Myndvinnsluforrit fyrir jólamyndirnar...

 

 

 

Fyrir réttu ári var fjallað um einfalt myndvinnsluforrit á þessum síðum í pistlinum  Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google.

Þrátt fyrir önnur miklu öflugri myndvinnsluforrit er Picasa það sem bloggarinn notar mest, enda er það einstaklega þægilegt í notkun.  Það er þó tæplega hægt að kalla það myndvinnsluforrit, því frekar er um að ræða forrit til að flokka myndir og raða í albúm, hvort sem er í tölvunni eða á vefnum. Það er þó hægt að framkvæma á einfaldan hátt allar helstu aðgerðir til að klippa til myndir, laga lit og birtu, ásamt því að prenta út myndir. Allar þessa aðgerðir eru einstaklega auðveldar, og svo sakar ekki að Picasa er ókeypis. 

Á vef Kennaraháskólans má finna leiðbeiningar. Kári Harðarson fjallar um hvernig nýjasta Picasa getur þekkt andlit hér.

Þó Picasa sé frábært forrit til að flokka myndir og lagfæra hefur það þó sínar takmarkanir. Picasa er alls ekki sambærilegt við Photoshop, en það er líka dálítill munur á verðinu, því sjálfsagt kostar Photoshop um hundarð þúsund krónur. Photoshop er reyndar óþarflega fullkomið og flókið fyrir flesta aðra en atvinnumenn.

Sem betur fer eru til alvöru myndvinnsluforrit sem kosta mun minna en Photosop og eru jafnfram auðveldari í notkun. Hér verður minnst á fáein þeirra. Menn mega gjarnan benda á önnur í athugasemdunum, eða segja sína skoðun.

 

gimp_logo.pngÓkeypis myndvinnsluforrit sem lofar góðu, en fáir vita um, er Gimp. Forritið er í stöðugri þróun og er hægt að nálgast síðustu útgáfu á vefsíðunni www.gimp.org  Gimp á fjölmarga aðdáendur og hefur verið boðið upp á námskeið um það á Íslandi.  Þó ég hafi hlaðið niður þessu forriti, þá hef ég mjög takmarkaða reynslu af því og væri áhugavert að heyra af reynslu manna.

 

 

 

corel_paint_shop_pro_photo_11_1.jpgCorel selur ágætt myndvinnsluforrit sem heitir Paint Shop Pro X2. Sjá vefsíðu hér.   Þetta er mjög öflugt forrit og getur flest af því sem maður hefur þörf fyrir og gerir það vel. Þetta forrit keypti ég fyrir mörgum árum, en nýjasta útgáfan er miklu betri. Forritið kostar aðeins $59 hjá Corel, en þar er einnig hægt að fá forritið lánað til reynslu. Sjálfsagt er að notfæra sér það.  Veit ekki hvort forritið er selt í verslunum hér á landi. (Myndin efst á síðunni er af þessu forriti).  Mjög gott.

 

 

 

photoshop-elements-7-300.jpgAdobe selur Photoshop Elements 8 sem er litli bróðir hins stóra og fullkomna Photoshop CS4. Sjá vefsíðu Adobe hér. Með Photoshop Elements er hægt að gera flest allt sem venjulegur áhugamaður gerir með Photoshop, en á auðveldari hátt.  Þeir sem hafa notað Photoshop vita hve erfitt er að ná tökum á því án tilsagnar. Photoshop elements getur hver sem er notað frá fyrsta degi, þar sem helstu aðgerðir til að lagfæra myndir er hægt að nálgast á einfaldan hátt. Smám saman lærir maður á flóknari aðgerðir, og auðvitað er helsti kosturinn að þá lærir maður um leið á gamla stóra Photoshop, þvi skyldleikinn leynir sér ekki. Forritið er hægt að fá lánað til reynslu hér, en það fæst m.a hjá Nýherja. Nokkur myndbönd hér.  Mjög gott.

 

Hvort er betra  Paint Shop Pro X2 eða Photoshop Elements 8? Sjálfsagt má deila um það endalaust. Paint Shop Pro X2 er heldur ódýrara og getur sumt betur en Photoshop Elements 8, en líklega eru þetta mjög sambærileg forrit. Sjálfur hef ég notað  Photoshop Elements 8 undanfarið og líkar vel.

 

 

Margir eru miklu fróðari um þessi mál en bloggarinn, en hann notar Picasa lang mest til að hafa yfirlit yfir myndirnar, lagfæra smávegis og raða þeim í allbúm. Síðan er gott að grípa til öflugra forrits fyrir þessar fáeinu myndir sem óvart eru verulega góðar, en þær eru varla fleiri en ein af hverjum hundrað. Þá reynist Photosho Elements 8 vel.

 

Fróðlegt væri að fá ábendingar og reynslusögur...

 


Bloggfærslur 26. desember 2009

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 766654

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband