Fimmtudagur, 2. apríl 2015
Skynsamlegt staðarval Landspítala á lóð RÚV nærri Borgarspítalanum, eða enn betra við Vífilsstaði...
Á myndinni hér að ofan má sjá hve nálægt Borgarspítalanum lóð RÚV er, og hve vel hún liggur að umferðaræðum. Þessi staðsetning er miklu mun heppilegri en lóðin við Hringbraut, og mun skynsamlegra að nýr spítali rísi þar. Nýr spítali við Hrngbraut kostar sjálfsagt vel yfir 100 milljarða króna, svo það er full ástæða til að staldra við. Auðvitað á síðan að byggja spítalann lóðrétt, en ekki lárétt eins og spítalinn við Hringbraut hefur verið hannaður. Þannig sparast þúsundir fermetrar af tengigöngum. Hægt er að spara fjölda starfsmanna sem annars þyrfti við þrif á þessum göngum og til að ferja sjúklinga eftir þeim milli bygginga. Þannig bygging yrði einnig væntanlega töluvert ódýrari. Í lóðréttri byggingu koma góðar lyftur í stað fjölda langra tengiganga. Örstutt er þá á milli deilda. Á þetta hefur skynsamt fólk bent, en ekki verið hlustað. Með tilliti til umferðar er staðurinn við Hringbraut eins óheppilegur og hugsast getur. Vonandi staldra menn nú við og íhugi hugmynd forsætisráðherra um að nýta lóð RÚV fyrir nýjan spítala, sem allir eru sammála um að rísa þurfi. Svo má ekki gleyma Vífilsstöðum. Kannski væri það besta lausnin, því þar er nægt landrými fyrir byggingar og bílastæði.
Vonandi verður skynsemin látin ráða svo komið verði í veg fyrir stórslysið sem er í uppsiglingu við Hringbraut. Nú er lag...
|
Nýr Landspítali í Efstaleiti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Fjármál, Heilbrigðismál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.12.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 764773
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Dagur virkar hér sem risaeðla sem er ekki að taka mið af skynsemi heldur gamaldags pólitík því miður. Hann tekur all verulega niður við þessa afstöðu sína og er ef til vill upp0hafið að niðurlægingu hans sem pólitíkusar. Það er allavega mín skoðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2015 kl. 21:55
Sæll. Ágúst fann þetta á FB eftir
Egill Jóhannsson
Það er hægt að koma öllum byggingum sem hannaðar hafa verið á LSH við Hringbraut fyrir í Fossvogi og nýta Efstaleiti skv. hugmynd Sigmundar ef eitthvað vantar uppá (hæpið þó að það þurfi).
Það myndi þýða að staðsetningin væri á mjög góðum stað þar sem langflestir íbúa höfuðborgarsvæðisins og starfsmanna LSH myndu þá búa mun nær en sínum vinnustað eða til að sækja þangað þjónustu þar sem 70% þeirra búa austan við póstnúmer 104 með Mosfellsbæ auk Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
Með þessari leið væri hægt að koma til móts við sjónarmið forstjóra LSH sem skiljanlega vill fá nýja byggingu sem fyrst. Hér er stutt myndband sem sýnir vel hvernig hægt væri að gera þetta.
Ég hef lesið yfir skýrslur um nýjan LSH sem skrifaðar hafa verið frá upphafi eða 2002. Hrollvekjandi staðreynd kom þá í ljós. Staðarvalið var ákveðið í skýrslu árið 2002 og hefur aldrei verið endurskoðað.
Og forsendur fyrir staðarvalinu eru galnar og í megindráttum tvær, nálægð við HÍ og styrking miðborgar. Ekkert var skoðuð búseta í borginni og búseta starfsmanna eða samgöngustefna sem miðar að því að draga úr bílaumferð. Það hljóta þó að vera gríðarlega mikilvægar forsendur fyrir svona verkefni þar sem um stóran vinnustað er að ræða og gríðarlega mikilvæga þjónustustofnun.
Einnig er líklegt að mun ódýrara verði að byggja í Fossvogi heldur en að troða byggingum niður í þröngu og erfiðu umhverfi Þingholtanna.
Hér eru allar skýrslurnar og ég mæli með þeirri neðstu sem er frá 2002 og lesa bls. 15. http://www.nyrlandspitali.is/…/fjolmidlat…/skyrslur_og_gogn/
https://www.youtube.com/watch?v=_ifS67WYYgQ
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 2.4.2015 kl. 23:27
Takk fyrir Sigurjón.
Þetta er áhugavert.
Ágúst H Bjarnason, 2.4.2015 kl. 23:32
Myndbandið.
https://www.youtube.com/watch?v=_ifS67WYYgQ
Rauða Ljónið, 2.4.2015 kl. 23:32
Það sem er á ferðinni og ræður afstöðu ráðamanna LSH, er í hagfræðinni formlega kallað „Escalation of comittment“. Það er þó algengara að kalla það „Sunk cost fallacy“ eða hreinlega „The Concorde fallacy“. Rökvillan sú byggir á því að halda áfram með verkefni sem þegar er vitað að verði óhagkvæmt eða mislukkað oghorfa aðeins í hversu miklu er búið að eyða í það nú þegar.
Concorde verkefnið er oftast notað sem dæmi enda risavaxin framkvæmd sem talsvert löngu áður en hún varð að veruleika var dæmd óhagkvæm. Samt var haldið áfram að moka milljörðum punda og franka í verkefnið sem aldrei varð almennilegt.
Það er hægt að leiða mörgum líkum á að staðarvalið á nýjum landspitalabyggingum var rangt frá upphafi og er enn vitlausara í dag. Það var líka staðið að þessu staðarvali á ákaflega einkennilegan hátt þar sem pantaðar voru endurteknar álitsgerðir og markstangirnar fluttar þar til ákveðnir aðilar voru sáttir við útkomuna. Þessir aðilar voru m.a. prófessorar og aðrir með svipaðar grillur um nauðsyn nálægðar við háskolasvæðið. EInnig réðu einhverjar hugmyndir um styrkingu miðborgarinnar ef ég man rétt.
Fjarlægðin milli "campusa" í háskólum er í dag ekki mæld í skrefum prófessora og stúdenta heldur helst í bandbreidd tölvutenginga. Það er engin ástæða til að hafa háskólaspítalann nálægt skrifstofum háskólans ef hann er byggður á nægilegu landrými þannig að rými sé fyrir kennsluaðstöðu á svæðinu.
Í Vatnsmýrinni er ekki heppilegt að byggja nema nokkurra hæða byggingar. Það skerðir ekki bara það byggingamagn sem hægt er að koma fyrir heldur lengir verulega allar boðleiðir innan spítalans. Maður heyrir einkennilegar fullyrðingar um að hærri byggingar skapi meiri sýkingarhættu. Algerlega óstaðfestar þjóðsögur að því er virðist.
Önnur alvarleg hugsanavilla sem þarf að hafa í huga við staðarval er að rými í Vatnsmýrinni nægir varla fyrir spítalastærð sem þurfti fyrir tuttugu árum. Eftir fimmtíu ár þarf að vera búið að stækka spítalann verulega. Það verður ekki hægt í Vatnsmýrinni.
Ég er allavega sannfærður um að ef farið er af stað með byggingar í Vatnsmýrinni, þá verði það enn eitt gott kennslubókardæmi um "sunk-cost-fallacy" og verður kannski kallað "Vatnsmýrarvillan"
Forstjóri LSH setur fram þá skoðun í einhverjum fjölmiðlinum að vegna öryggissjónarmíða þá verði að fara í gang með byggingu nýs spítala inna fimm-sex ára og það sé ein helsta ástæða þess að það verði að halda sig við gerðar áætlanir.
Það ástand er búið að vara hátt í áratug. Það mun í lengdina kosta miklu meira að lagfæra vitleysuna en sá kostnaður sem þegar er búið að sökkva í Vatnsmýrina.
Björn Geir Leifsson, 3.4.2015 kl. 00:11
Gleymdi ég kannski að setja inn hlekkinn á ágæta umfjöllun Wikipedia um "Vatnsmýrarvilluna"?: https://en.wikipedia.org/wiki/Escalation_of_commitment
Björn Geir Leifsson, 3.4.2015 kl. 00:13
Sjá einnig:
http://blog.pressan.is/arkitektur/2013/02/24/husnaedisvandi-landspitalans-onnur-nalgun/
http://blog.pressan.is/arkitektur/2014/08/25/landspitalinn-aftur-a-dagskra/
http://blog.pressan.is/arkitektur/2015/03/27/thjodarsjukrahusid-stadarval/
Og bara til gamans um flugvallarpælingar.
http://blog.pressan.is/arkitektur/2015/03/17/keflavikurflugvollur-2040/
Sverrir (IP-tala skráð) 3.4.2015 kl. 00:50
Forsendur fyrir staðarvalinu við Hringbraut hafa verið tvær:
1) Nálægð við HÍ. Eins og Björn Geir læknir bendir á, þá er óþarfi að troða niður Landsspítala við hlið skrifstofa Háskólans. Lítið mál sé að gera ráð fyrir kennsluaðstöðu í tengslum við spítalann þar sem hann verður. Í dag tengja ljósleiðarar saman stofnanir þannig að bandbreidd gagnaflutninga er nánast ótakmörkuð. Nálægð við kennsluaðstöðuna yrði mun meiri með því að hafa hana í tengslum við spítalann þar sem hann verður.
2) Styrking miðborgarinnar. Í dag sjá flestallir að staðsetning spítalans við Hringbraut styrkir ekki miðborgina. Þvert á móti þá veikir sú staðsetning miðborg Reykjavíkur verulega.
Ágúst H Bjarnason, 3.4.2015 kl. 07:50
Kvedja frá Bohemia! Mjög mikilvaegar upplýsingar - http://en-albafos.blog.cz
albafos (IP-tala skráð) 3.4.2015 kl. 07:59
Sæll Ágúst
Auðvitað hefur þú rétt fyrir þér í öllum rökum þínum, líkt og segja má reyndar um ágætar athugasemdir við færsluna.
Það stingur í augun, að engir aðstandendur eða stuðningsmenn fyrirhugaðrar byggingaframkvæmda við Hringbraut láti í sér heyra (rakalausan þvættinginn) hér á þessum opna vettvangi.
P.S.
Þakka þér góðar og eftirminnilegar stundir í M.T.
Jónatan Karlsson, 3.4.2015 kl. 11:19
Lóðréttur spítali er mun skilvirkari en láréttur, það hljóta jafnvel blindir að sjá. Mér sýnist margir Borgarspítalar komast fyrir á lóð hans. ÍSlendingar þurfa hinsvegar að læra að byggingarlandi sóar maður ekki undir bílastæði nema úti í sveit. Allr bílageyslur eiga að vera neðamjarðar og þar á að kosta að leggja bíl. Sjái menn hvernig sóunin er í kring um Háskólana báða. Svo er verið að halda því fram að þarna sé landið svo dýrmætt.
Því miður virðist einhver vera búinn að ákveða að fara vitlausustu leiðina og þar við situr. Þetta er andlitslaus guðleg vera sem ekki er til viðtals.
Halldór Jónsson, 5.4.2015 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.