Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Vel varðveitt leyndarmál í Frakklandi...

 

 

picture_356.jpg

 

 

Sumir eiga sér draum sem aldrei verður neitt annað en draumur.  Aðrir láta draum sinn rætast jafnvel þó það kosti blóð, svita og tár. Draumar sem rætast eiga það til að vera engu líkir, enda eru draumar alltaf dálítið sérstakir og persónulegir.

Margrét Jónsdóttir listmálari er ein þeirra sem hafa látið draum sinn rætast, draum um að eiga hús í sveit í Frakklandi.   Fyrir um áratug keypti hún ævagamalt hús í örlitlu þorpi ekki langt frá París. Hún gerði húsið, sem er 300 ára gamalt, upp af einstakri alúð og smekkvísi sem listamönnum einum er lagið,  og breytti því í sannkallaðan unaðsreit.

 
Þarna dvelur listamaðurinn annað slagið, en leigir húsið út þess á milli þeim sem vilja kynnast hinu blíða Frakklandi, eða eins og Frakkar segja sjálfir: "Douce France".    Það kemur skemmtilega á óvart hve leiguverði er stillt í hóf.

Skammt frá húsinu eru kastalar, ótal eldgamlar gönguleiðir, hundgömul þorp, baðströnd við vatn, skógur, veiðar, golf og hestaleiga.  Allt er þetta nokkuð sem okkur sem búum í köldu landi nærri heimskautsbaug dreymir um að kynnast.

Sannarlega er það ótrúlegt framtak að gera 300 ára gamalt hús svona vel upp eins og raun ber vitni.   Ef einhvers staðar er til gamalt hús með fallegri sál og góðum anda þá er það hér.

Húsið er í litlu þorpi í sveitarfélaginu Mayenne í héraðinu Pays de la Loir. Náttúrufegurð er þar mikil.

 

Eiginlega er þetta vel varðveitt leyndarmál sem fáir vita um.   Er ástæða til að ljóstra upp þessu fallega leyndarmáli?  Auðvitað!

 

 

Vefsíða þessa fallega húss sem auðvitað heitir Mögguhús er:                       margretjonsdottir.blogspot.fr

 

Facebook síða hússins er hér.  (Áhugaverðar upplýsingar).

 

Fjölmargar myndir og upplýsingar um leiguverð eru hér


Fjölmargar myndir eru á Flickr síðu hér, en þær má skoða sem myndasýningu (slideshow).

 

 
 
picture_137.jpg
Eldhúsið
 
 
picture_345.jpg
 Stofan
 
 
picture_204.jpg
  Bakgarðurinn
 
 
lokin_008.jpg
 Húseigandinn Margrét Jónsdóttir listmálari
 
 
 


400.000 ára saga Mayenne

 

 

 

 Undursamleg náttúrufeguð

 

 

 

 Uppgötvið Mayenne og auðlegð þess!

 

 

 

mont-saint-michel.jpg
 
 Mont Saint Michel
 
 

 
 
Síða hússins á Facebook er áhugaverð: MögguHús-Hús til leigu  
 
 
 

 

Í dag er hálf öld liðin frá páskahretinu mikla 1963 - Annað á leiðinni...?

 

 

 

mispill_copy.png

 

Ekki er laust við að þessa dagana sé nokkur uggur í brjósti skógræktarmanna og annarra sem unna gróðri og góðu mannlífi, en nú er að skella á kuldahret sömu ættar og fyrir nákvæmlega 50 árum, en þá urðu tré víða um land fyrir miklum skaða.

Það var 9. apríl 1963 þegar gerði mjög óvenjulegt hret eftir langvarandi hlýindi. Tré  á Suðurlandi drápust unnvörpum, einkum síberíulerki, sitkabastarður og alaskaösp. Hitinn féll þá á nokkrum klukkustundum um því sem næst 20 gráður, úr góðum vorhita í hörkufrost.

Tveim árum seinna eða um 1965 hófst síðan kalt tímabil sem gengur undir nafninu hafísárin eða kalárin, og stóð það næstum óslitið í tvo áratugi.

Nú hafa verið langvarandi hlýindi eins og árið 1963, en vonandi verður hretið ekki mjög slæmt. Gróður er farinn að taka við sér, brum á trjám farin að þrútna og sum tré jafnvel farin að laufgast eins og mispillinn á myndinni hér efst á síðunni. Myndin var tekin s.l. sunnudag.

Það er ekki bara gróðurinn sem getur skaðast, fuglar og önnur dýr gætu verið í hættu. Við skulum því vona að hretið verði hvorki slæmt né langvinnt.

 


 

 

kalskemmdir-2.jpg

 Kalskemmdir í túni

 

Við á sunnanverðu landinu höfum notið blíðunnar undanfarnar vikur og vel það. Sama er ekki að segja um alla landshluta, því á norðanverðu landinu hafa verið snjóþyngsli og víða hefur klaki lagst yfir tún. Þá er mikil hætta á að tún kali og allt gras drepist. Það er ófögur sjón og mikið tjón fyrir ábúendur.

 

Ísland er harðbýlt og náttúran er ekki alltaf eins mjúkhent eins og hún hefur verið síðustu áratugi.   Það þarf ekki nema litla breytingu á hitastigi til að allt fari úr skorðum.  Vonandi verða næstu ár áfram mild.

 

 

 

vedurkort_fostudag_12_april_copy.jpg
 
Hitaspá fyrir n.k. föstudagsmorgun

 

 

 

 Blogg Trausta Jónssonar í dag:  Býsna kalt - vonandi ekki svo hvasst.

 

 

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 765232

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband