Þýðing á orðunum Accuracy & Precision...

 

"Þetta er mjög nákvæm mæling framkvæmd með nákvæmum mælitækjum".    Eitthvað í þessa veru má stundum lesa.

Hvað þýðir að mæling sé nákvæm. Hvað þýðir það að mælitæki sé nákvæmt?

Þó svo að undirritaður eigi starfs síns vegna að vita svarið á hann erfitt með að svara vegna þess að í íslensku vantar hugtök sem ná yfir "accuracy" og "precision", en hvort tveggja er oft þýtt með sama orðinu "nákvæmni".  Merking þessara útlendu orða er þó ólík.

Orðið "resolution" er einnig stundum þýtt sem nákvæmni þó svo að merkingin sé alls óskyld "accuracy" og "precision". 

Orðið "nákvæmni" er því eiginlega vandræðaorð sem ruglar mann stundum í ríminu og gerir umfjöllun um t.d. mælingar ónákvæmar (Úff, þarna kom orðið óvart fyrir :-).

Tökum dæmi. Fyrir fáeinum árum fór ég í gamalgróna verslun og keypti forláta stafrænan hitamæli. Sölumaðurinn sagði að þetta væri mjög "nákvæmur" mælir sem sýndi 1/10 hluta úr gráðu. Eftir á að hyggja þá veit ég ekki hvað hann átti við með að mælirinn væri "nákvæmur". Við stöðugt hitastig flöktir hann um næstum gráðu. Hann er sæmilega réttur við stofuhita, en sýnir um 2 gráðum of lágt við frostmark og er ennþá vitlausari þegar hitinn er lægri.

 

Skoðum þessi hugtök "accuracy",  "precision"og "resolution" nánar og reynum að finna skynsamleg orð á íslensku fyrir þau.

 

Það getur verið góð byrjun að skoða tvær myndir af skotskífum. Hugsum okkur að góð skytta sé að skjóta í mark með tveim byssum.

Þegar hann notar fyrri byssuna (vinstra megin) dreifast kúlurnar meira og minna um miðju skotskífunnar, en lenda þó alls ekki langt frá miðju.  Sigtið virðist vera nokkurn vegin rétt stillt, en gæti hugsanlega verið laust.  Við getum sagt að "Accuracy" sé gott en  "precision" lélegt.    Hittnin er góð þrátt fyrir allt.

Þegar byssumaðurinn notar byssu númer tvö (hægra megin) kemur í ljós að kúlurnar lenda meira og minna á sama stað, en ekki í miðju skotskífunnar. Líklega er þetta ágætlega vel smíðuð byssa, en sigtið er skakkt og þarfnast kvörðunar. Eftir stillingu má reikna með að flestallar kúlurnar lendi í miðju skífunnar. Við getum sagt að "Precision" sé  gott en  "accuracy" lélegt.    Byssan er þó samkvæm sjálfri sér.

 

 

 

 

"Precision" er gott en  "accuracy" lélegt.

Samkvæmd er góð.

 


 

 

"Accuracy" er gott en  "precision" lélegt.

Hittni eða nákvæmd er góð.

 


 

Yfirleitt er um að ræða eitthvað sambland af þessu tvennu.

Ef til dæmis hitamælir hagar sér eins og myndirnar á skotskífunni sýna, þá gæti meðaltal margra mælinga gefið nokkuð góða niðurstöðu í tilvikinu vinstra megin, en bætti nánast ekkert í tilvikinu hægra megin. Góður hitamælir þarf því að hafa bæði góða nákvæmd (eða hittni) og góða samkvæmd.

Mælingu með góða hittni eða nákvæmd (accuracy) getum við bætt með því að fjölga mælingum og taka meðaltal, en við getum ekki bætt mælingu með lélega samkvæmd (precision) á þann hátt. Það vill gleymast ef menn hafa ekki muninn á þessum hugtökum á hreinu.

 

520px-accuracy_and_precision_svg.png

 

 

 Við mælingu táknar "accuracy" nálægð við rétt gildi (reference value), en "precision" endurtekningahæfileika (repeatability eða reproducibility) mælitækisins.

 

 

 

Í Íðorðapistlum Læknablaðsins er fjallað um þessi orð hér. Það segir í lokin:


"...Erfitt getur verið að ná fótfestu þegar almenn orð hafa verið tekin til sértækra nota. Það er vissulega nákvæmni, eða góð hittni, þegar mæling "hittir" á rétt gildi, en það er einnig nákvæmni þegar niðurstöður fleiri mælinga á sama fyrirbæri eru hver annarri líkar. Þess vegna er erfitt að ákveða hvoru hinna erlendu heita hæfi betur að nefnast nákvæmni á íslensku. Hliðarspor geta þá stundum bjargað. Eftir að hafa legið yfir Íslensku orðabókinni, Orðsifjabókinni og Samheitaorðabókinni fékk undirritaður þá hugmynd að stíga eitt slíkt hliðarspor til lítið notaðra, gamalla orðmynda og taka þá ekki afstöðu til "nákvæmni". Án þess að rekja þá sögu frekar er nú lagt til að accuracy, í merkingunni nálægð tiltekinna gilda við hin réttu, verði nákvæmd og að precision, í merkingunni samræmi tiltekinna gilda eða athugana, verði samkvæmd".

 

Þó svo að hér sé notuð byssa  og skotskífa sem dæmi, þá eiga orðin alveg eins við um mælitæki. Stafræni hitamælirinn sem bloggarinn keypti um árið hefur vissulega góða upplausn (resolution) en hvorki góða hittni eða nákvæmd (accuracy) né góða samkvæmd (precision). Samt sagði sölumaðurinn að hann væri "nákvæmur" :-) 

Engin mælitæki eru fullkomin og mælingar því síður. Hvers vegna eru skekkjumörk mælinga sjaldan gefin upp? 

Eftir að við skiljum muninn á þessum hugtökum accuracy og precision, þá er að finna góð lýsandi íslensk orð.

Nú má prófa:

Accuracy: Hittni, nákvæmd ?

Precision: Samkvæmd ?

Resolution: Upplausn ?

 

Þetta gengur kannski, en hvað um þetta:

 

Accurate instrument: Hittið mælitæki ?

Accurate measurement: Hittin mæling ?

Precision instrument:  Samkvæmt mælitæki ?

Precision measurement: Samkvæm mæling ?

 

Hvort er betra; hittni eða nákvæmd fyrir accuracy?

 

Bloggarinn er ekki alveg sáttur, en kannski venst þetta. Það er þó alveg nauðsynlegt í hans huga að finna og kynna góð íslensk orð fyrir þessi hugtök.

Ef við þekkjum muninn á "accuracy", "precision" og "resolution" þá getum við sagt og skrifað til dæmis: "Hitamælirinn er þokkalega nákvæmur, með góða hittni og sæmilega samkvæmd. Upplausnin er góð þó svo hún nýtist illa".

 

Þekkir einhver betri orð sem þýðingu á þessum orðum; accuracy, precision og resolution?

 

 

Ítarefni:

Wikipedia: Accuracy & Precision

 

 Uppfært 16. nóv:

Tillögur sem borist hafa um orð fyrir hugtökin accuracy, precision og resolution í mælitækni, tölfræði og öðrum skyldum sviðum:

(Vona að ég hafi náð þessu rétt)

Accuracy: Hittni, nákvæmd, nákvæmni, markvissni, raunvissni, markleitni, hnitleitni, raunleitni... 

Precision: Samkvæmd, samkvæmni, hnitmiðni, samræmi, hnitmiðni, staðvisni, staðleitni, einsleitni...

Resolution: Upplausn

 

Accurate instrument: Hittið tæki, nákvæmt, markvisst, hnitvisst, raunvisst, markleitið, hnitleitið, raunleitið...

Accurate measurement: Hittin mæling, nákvæm, markviss, hnitviss, raunviss, markleitin, hnitleitin, raunleitin...

Precision instrument:  Samkvæmt tæki , hnitmiðað, staðvisst, staðleitið, einsleitið...

Precision measurement: Samkvæm mæling, hniðmiðuð, staðviss, einsviss, staðleitinn, einsleitin...

 

Resolution: Upplausn

 

Í augnablikinu hugnast mér vel orðin markleitið og einsleitið. Þau eru mjög lýsandi.

 

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember. 
www.jonashallgrimsson.is


Bloggfærslur 15. nóvember 2009

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 118
  • Frá upphafi: 766729

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband