Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Föstudagur, 5. desember 2008
Veiðimaðurinn Óríon eða Aurvandill er meðal fegurstu stjörnumerkjanna...
Eitt glæsilegasta stjörnumerki himinsins fer að verða meira og meira áberandi á kvöldhimninum á næstu vikum. Nú þegar er farið að glitta í kollinn á veiðimanninum á miðju kvöldi, en innan skamms mun Aurvandill gnæfa yfir landi og þjóð á suðurhimninum. (Smella þrisvar á mynd til að stækka).
Í grísku goðafræðinni var Óríon hinn mikli veiðimaður og sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Að öllum líkindum er þetta stjörnumerkið sem fornmenn nefndu Aurvandil og kemur fyrir í Snorra-Eddu. Aurvandill er sá sem ferðast um með björtu skini.
Tvær stjörnur í Óríon bera af. Það eru Rígel og Betelgás. Skoðum myndina sem er efst á síðunni.
Neðst til hægri í Óríon er bláleita stjarnan Rígel, bjartasta stjarna merkisins. Hún er 60 þúsund sinnum bjartari en sólin okkar, hún er mun heitari en sólin og í 900 ljósára fjarlægð. Er Rigel Aurvandilstá sem getið er um í Snorra-Eddu?
Næst bjartasta stjarna merkisins er hin gyllta Betelgás, efst í horninu vinstra megin. Betelgás er svokallaður rauður risi og er í um 600 ljósára fjarlægð og er þvermál hennar um 1000 sinnum meira en þvermál sólar. Samt er hún ekki nema um 20 sinnum efnismeiri. Væri Betalgás stödd þar sem sólin er, þá næði hún út fyrir braut Mars. Jörðin væri sem sagt langt inni í iðrum hennar. Það er undarlegt til þess að hugsa að þéttleiki hennar er aðeins einn milljónasti þéttleika vatns. Ef við reyndum að snerta á henni yrðum við einskins vör!
Í miðju merkisins eru þrjár stjörnur sem mynda belti Óríons. Þetta eru stjörnurnar Alnítak, Alnílam og Mintaka og hafa þær verið nefndar fjósakonurnar þrjár.
Í sverði Óríons er Sverðþokan fræga sem á máli stjörnufræðinga kallast M42. Þessar stjörnur í sverðinu hafa verið nefndar fjósakarlarnir. Demanturinn í sverðinu leynir sér ekki á myndinni efst á síðunni. Þetta er auðvitað sverðþokan fræga og ægifagra. Sjá myndina hér til hliðar.
Vel má greina þessa stjörnuþoku með venjulegum handsjónauka, og með góðum vilja jafnvel með berum augum þegar skyggni er gott og ljósmengun lítil.
Það sakar ekki að smella þrisvar á myndirnar af sverðþokunni og Óríon til að stækka þær.
Úr skáldskaparmálum Snorra-Eddu:
Þórr fór heim til Þrúðvanga, ok stóð heinin í hôfði honum. Þá kom til vôlva sá, er Gróa hét, kona Aurvandils ins frækna. Hon gól galdra sína yfir Þór, til þess er heinin losnaði. En er Þórr fann þat ok þótti þá ván, at braut myndi ná heininni, þá vildi hann launa Gró lækninguna ok gera hana fegna, sagði henni þau tíðendi, at hann hafði vaðit norðan yfir Élivága ok hafði borit í meis á baki sér Aurvandil norðan úr Jôtunheimum, ok þat til jartegna, at ein rá hans hafði staðit úr meisinum, ok var sú frerin, svá at Þórr braut af ok kastaði upp á himin ok gerði af stjôrnu þá, er heitir Aurvandilstá. Þórr sagði, at eigi myndi langt til, at Aurvandill myndi heim koma, en Gróa varð svá fegin, at hon mundi enga galdra, ok varð heinin eigi lausari ok stendr enn í hôfði Þór, ok er þar boðit til varnanar at kasta hein of gólf þvert, því at þá hrærist heinin í hôfði Þór. Eftir þessi sôgu hefir ort Þjóðólfr hvinverski í Haustlông.
Næstu vikur skulum við fylgjast með veiðimanninum Óríon eða Aurvandli vini okkar á kvöldin. Fylgjast með hvernig hann ferðast yfir stjörnuhimininn. Þessa dagana er hann byrjaður að sjást á suðausturhimninum síðla kvölds, en eftir nokkrar vikur fer hann að sjást hærra og hærra á lofti á suðurhimninum. Þá verður hann tignarlegur í meira lagi. Hann verður í hásuðri um níuleytið á kvöldin um miðjan febrúar.
Það er einhvernvegin þannig að við njótum stjörnuhiminsins miklu betur ef við þekkjum hann aðeins.
Aurvandill?
Krækjur:
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon? Sævar Helgi Bragason á Vísindavefnum.
Viking Age Star and Constellation Names
Lifandi kort: Stjörnuhimininn yfir Íslandi þessa stundina
Kortið uppfærist sjálfvirkt í hvert sinn sem þessi síða er opnuð
Kortið hér fyrir neðan er fengið að láni hjá Stjörnufræðivefnum, www.stjornuskodun.is
Kortið er einnig hægt að finna hjá www.astroviewer.com
Austur er til vinstri og norður upp. Óríon fer að sjást á suð-austur hluta kortsins (neðarlega vinstra megin) á miðju kvöldi nú í byrjun desember. Síðan færist hann á suðurhimininn ... Muna eftir að smella á "Refresh" eða takkann F5 til að fá ferska útgáfu af kortinu. Dagsetning og tími sést efst til hægri.
"We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars" - Oscar Wilde
Vísindi og fræði | Breytt 6.12.2008 kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 1. desember 2008
Tónlistarmaðurinn handalausi gefst ekki upp... Og til hamingju með daginn!
Tónlistarmaðurinn Tony Melendez fæddist án handa í Nicaragua. Hann kenndi sjálfum sér að leika á gítar með tánum.
Myndbandið sýnir okkur hvernig hægt er að yfirstíga erfiðleika sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganlegir. Hann ekur jafnvel bíl með stýri í gólfinu. Með bjartsýni og réttu hugarfari er vissulega hægt að ná langt...
Til hamingju með Fullveldisdaginn 1. des.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði