Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013
Föstudagur, 19. júlí 2013
Veðurstofan www.yr.no heiðrar risann Bergþór úr Bláfelli...
Bergþórsleiði ...
Þegar kristni fór að breiðast út um landið, bjó risinn Bergþór í Bláfelli ásamt konu sinni Hrefnu sem hvatti bónda sinn til að flytjast brott frá þessum óþolandi hávaða í kirkjuklukkunum niðri í byggðinni. Hann fór hvergi en hún færði sig norður fyrir Hvítárvatn þar sem heitir Hrefnubúðir. Bergþór gerði sér dælt við byggðamenn og fór stundum suður í sveit til að nálgast nausynjar. Eitt sinn á heimleið bað hann bóndann á Bergstöðum að gefa sér að drekka. Bóndi fór heim og sótti drykkinn en Bergþór hjó með staf sínum holu í berg við túnfótinn. Bergþór drakk nægju sína og þakkaði. Sagði hann bónda að geyma jafnan sýru í holunni, ella hlytist verra af, og mundi hún þar hvorki frjósa né blandast vatni. Æ síðan hefur verið geymd sýra í kerinu og skipt um árlega. Verði misbrestur þar á verða landeigendur fyrir óhöppum. Síðast gerðist það árið 1960 og missti þá bóndinn allar kýr sínar. Þegar aldurinn færðist yfir Bergþór fór hann eitt sinn niður að Haukadal og bað bóndann um að tryggja sér legstað þar sem heyrðist klukknahljóð og árniður, og bað hann að flytja sig dauðan í Haukadal. Til merkis um að hann væri dauður yrði göngustafur hans við bæjardyrnar í Haukadal. Þá skyldi bóndi vitja hans í hellinum í Bláfelli og hafa að launum það, sem hann fyndi í kistli hans. Bóndi fór eftir þessum tilmælum og fann ekkert annað en þurr lauf í kistlinum og lét þau vera. Vinnumaður hans fyllti vasa sína af laufum og þegar þeir voru komnir niður í Haukadal með líkið, voru þau orðin að gulli. Bóndinn lét jarða Bergþór norðan kirkjunnar þar sem er aflangur hryggur og bratt niður að Beiná. Þar heitir nú Bergþórsleiði. Hringurinn, sem var á göngustaf Bergþórs, er sagður prýða kirkjuhurðina. Það var Hákon Bjarnason skógræktarstjóri sem kostaði sjálfur og lét setja steininn á leiði Bergþórs, eins og hann gerði einnig á leiði Jóns hraks á Skriðuklaustri. (Smella má tvisvar á litlu myndirnar til að stækka).
Enn þann dag í dag verða Tungnamenn varir við Bergþór þegar hann leggur leið sína frá núverandi heimili sínu örskammt fyrir norðan kirkjuna í Haukadal þar sem heitir Bergþórsleiði. Hann stikar stórum skrefum yfir Beiná þar sem beinaleifar miklar eru á botni árinnar rétt við kirkjugarðinn og yfir á Bryggjuheiði þar sem hann heimsækir heimafólk og þiggur brjóstbirtu þar sem nú heitir hinu heiðna nafni Iðavellir, og síðan meðfram Tungufljóti að fossinum Faxa, þar sem hann fer af öryggi yfir fljótið á grynningunum ofan við fossinn. Hressingu fær hann svo í holunni í berginu að Bergstöðum, en ábúendur þar gæta þess ávallt vel að Bergþór fái nægju sína af mjólkursýru og komi aldrei að kerinu tómu. Nú hefur Norska veðurstofan sem heldur úti vefnum www.yr.no séð ástæðu til að heiðra Bergþór gamla með því að gera sérstaka veðurspá fyrir karlinn, svo hann fari sér nú ekki að voða þegar hann sækir sér nauðsynjar, ket og brennivín, suður í sveitir. Veðurspá www.yr.no fyrir Bergþórsleiði
|
Hvernig skyldi Bergþór hafa fengið Norðmenn
til að gera sérstaka veðurspá fyrir sig?
Auðvitað er það lítið mál fyrir fjölkunnugan risa
úr einu tignarlegasta fjalli Íslands.
Er það ekki annars dálítið undarlegt að gefa út veðurspá fyrir leiði?
Vísindi og fræði | Breytt 30.7.2013 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði