  erlendir  ríkisborgarar  mynda,  starfa  í  sumum  tilfellum  saman  hér  landi. 

Greiningardeild telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. 

...

Innan  austur-evrópskra  glæpahópa,  sem  einkum  láta  til  sín  taka  á  íslenskum  fíkniefnamarkaði  en tengjast jafnframt annarri starfsemi, er að finna harðsvíraða glæpamenn. Aukin harka setur mark sitt á  skipulagða  glæpastarfsemi  hér  á  landi,  líkt  og  árás  erlendra  ofbeldismanna  á  lögreglumenn  í miðborg Reykjavíkur  í  janúarmánuði 2008 er til vitnis um.   Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum. 

...

Vísbendingar eru um að erlendir aðilar komi  í auknum mæli að  skipulögðu vændi á  Íslandi. Grunur leikur  á      starfsemi  tengist mansalshringjum,  einkum  í  Austur-Evrópu.  Víst  þykir    íslenskir ríkisborgarar  búsettir  hér  á  landi,  eigi  samstarf  við  erlenda  aðila  á  þessu  sviði  skipulagðrar glæpastarfsemi. Möguleikar á samstarfi glæpahópa á þessum vettvangi eru miklir. Verslun með  fólk og smygl er ábatasöm starfsemi. Mat glæpahópa er almennt það, að slík starfsemi feli ekki í sér mikla áhættu og má ætla að þessi tegund glæpastarfsemi verði umfangsmeiri hér á landi.  …”

Þetta er dauðans alvara. Skýrslan er holl lesning öllum þeim er efast um alvöru málsins.

Ágúst H Bjarnason, 2.7.2008 kl. 21:31

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég þekki þessi mál alls ekki nógu vel.  Takk fyrir myndbandið sem þú bentir mér á um hvernig símapoppið var platað.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 21:49

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

..Spánverji að því að talið var, var stoppaður á Keflavíkuvelli fyrir nokkrum árum. Hann var með falsaðan passa. Hann þagði allan tíman og ekki var hægt að yfirheyra hann. Hann var sendur á Liltla-Hraun í gæsluvarðahald.

Þar sem hann var kurteis og engum til ama var hann settur í s.k. "lausagæslu". Þ.e. hann fékk að vera innan um hina fangana. Hann borðaði í matsalnum, var kurteis og hvers manns hugljúfi. Fyrimyndarfangi. Kvartaði aldrei. Öllum líkaði vel við hann.

Nokkrum vikum seinna kom fax til utanríkisráðuneytisins sem sent var til Litla-Hrauns. Þar var lýsingin öðruvísi. Varað var við að koma nær honum með skotvopn enn a.m.k. 3 metra. Þetta var sérþjálfaður Baski, hryðjuverkamaður sem hafði getað afvopnað einn eða fleiri venjulega lögreglumenn með berum höndum, og tekið af þeim vopnin.

Hann var tekin og settur í hand og fótjárn. Hand og fótjárnin voru tengd saman með handjárnum, 3mur handjárnum. Farið var með hann um miðja nótt á Skólavörðustíg 9. Svo út á flugvöll og þaðan til Spánar þar sem hann var eftirlýstur sem hryðjuverkamaður í fylgd með víkingarsveitarmönnum.

Þetta kom aldrei fram í dagblöðum á Íslandi.

"Dauðans alvara skýrslan" sem vitnað er í hér að ofan segir nákvæmlega ekki neitt, og er ekki um ekki neitt. Bara ráðuneytisskýrsla sem er gerð til þess að róa fólkið og láta fólk halda að þeir séu að fylgjast með. Sem þeir eru ekki að gera. Málið er MIKLU alvarlegra enn svo.

Gæti alveg eins verið ritgerð úr menntaskóla. Mörg orð um ekki neitt. Barnaskapur.

Mannsal og þjófnaðir erlendra hér á landi flokkast sem smábrot miðað við það sem raunverulega er kallað "skipulögð glæpamennska".

Ef Ísland væri ekki eyja, hefði þessi Baski líklegast snúið fangaverði Litla-Hrauns úr hálsliðnum til að komast út. Íslendingar hafa aldrei séð alvöru glæpamann nema í bíómyndum.

Ég hef unnið í fangelsum í norðurlöndum í 20 ár og 1 ár á Litla-Hrauni. Ég er ekki bundin þagnarskyldu samkvæmt reglum Ríkissins eins og reynt var að hóta mér með um þetta mál og mörg fleiri. Fólk veit ekki hver er glæpamaður og hver ekki. Stærstu glæpamenn á Íslandi eru íslenskir, ekki erlendir. 

Ég var rekin frá Litla Hrauni fyrir "trúnaðarbrest" vegna þess að ég sendi skýrslu um mörg mál til Björn Bjarnasonar Ráðherra. Mér var gefið að sök að vera "skrítin" kannski komin í "dópið" með föngunum, "trúnaðarbrest" og eitthvað fleira. 5 vikum áður enn ég átti hvort eð er að hætta vegna þess að verkefninu var lokið.

TR, 2 fangaverðir, 1 var tekin og annar var látin hlaupa. Það er BANNÐ á Íslandi að segja að aðstandendur fanga komi EKKI með bjórkassa upp í endaþarminum á heimsóknartímum á sunnudögum. Íslensk fangelsismál er bara djók. 

Íslenskir glæpamenn eru og verða alltaf ruddalegri enn erlendir. Íslenskir glæpamenn munu aldrei hleypa erlendum glæpamönnum inn í landið. Það er útilokað. Eingöngu efnahagsafbrotamenn vinna með íslenskum glæpamönnum og þeir eru í bönkum og í viðskiptum. þeir stunda ekki mannsal, þjófnaði og ofbeldi.

Þessir efnahagsafbrotaamenn eru MJÖG skipulagðir og hafa ekkert á sig sem yfirvöld geta sett út á. Það eru þeir sem Íslandi stafar mest ógn af.

Þetta er bara það sem er saklausast af því sem ég veit, og er með skjalfestar staðreyndir um hvernig málum er háttað á Íslandi.

Óskar Arnórsson, 3.7.2008 kl. 05:49

21 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég sá einhvers staðar að Ragnar Aðalsteinsson efaðist um að rýmri heimildir til eftirlits geti verið á kostnað mannréttinda og ég er sammála honum um það. Mér finnst þessi ríkisstjórn haldin nokkru ofsóknaræði sbr. það að leigja fyrir hundruð milljóna þotur til að gæti lofthelgi Íslands er ágætis dæmi um þessa dellu.

Það er þjóðhagslegt rugl að ætla að reyna að setja upp tryggingar af þessu tagi með stóraukinni löggæslu og eftirliti með almenningi. Það eru nægar óþarfa tafir við ferðalög nú þegar sem eru öllum til ama og skilar engu. Öryggisgæslan á flugvöllunum til dæmis er algjört bull. Ég hef stundum bent á að loftsteinar eru meiri ógn á Íslandi en hryðjuverkamenn og glæpamenn.

Tilveran er engum tryggð. Öll deyjum við á endanum og þar með hlýtur að vera hægt að segja á góðri íslensku að tilveran okkar sé öll "acceptable risk". 

Haukur Nikulásson, 3.7.2008 kl. 12:45

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Haukur. Það er fylgst með okkur á ýmsan hátt. Öll GSM símtöl eru skráð og um hvaða sendimastur þau hafa farið. þannig er oft hægt að vita hvar við erum stödd með nokkurra hundruð metra nákvæmni. Kortafærslur eru skráðar og þannig veit tölvukerfið hvar við vorum stödd. Sjálfsagt veit tölvukerfi verslana líka um innkaupavenjur okkar. Hudruð gæslumyndavéla fylgjast með okkur.  Í passana er að koma örflaga með RFID. Þá er nóg að vikomandi gangi fram hjá RFID nema til að tölvukerfið viti "allt" um viðkomandi. Sjá t.d. hér. Stóri bróðir fylgist þegar með okkur .

Ágúst H Bjarnason, 3.7.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 765302

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband