Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Borgarljós jarðar í efnahagsumróti hagkerfanna

Ljós heimsins

Svona lítur jörðin út að nóttu til meðan efnahagur þjóðanna hangir á bláþræði. Ljós heimsins skína skært.  Vafalítið eru ljósin kveikt í skrifstofum fjármálastofnana þar sem menn funda stíft daga og nætur.  Vonandi eiga þessi ljós ekki eftir að kulna á næstu mánuðum og árum. Vonandi tekst okkur að sigla lífróður í gegn um brimgarð fjármálanna og sleppa að mestu ósködduð frá þessum hildarleik. Þangað til verða allir að vera samtaka og bjartsýnir og vinna saman af skynsemi. Forðast glappaskot sem reynst geta afdrifarík. 

Ísland um nóttAuðvitað er ekki nótt alls staðar samtímis. Meðan nótt er hjá okkur er dagur einhvers staðar á jörðinni.  Meðan við hvílumst eru aðrir jarðarbúar að sinna sínu daglega brauðstriti. Þessi táknræna mynd prýðir síðuna Astronomy Picture of the Day í dag. Á morgun verður þar komin ný mynd. Vonandi verður líka komin bjartari mynd af fjármálunum heimsins.

Myndin hér til hliðar er stækkuð úrklippa úr myndinni hér að ofan. Ljósin okkar skína þar skært. Hve marga bæi sérð þú á Íslandi? Sérðu jafnvel ljósin frá gróðurhúsum? Við erum efnuð þjóð. Við eigum gjöful fiskimið, jarðhita og fallvötn sem veita okkur mat, birtu og yl. Hér er menntakerfið og heilbrigðiskerfið eitt það besta í heimi.  Við erum rík þjóð.  Öll él styttir upp um síðir. Við verðum þá reynslunni ríkari.

Smelltu þrisvar á myndina sem er efst á síðunni til að sjá risastórt eintak.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 761784

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband