Innbrotið í tölvukerfi Climatic Research Unit í Englandi, og hugsanlegar afleiðingar þess...

 

 
0-nmjnpxft-hacker-d70focus-1.png


Sá fáheyrði atburður gerðist í síðustu viku að brotist var inn í tölvukerfi hinar heimsþekktu loftslagsrannsóknastöðvar Climatic Research Unit (CRU) og gríðarlegu magni af tölvupóstum og fleiri skjölum stolið.

Hugsanlega hefur einhver innanhúss staðið að þessum verknaði, eða þá einhver tölvuhakkari á internetinu, jafnvel í Rússlandi, því þar voru öll gögnin öllum aðgengileg í einhvern tíma.

 

Þetta eru um 150 Mb af gögnum með þúsundum skjala sem virðast vera aðgengileg öllum sem hafa geð í sér að skoða þau, en miðað við netheima undanfarna tvo daga virðast þeir vera allmargir. Gögnin virðast, eftir því sem fram hefur komið, vera ósvikin, en þó er aldrei að vita nema einhverju hafi verið breytt.

Ekki er hægt undir nokkrum kringumstæðum að mæla innbrotum í tölvukerfi annarra bót. Innbrot er alltaf innbrot og stuldur á tölvugögnum er þjófnaður eins og annar þjófnaður. Maður verður alltaf fyrir smá áfalli þegar fréttist af svona málum og fer að velta því fyrir sér hve tölvukerfi geta verið ótryggur geymslustaður. Maður verðu einnig hugsi yfir tilganginum. Getur hugsanlega verið að einhver innanhúss hafi hugsað svipað og "Litli Landsímamaðurinn" á sínum tíma og telji innbrotið því afsakanlegt. Hver sem tilgangurinn er, þá er erfitt að verja hann siðferðislega.

Meðal gagnanna var aragrúi tölvupósta milli vísindamanna undanfarinn áratug eða svo. Nokkur þessara bréfa hafa farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga og verið fjallað um þau m.a. í greinum á vefsíðum og í greinum erlendra blaða. Þar komst undirritaður ekki hjá því að lesa innihald nokkurra þeirra og varð þá aftur brugðið. Eiginlega orðlaus. Maður á ekki að lesa annarra manna póst, en þegar úrdráttur er birtur á svona áberandi hátt og svona víða kemst maður ekki hjá því að lesa eitthvað af því sem þar stendur, þó ógeðfellt sé.

Það virðist nefnilega vera að heimur þessara vísindamanna sér ekki alveg flekklaus. Í þessu smá áfalli sem bloggarinn upplifði kom honum jafnvel augnablik fyrir sjónir sá heimur sem birtist í skáldsögu Michaels Chricton, State of Fear. Auðvitað alls ekki sambærilegt, og þó...

 

Í þessum pistli verður ekkert birt úr þessum bréfum, enda mjög óviðeigandi. Vilji menn lesa ítarlegri umfjöllun þá verða menn því að snúa sér annað, t.d. á þessar vefsíður:

 

DV:  Rannsóknir á hitafarsbreytingum falsaðar.

Vísir: Loftslagsfræðingar sagðir ýkja stórlega.

Loftslag.is


The Telegraph
   Climategate: the final nail in the coffin of 'Anthropogenic Global Warming'?

BBC
The Guardian
Foxnews
Boston Herald
CBS
Reuters
UPI

AP/ABC
Wall Street Journal

Climate Audit (mirror)

Real Climate
The Reference Frame
Antony Watts

Bishop Hill
...
...

 

Umfjöllun er miklu víðar, enda hlýtur þetta mál að hafa eftirmála. Ekki bara vegna innbrotsins, heldur einnig vegna þess sem komið hefur í ljós úr innihaldi þeirra, samkvæmt því sem lesa má á ofangreindum vefsíðum. Ef mark er takandi á því sem birt hefur verið, þá hafa vinnubrögðin hjá umræddri stofnun ekki alltaf verið til sóma. Því miður mun ein afleiðingin geta orðið sú að menn fari að vantreysta vísindarannsóknum almennt. Af því hefur undirritaður einna mestar áhyggjur.

Eiginlega er maður orðlaus yfir þessum ósköpum öllum...  Sjálfsagt verðum við að bíða í nokkra daga þar til rykið sem þessi atburður hefur þyrlað upp hverfur að mestu og menn ná áttum. Þangað til er varlegast að draga ekki of miklar ályktanir. 

 


Bloggfærslur 22. nóvember 2009

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 118
  • Frá upphafi: 766729

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband