Er mikil eða lítil fylgni milli koltvísýrings og lofthita jarðar? Hvers vegna var magn CO2 gríðarlegt áður fyrr?

 

Svarti ferillinn sýnir styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu síðastliðin 600 milljón ár. Eftirtektarvert er hve mikill hann hefur verið meirihluta tímans, þ.e. miklu meiri en í dag. Í dag er magnið um 380 ppm (um 4 mólekúl af hverjum 10.000), en fyrir um 550 milljón árum hefur styrkurinn verið um 20 sinnum meiri en fyrir upphaf iðnbyltingarinnar, en þá var styrkurinn um 280 ppm. Það má greina á ferlimum lengst til hægri.

Blái ferillinn sýnir hitastig lofthjúps jarðar.

 

Hvernig ætli standi á því að hitastigið er ekki í takt við magn koltvísýrings?

Hvers vegna rauk hitastig lofthjúpsins ekki upp úr öllu valdi?

Hvers vegna hefur styrkur  koltvísýrings (CO2) verið svona gríðarmikill?

Hvaða áhrif hafði þetta á lífríki jarðar?

 

 

Sjá þessa ritrýndu grein eftir Robert A Berner prófessor við Yale háskóla.

Geocarb III: A Revised Model of Atmospheric CO2 over Phanerozoic Time

http://earth.geology.yale.edu/~ajs/2001/Feb/qn020100182.pdf

http://www.ajsonline.org/cgi/content/abstract/301/2/182

Robert A. Berner and Zavareth Kothavala

Department of Geology and Geophysics, Yale University, New Haven, Connecticut 06520-8109

 AJS

 

 

Myndin hér fyrir neðan er úr greininni.

RCO2 á lóðrétta ásnum er hlutfallslegt magn CO2 miðað við það sem er nú. "RCO2=The ratio of mass of CO2 at time t to that at present (t=0)".  Semsagt, magn CO2 hefur í jarðsögunni náð yfir 20 sinnum meira en að undanförnu, og yfirleitt verið verulega meiri, a.m.k. miðað við síðastliðin 600 milljón ár.

 geocarbiii_co2_sensitivity.png

 

Hitaferillinn á efstu myndinni er samkvæmt Christopher R Scotese

---

 

Í fyrirsögn pistilsins spurði sá sem ekki veit:

Er mikil eða lítil fylgni milli koltvísýrings og lofthita jarðar? Hvers vegna var magn CO2 gríðarlegt áður fyrr?

 

 


Bloggfærslur 26. maí 2009

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband