Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Undur um nótt...

 

Undur og stórmerki áttu sér stað nótt eina í byrjun árs 2012.

Hús eitt við Suðurlandsbraut lifnaði við tóna Boléro eftir Maurice Ravel.

Tómur strigi listarinnar... Striginn lifnaði... Listaverk varð til...

 

Listamaðurinn horfir á tóman strigann og í huga hans verður til listaverk. Listaverk sem enginn sér fyrr en listamaðurinn hefur lokið verki sínu.

Stundum er gott að eiga tóman striga í huga sér. Láta hugann reika og skapa. Skapa eitthvað frumlegt. Leika sér að litum eða tónum. Eða litum og tónum.

Það gerðu starfsmenn Verkís árið 2012 er þeir héldu upp á 80 ára afmæli vinnustaðar síns. Leyfðu sér að leika sér að litum og tónum. Kanski fór það framhjá mörgum febrúarnóttina þegar
Suðurlandsbraut 4, þar sem orkusvið Verkís var til húsa, lifnaði við svo um munaði. Annað eins hafði ekki sést. - Fáir sáu það.

Nokkru síðar flutti Verkís að Ofanleiti 2 beint á móti Borgarleikhúsinu. Alltaf er stutt í menninguna hjá Verkís sem er elsta verkfræðistofa landsins og rekur uppruna sinn til ársins 1932.

Njótið Boléro og ljósadýrðarinnar með því að stækka myndina í fulla skjástærð og hækka hljóðið.

 

 

  




 


Ef til vill sá einhver merki Verkís bregða fyrir í ljósadýrðinni. Eða hluta þess.  Það er ekki ólíklegt. Listaverkið var skapað með því að koma fyrir ljóstvistum eða led í öllum gluggum norðurhliðar hússins og tengja við tölvu og hugvit...

 

  

 

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband