Bloggfćrslur mánađarins, júní 2015

Hver var Ingibjörg H. Bjarnason...?


Ingibjorg H Bjarnason frímerki

  

Í dag 19. júní  2015 verđur afhjúpuđ viđ Alţingishúsiđ höggmynd af afasystur minni Ingibjörgu H. Bjarnason, ţegar hundrađ ár eru frá ţví ađ konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alţingis. Verkiđ er eftir  Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Ingibjörg var fyrsta konan sem tók sćti á alţingi áriđ 1922.

Ingibjörg var ekki ein í jafnréttisbaráttunni.  Hún var ein margra merkra baráttukvenna sem fyrr og síđar lögđu baráttunni liđ.  Ţetta voru sterkar konur og hugađar.  Ingibjörg naut ţess ađ hafa fengiđ tćkifćri til menntast, bćđi hér á landi og erlendis. Ţađ var frekar fátítt á ţessum árum.  Nú er öldin önnur og konur hafa sömu tćkifćri til menntunar og karlar, en launamisrétti viđgengst enn. Jafnréttisbaráttunni er ţví ekki lokiđ.



Á vefnum Garđur.is ítarleg lýsing á ćviferli Ingibjargar sem Jón Valur Jensson hefur tekiđ saman. Međ góđfúslegu leyfi Jóns birti ég ţađ hér fyrir neđan međ smávćgilegum breytingum (feitletrun á fáeinum stöđum til ađ auđvelda lestur af skjá, og fáeinum línubilum bćtt viđ).   Sjá einnig lista yfir ítarefni hér neđst á síđunni.



Fröken_Ingibjörg_H._Bjarnason

Ingibjörg Hákonardóttir Bjarnason var fćdd á Ţingeyri viđ Dýrafjörđ 14. desember 1867, dóttir Hákonar Bjarnasonar (f. 11. sept. 1828, d. 2. apríl 1877, varđ úti eftir skipsstrand á Mýrdalssandi), kaupmanns ţar og á Bíldudal, og k.h. Jóhönnu Kristínar Ţorleifsdóttur (f. 16. des. 1834, d. 11. jan. 1896), sem bćđi voru af prestum komin. Börn ţeirra hjóna voru 12 talsins, en sjö dóu í ćsku. Hin fimm urđu ţjóđkunn og tóku upp ćttarnafniđ Bjarnason. Voru albrćđur Ingibjargar dr. Ágúst H. Bjarnason, prófessor í heimspekiLárus hćstaréttardómari og alţm., Brynjólfur kaupmađur og Ţorleifur yfirkennari. Ingibjörg ólst upp frá eins til 12 ára aldurs á Bíldudal, en 1880 fluttist móđir hennar til Reykjavíkur til ađ koma börnunum til mennta. Ingibjörg gekk á nćsta ári í Kvennaskólann í Rvík og lauk ţađan prófi 1882. Var hún síđan viđ nám árin 1882-84 í kvenlegum listum ásamt dönsku, ensku og teiknun hjá Ţóru, dóttur Péturs biskups Péturssonar. Eftir ţađ hélt hún til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn 1884-5, en varđ ađ hverfa heim vegna veikinda móđur sinnar. Fór aftur á sömu slóđir 1886 til náms í ýmsum greinum, ţ.á m. leikfiminám og lauk prófi í ţeirri grein viđ Institut Paul Petersen; mun hafa veriđ fyrst íslenzkra kvenna til ađ ljúka prófi í ţeirri grein. Dvaldist hún í Khöfn viđ nám og störf til 1893, en móđir hennar hélt ţar heimili fyrir börn sín sem voru ţar viđ nám. Enn síđar dvaldist Ingibjörg erlendis 1901-3 og kynnti sér skólahald, einkum í Ţýzkalandi og Sviss.


Hún fluttist heim 1893, var viđ kennslustörf í Rvík til 1901, kenndi m.a. leikfimi viđ Barnaskólann, en í Kvennaskólanum kenndi hún á árunum 1893-1901 svo fjölbreyttar greinar sem leikfimi, bróderí, útsaum, léreftasaum, hvítbróderí, teiknun, dans, heilsufrćđi og dönsku. Ţá tóku viđ tvö utanferđarár, unz hún var aftur kennari viđ Kvennaskólann 1903-6, á síđustu árum Ţóru Melsteđ sem forstöđukonu.

Hún var ráđin sem forstöđukona skólans 1906 og gegndi ţví starfi til ćviloka. "Forstöđukvennaskiptin urđu slétt og felld, ţrátt fyrir kynslóđaskiptin. Frú Ţóra vildi, ađ frk. Ingibjörg tćki viđ, enda mun hún af flestum hafa veriđ talin nćr sjálfkjörin til starfsins og ekki veriđ ţví mótfallin sjálf" (AE). Lýsti Ţóra Ingibjörgu ţannig í riti um skólann 1874-1906: "Mér er kunnugt um ţrek hennar, ţekkingu og dugnađ, hún hefur kennt bćđi viđ kvennaskólann og víđar og áunniđ sér almanna lof." Setti hún fljótt mark sitt á skólann, m.a. međ ýtarlegri skólaskýrslum og nýbreytni í náminu, en um leiđ var nauđsynlegt ađ afla frekari fjárveitinga frá Alţingi til reksturs skólans, og var skólinn settur í nýju húsnćđi, sem var reyndar í eigu Steingríms Guđmundssonar trésmiđs, viđ Fríkirkjuveg ţann 6. okt. 1909. Var hann nú ekki einungis einn fjölmennasti skólinn, heldur einnig "fjölmennasta heimili í Reykjavík" vegna heimavistarinnar, og krafđist allt ţetta sem og naumur fjárhagur ýtrustu skipulagningar af Ingibjörgu (AE). Ţá var tekin upp kennsla í ţýzku, enskukennsla aukin, hjúkrunarkennsla hafin fyrir allar námsmeyjar og sumt í verklegu kennslunni og trúfrćđi fellt niđur, međfram í sparnađarskyni; skólareglur voru einnig gerđar ýtarlegri.

Áriđ 1925 var lagt fram á Alţingi frumvarp til laga um ađ ríkisstjórnin tćki ađ sér Kvennaskólann. Voru Jón Magnússon forsćtisráđherra og Ingibjörg, sem ţá sat á ţingi, bćđi međmćlt frumvarpinu, en ţađ ţađ mćtti harđri mótspyrnu, einkum Jónasar frá Hriflu, og var ţađ fellt eftir ţriđju umrćđu á jöfnum atkvćđum. Má lesa um ţetta o.fl. í sögu skólans í ritinu Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974. En voriđ 1930 keypti skólinn húsiđ á Fríkirkjuvegi međ stuđningi Alţingis og Reykjavíkurborgar.

Ingibjörg var stöđuglynd og sýndi reglufestu í skólahaldinu, bar umhyggju fyrir námsmeyjunum, var til fyrirmyndar um starfshćtti bćđi skólans og heimavistarinnar og hafđi forgöngu um ađ kennsla var tekin upp í svo ţörfum greinum sem hjúkrun í heimahúsum, međferđ ungbarna og hjálp í viđlögum. Hún fór í margar utanlandsferđir í skólastjóratíđ sinni til ađ kynna sér hiđ markverđasta í skóla- og uppeldismálum. Hún var fyrsti og eini heiđursfélagi Nemendasambands skólans, sem stofnađ var 1937, og sást á ţví, hvern hug og virđingu eldri nemendur báru til hennar.


Ingibjörg var umbóta-, kvenréttinda- og félagsmálakona. Hún tók á yngri árum mikinn ţátt í starfsemi Thorvaldsensfélagsins og sat í stjórn ţess; var hún valin til ađ halda rćđu fyrir minni félagsins á 25 ára afmćli ţess. Ţá starfađi hún mikiđ í Lestrarfélagi kvenna í Reykjavík og Hinu íslenzka kvenfélagi. Hún átti mestan ţátt í stofnun Hins íslenzka heimilisiđnađarfélags 1913, sem formađur nefndar um undirbúning og lagasetningu ţess félags (ađrir í nefndinni voru Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur og Jón Ţórarinsson frćđslumálastjóri).


Íslenzkar konur fengu kosningarétt til Alţingis međ lögum, sem undirrituđ voru af konungi ţann 19. júní 1915, og hefur sá dagur síđan veriđ hátíđardagur kvenna. Ţađ skilyrđi var ţó sett, ađ ţćr skyldu vera orđnar fertugar ađ aldri, en ţví var breytt 1920 í kjölfar Sambandslaganna, og hefur síđan ríkt jafnrétti kynjanna ađ ţessu leyti. Kosningarétti kvenna var fagnađ á miklum fjöldafundi ţann 7. júlí 1915 eftir hátíđargöngu um miđbć Reykjavíkur, en hornaflokkur lék undir íslenzk lög. Fór fundurinn fram á fánum skreyttum Austurvelli, og gekk sendinefnd fimm kvenna inn í ţinghúsiđ og fćrđi sameinuđu ţingi fagurt, skrautritađ ávarp frá íslenzkum konum. Hafđi Ingibjörg orđ fyrir ţeim og gerđi ţađ međ virđuleik og skörungsskap (hinar nefndarkonurnar voru Bríet Bjarnhéđinsdóttir, Elín Stephensen, Kristín Jacobson og Ţórunn Jónassen). Forseti Sameinađs Alţingis ţakkađi međ stuttri rćđu, sem og ráđherra, Einar Arnórsson, og voru konur hylltar af ţingheimi međ ţreföldu húrrahrópi. Á Austurvelli söng kvennakór kvćđi ort í tilefni dagsins, lesiđ var upp skeyti til Kristjáns konungs X og drottningar frá kvennafundinum og ávarpiđ til Alţingis, en síđan fluttu Bríet Bjarnhéđinsdóttir og Ingibjörg H. Bjarnason rćđur. Var samkoman "ein sú fjölmennasta sem sést hafđi hér á landi, ef ekki sú fjölmennasta  og aldrei höfđu áđur sést svo margar og jafn-prúđbúnar konur. Ţá var ţetta í fyrsta sinn sem íslenzki fáninnn var hafđur uppi á fjölmennri útisamkomu sem viđurkenndur sérfáni Íslands," en konungur hafđi undirritađ frumvarp ţess efnis ţann hinn sama 19. júní.


Konur vildu nú minnast ţessarar miklu réttarbótar á einhvern hátt, sem verđa mćtti ţjóđinni allri til heilla. Ţćr ákváđu ađ beita sér fyrir byggingu landspítala. "Međ ţví vćri réttarbót ţessari reistur verđugur minnisvarđi" (SBT). Ţađ var Ingibjörg sem hafđi forgöngu um söfnun fjár til stofnunar sjúkrahússins; var hún formađur landspítalasjóđsnefndar frá stofnun sjóđsins 19. júní 1915 til ćviloka. Vann hún ađ ţví međ oddi og egg ađ koma byggingu spítalans í framkvćmd. Ţá var hún einnig formađur Minningargjafasjóđs landspítala Íslands frá upphafi hans til ćviloka, en fé hans var lagt til framfćrslu fátćkum sjúklingum. Ţakkađi Guđmundur Hannesson prófessor íslenzkum konum heiđurinn af ţví, ađ spítalinn tók til starfa, ţćr söfnuđu međ margra ára erfiđi 300.000 kr., sem reiđ baggamuninn.


Áriđ 1922 var Ingibjörg fyrst kvenna kjörin til setu á Alţingi, fulltrúi hins ópólitíska kvennalista eđa C-listans, sem bođinn var fram á vegum hluta kvennahreyfingarinnar. Var hún landskjörinn alţingismađur 1922-30 og skipađi sér sćti í Íhaldsflokknum, síđar Sjálfstćđisflokknum. Helztu hugsjónamálin voru landspítalamáliđ, bćtt fátćkralöggjöf og eftirlit međ umkomulausum börnum og gamalmennum, en hún beitti sér einnig fyrir öđrum ţjóđţrifamálum, m.a. ţeim sem vörđuđu réttarbćtur kvenna, menntamál og listir. "Hún leit ekki á sig fyrst og fremst sem málsvara kvenna í landinu, heldur ţingmann allrar ţjóđarinnar" (SBT). Hún var 2. varaforseti Efri deildar Alţingis 1925-27. "Hún flutti merkt frumvarp um skipun opinberra nefnda áriđ 1927. Í ţví fólst áskorun til ríkisstjórnarinnar um ađ konur fengju sćti í nefndum sem skipađar vćru á vegum ţingsins og vörđuđu almenning. Hún sagđi ađ konur hefđu beđiđ eftir ţví ađ vera kallađar til samvinnu um fleira en ţađ eitt ađ kjósa í ţau 12 ár sem ţćr hefđu haft kosningarétt, en án árangurs. Ţessi tillaga hennar náđi ekki fram ađ ganga á ţingi" (Heimastjorn.is).

Sagnfrćđingur, sem lítur til baka, lýsir ástandinu ţannig: "Ţegar Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á ţing áriđ 1922 voru flestir ţeirra karla sem stutt höfđu kvenréttindin horfnir á braut, enda voru róttćkustu tillögur hennar felldar, jafnvel umrćđulaust. Ţađ ţurfti ekki ađ rćđa svona kvenréttindaraus. Hér er fullkomiđ jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi veriđ," skrifađi Morgunblađiđ áriđ 1926. Tímar bakslags og andstöđu gengu í garđ, og ţeir tímar stóđu fram yfir 1960" (Kristín Ástgeirsdóttir, í erindi um íslenzka karla og réttindabaráttu kvenna).  

Ingibjörg átti sćti í landsbankanefnd 1928-32 og menntamálaráđi 1928-34, einnig í fjárveitinganefnd efri deildar og lengst af í menntamálanefnd. Sama ár og hún lét af ţingstörfum var önnur sjálfstćđiskona kjörin til ţingsetu, en ţađ var Guđrún Lárusdóttir rithöfundur.

Ingibjörg gegndi ţó áfram störfum sem skólastjóri Kvennaskólans allan ţennan tíma og til ćviloka, en hún lézt ţann 30. október 1941, á 74. aldursári. Hafđi hún veriđ afburđakennari, ströng, en full umhyggju, réttlát í skiptum viđ starfsfólk og nemendur skólans og skildi ađeins eftir bjartar minningar. Viđ skólastjórn Kvennaskólans, eftir fráfall hennar, tók Ragnheiđur Jónsdóttir, sem ţar hafđi kennt áratugum saman og veriđ sem hćgri hönd hennar.


Ingibjörg var kona ađsópsmikil og verđur jafnan talin í fremstu röđ kvenna sem gáfu sig ađ ţjóđmálum, eftir ađ konum var veittur kosningaréttur 1915. Hún var fríđ kona og virđuleg og hélt ţeim einkennum fram á elliár. Hún var ein af ţeim konum, er settu svip á bćinn (SBT). Á efri árum sínum gaf hún stóran sjóđ, 15.000 krónur, til ađ styrkja framhaldsnám námsmeyja skólans erlendis. Og í erfđaskrá sinni afleiddi hún skólann ađ eignum sínum ađ undanskildu ţví, sem hún ánafnađi ćttingjum og vinum. "Náđi ţví umhyggja frk. Ingibjargar H. Bjarnason fyrir Kvennaskólanum í Reykjavík út yfir gröf og dauđa" (SBT).  
Ingibjörg var ógift og barnlaus.


                                                                                                                                      (JVJ)

 

 

 

 

 1923-1931---IHB_

 Ingibjörg H. Bjarnason á alţingi

 

 thingkonur05

Málverk af Ingibjörgu H. Bjarnason var afhjúpađ í efrideildarsal Alţingishússins 9. mars 2005. Ingibjörg var fyrst kvenna kosin ţingmađur áriđ 1922. Ragnhildur Helgadóttir, sem fyrst kvenna var kjörin forseti (ađalforseti) ţingdeildar, afhjúpađi málverkiđ sem er eftir Gunnlaug Blöndal listmálara.

 

 

1924-konurh

                                                       Íhaldsflokkurinn 1924

 

 

 Ítarefni:

 

 Til hamingju međ daginn konur!


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 765231

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband