Er mikil eða lítil fylgni milli koltvísýrings og lofthita jarðar? Hvers vegna var magn CO2 gríðarlegt áður fyrr?

 

Svarti ferillinn sýnir styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu síðastliðin 600 milljón ár. Eftirtektarvert er hve mikill hann hefur verið meirihluta tímans, þ.e. miklu meiri en í dag. Í dag er magnið um 380 ppm (um 4 mólekúl af hverjum 10.000), en fyrir um 550 milljón árum hefur styrkurinn verið um 20 sinnum meiri en fyrir upphaf iðnbyltingarinnar, en þá var styrkurinn um 280 ppm. Það má greina á ferlimum lengst til hægri.

Blái ferillinn sýnir hitastig lofthjúps jarðar.

 

Hvernig ætli standi á því að hitastigið er ekki í takt við magn koltvísýrings?

Hvers vegna rauk hitastig lofthjúpsins ekki upp úr öllu valdi?

Hvers vegna hefur styrkur  koltvísýrings (CO2) verið svona gríðarmikill?

Hvaða áhrif hafði þetta á lífríki jarðar?

 

 

Sjá þessa ritrýndu grein eftir Robert A Berner prófessor við Yale háskóla.

Geocarb III: A Revised Model of Atmospheric CO2 over Phanerozoic Time

http://earth.geology.yale.edu/~ajs/2001/Feb/qn020100182.pdf

http://www.ajsonline.org/cgi/content/abstract/301/2/182

Robert A. Berner and Zavareth Kothavala

Department of Geology and Geophysics, Yale University, New Haven, Connecticut 06520-8109

 AJS

 

 

Myndin hér fyrir neðan er úr greininni.

RCO2 á lóðrétta ásnum er hlutfallslegt magn CO2 miðað við það sem er nú. "RCO2=The ratio of mass of CO2 at time t to that at present (t=0)".  Semsagt, magn CO2 hefur í jarðsögunni náð yfir 20 sinnum meira en að undanförnu, og yfirleitt verið verulega meiri, a.m.k. miðað við síðastliðin 600 milljón ár.

 geocarbiii_co2_sensitivity.png

 

Hitaferillinn á efstu myndinni er samkvæmt Christopher R Scotese

---

 

Í fyrirsögn pistilsins spurði sá sem ekki veit:

Er mikil eða lítil fylgni milli koltvísýrings og lofthita jarðar? Hvers vegna var magn CO2 gríðarlegt áður fyrr?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Stutta svarið við eftirfarandi spurningunum er (lengra svar kemur í kvöld ef ég hef tíma):

Er mikil eða lítil fylgni milli koltvísýrings og lofthita jarðar?

Svar: Fylgnin var ekki mikil á þessum tíma  - ástæða: aðrar aðstæður (lega landmassa og annað sem hafði áhrif á lofthita). En síðastliðin 650 þúsund ár hefur fylgnin verið mikil (þessi plott sem þú birtir sýna það ekki).

Hvers vegna var magn CO2 gríðarlegt áður fyrr?

Ástæðan hlýtur að hafa verið meiri eldvirkni og minni ljóstillífun.

Ef menn hafa áhuga á að vita af hverju magn CO2 er að hækka gríðarlega núna og hvers vegna það er að hlýna, þá bendi ég á nýlega færslu eftir mig: http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/882641/, afsakaðu plöggið Ágúst

Loftslag.is, 26.5.2009 kl. 09:59

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Smá leikur að tölum:

Ef hver tvöföldun í magni CO2 veldur sömu hækkun hitastigs, og ef við segjum að hver tvöföldun valdi 1,2°C hækkun (þ.e. án "feedback", skv. IPCC) þá má skrifa:

Hækkun CO2:

275 ppm -> 550 ppm:      1,2°C      (Staðan um næstu aldamót?)
550 ppm -> 1100 ppm:    1,2°C
1100 ppm -> 2200 ppm:  1,2°C
2200 ppm -> 4400 ppm:  1,2°C
4400 ppm -> 8800 ppm:  1,2°C      (Meira CO2 en fyrir 550 milljónum ára).

Samtals hækkun hitastigs 5 x 1,2 = 6°C.

(Hvað skyldu kolefnisbirgðir jarðar nægja fyrir mikla hækkun CO2?).


Hvers vegna tvöföldun? Sjá IPCC hér: http://www.ipcc-data.org/ddc_reporting.html

"Equilibrium GCM 2 x CO2 experiments commonly assume a radiative forcing equivalent to a doubling of CO2 concentration (for example from 300 ppmv to 600 ppmv). In fact the absolute concentrations are not especially important, as the temperature response to increasing CO2 concentration is logarithmic - a doubling from 500 to 1000 ppmv would have approximately the same climatic effect".



Hvers vegna 1,2°C?  Sjá IPCC TAR:

"If the amount of carbon dioxide were doubled instantaneously, with everything else remaining the same, the outgoing infrared radiation would be reduced by about 4 Wm-2. In other words, the   corresponding to a doubling of the CO2 concentration would be 4 Wm-2. To counteract this imbalance, the temperature of the surface-troposphere system would have to increase by 1.2°C (with an accuracy of ±10%), in the absence of other changes...".


Það er aldeilis heppilegt að sambandið milli hitafars og magns CO2 sé logarithmiskt, en hvorki línulegt né exponential :-)



Ágúst H Bjarnason, 26.5.2009 kl. 12:15

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tekið beint úr greininni sem þú vitnar í eftir Robert A Berner, hluti af conclusion hlutanum:

"Thus, exact values of CO2, as shown by the standard curve, should not be taken literally and are always susceptible to modification. Nevertheless, the overall trend remains. This means that over the long term there is indeed a correlation between CO2 and paleotemperature, as manifested by the atmospheric greenhouse effect."

Spennandi að sjá að vísindamenn geti að vissu marki reiknað óbeint út hitastig og innihald CO2 í andrúmsloftinu fyrir um 500-600 milljón árum. Þetta sýnir kannski best getu vísindamanna í dag. Varðandi núverandi hlýnun þá er til mikil vitneskja um það sem á sér stað í dag. Vísindamenn geta nú notað beinar og óbeinar mælingar til að leiða líkur að því hvernig magn gróðurhúsalofttegunda og hitastig hangir saman í dag.

Það má því kannski líkja þessum rannsóknum sem þú vitnar til við einskonar fornleifafræði loftslagsvísindanna.

Með sumarkveðju,

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.5.2009 kl. 12:19

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Stundum er sagt að loftslagsmál séu trúarbrögð

Við skulum því hlýða á hvað Erkibiskupinn í Sydney Ástralíu hefur um málið að segja.  Gefum  George Pell kardinála orðið:

Sjá grein hans frá 24. maí á vefsíðunni Our People: http://www.sydney.catholic.org.au/people/archbishop/stc/2009/2009524_1018.shtml

Ágúst H Bjarnason, 26.5.2009 kl. 12:36

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þessi staðhæfing stenst nú varla nánari skoðun, beint úr skrifum George Pell kardinála:

"In Roman times and in the Medieval Warming (900 - 1300 A.D.) temperatures were higher than today by five and six degrees Celsius."

Sjá t.d.:

http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/874227/

og einnig er þetta vídeó ágætt

http://www.youtube.com/watch?v=vrKfz8NjEzU&feature=channel_page

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.5.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er nú einum (eða 10 sinnum) of mikið hjá prestinum varðandi hlýindin á miðöldum.

Kannski er þetta nær lagi ?:

 

 Sjá http://www.co2science.org/data/mwp/mwpp.php

 http://www.uigi.com/Temperature_swings_11000_yrs.jpg

Ágúst H Bjarnason, 26.5.2009 kl. 13:19

7 Smámynd: Loftslag.is

Það skal bent á að biskupinn vísar í bókina Heaven and Earth sem fær ekki góða dóma meðal vísindamanna, hér er einn sem gagnrýnir bókina harkalega: http://bravenewclimate.com/2009/04/23/ian-plimer-heaven-and-earth/

Loftslag.is, 26.5.2009 kl. 13:26

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta minnir aðeins á það þegar æðstipresturinn Gore ruglaði saman tommum og fetum í kvikmynd sinni og ræddi um 20 feta hækkun sjávarborðs á næstu áratugum .    IPCC segir í skýrslu sinni AR4 að vænta megi milli 7 og 23 tommu hækkun fyrir árið 2100, sem er allt annað mál.  

Ágúst H Bjarnason, 26.5.2009 kl. 13:49

9 identicon

"Svar: Fylgnin var ekki mikil á þessum tíma  - ástæða: aðrar aðstæður (lega landmassa og annað sem hafði áhrif á lofthita). En síðastliðin 650 þúsund ár hefur fylgnin verið mikil (þessi plott sem þú birtir sýna það ekki)."

Annaðhvort er fylgni eða ekki. Eðlisfræðilegur eiginleiki koldíoxíð til þess að breyta ákveðinni tíðni rafsegulgeislunar í innri titring (hita) vegna meðsveiflunar (resonance) er óumdeildur. Og þess vegna má nota koldíoxíð sem skýribreytu í líkani fyrir meðalhitastig á jörðu.

Persónulega þá tel ég Nasismann gagnvart  koldíoxíði hafa meira með efnahagsmál að gera frekar en að bjarga Norðurpólnum, þó svo að það hafi vissulega eitthvað að segja.

Ólafur Hlynsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 14:07

10 Smámynd: Loftslag.is

Ólafur Hlynsson: Ég var að svara spurningu Ágústar þar sem hann vildi ræða toppinn sem virðist hafa verið fyrir 550 milljónum árum síðan - það er ótalmargt annað sem spilar inn í hitastig þessa tíma og ansi fátt sem við vitum þetta langt aftur í tímann. Ef gögnin eru rétt (erfitt að rannsaka slíkt) þá virðist myndrænt séð ekki vera mikil fylgni samkvæmt efstu myndinni, en eins og Sveinn segir hér ofar, þá segir í greininni: "Nevertheless, the overall trend remains" og svo er óumdeild fylgnin milli CO2 og hitastigs síðustu 650 þúsund árin - þar eru gögnin þó orðin nokkuð góð.

Hvað áttu við með síðustu málsgreininni?

Loftslag.is, 26.5.2009 kl. 14:35

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Í mynd Al Gore talar hann um hvað myndi ske (ekki að það myndi ske eða hvenær) ef helmingur Grænlandsjökuls og hluti Suðurpólsins myndu bráðna. Þá sýnir hann hvað myndi gerast í Flórída miðað við þetta módel. Þ.e. hann er að velta vöngum yfir og sýna fram á eitthvað sem hugsanlega gæti gerst (enginn tímamörk, allra síst á næstu áratugum eða jafnvel öldum eins og sumir vilja halda fram).

Annað er að þegar IPCC talar um væntanlega hækkun sjávar (mesta hækkun samkvæmt mati þeirra). Reyndar setur IPCC fyrirvara á þessar tölur. Fyrirvarinn er svona:

"Model-based range excluding future rapid dynamical changes in ice flow"

Þ.e. (samkvæmt mínum skilningi) þar sem ekki er vitað hvað myndi gerast við kraftmiklar breytingar í bráðnun íssins, þá er það ekki haft með.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.5.2009 kl. 14:58

12 identicon

Eins og ég sagði þá er hægt að nota co2 sem skýribreytu, en vægi hennar á móti öðrum þáttum er óþekkt og alls óvíst hvort að það sé yfirleitt marktæk breyta í tölfræðilegu samhengi.

Það sem ég átti við með síðustu málsgreininni er einmitt það að ekki hefur verið sýnt fram á nákvæmlega hversu mikil áhrif CO2 hefur á hlýnun jarðar þá er samt verið að selja mengunarkvóta. Þetta hefur þau áhrif að þau lönd sem menga mest (nota mest co2) eru þau lönd sem hafa hvað sterkustu efnahagslegu stöðuna og geta þar af leiðandi keypt meiri mengunarkvóta. Þetta er byggt á þeirri staðreynd að eldsneyti/orka er drifkraftur vestrænna hagkerfa. Með því að hafa stjórn á orku þá hefurðu stjórn á hagkerfum. Ég er ekki að segja að þetta sé eitt stórt samsæri, en í ljósi sögunnar (jarðarinnar og mannsins) þá má ekki útiloka efnahagslegar ástæður.

Við skulum ekki gleyma því að það hafa komið ísaldir, og þær hafa farið án neinnar hjálpar frá okkur mönnunum.

Annars skal það tekið fram að ég er enginn sérfræðingur á þessu sviði.

Ólafur Hlynsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:03

13 Smámynd: Loftslag.is

Ég var búinn að lofa lengra svari við aðalspurningunum hér fyrir ofan:

Er mikil eða lítil fylgni milli koltvísýrings og lofthita jarðar? Hvers vegna var magn CO2 gríðarlegt áður fyrr?

Fyrri spurning: Fylgnin virðist hafa verið minni í fyrndinni (Kambríum og Ordavisium sérstaklega), gögnin eru þó mjög léleg (sjá t.d. betri mynd með fleiri gögnum - smelltu hér), enda mörg hundruð milljón ára gögn óbeinna mælinga úr jarðlögum (svo eru menn að krítisera mælingar á CO2 í dag, þar sem mælingar eru gerðar á andrúmsloftinu í rauntíma!! )

En þá voru líka allt aðrar aðstæður en nú (lega og stærð landmassa) sem höfðu áhrif á hitastig - það er alþekkt að það er kaldara á jörðinni þegar stórir landmassar eru á pólunum, heitara þegar pólarnir eru landlausir - þeir sem þekkja eitthvað til jarðsögu vita hvað ég er að tala um.

En menn vita að  fylgnin er allnokkur núna og fylgnin hefur verið mikil síðastliðin 650 þúsund ár samkvæmt ískjörnum:

Svarta línan sýnir proxí fyrir hitastig þar sem kjarnarnir voru teknir og rauða línan er CO2.

Það skal á það bent að það er vitað að CO2 er ekki fullkomlega í takt við hitastig í ískjörnum síðastliðna jökul- og hlýskeiða (munar eitthvað í kringum 800 ár sem CO2 eykst eftir að hitinn byrjar að aukast), enda var CO2 ekki frumorsök hlýnunar þá, heldur magnaði CO2 upp hlýnun sem var þá þegar komin af stað (vegna svokallaðra Milankovich sveifla). Nú er CO2 að aukast og hitastig að aukast, á sama tíma og aðrir náttúrulegir ferlar eru í niðursveiflu.

Seinni spurningin: Í fyrsta lagi þá er ekki víst að CO2 hafi verið jafn mikið og myndin að ofan segir til um, niðurstöður vísindamanna eru mismunandi - en það var þó hærra en nú og menn hafa bent á eldvirkni sem frumorsök og það að aðrar lífverur voru á ferli á þeim tíma (meiri eldvirkni og minni ljóstillífun). Nú er það aftur á móti losun manna á CO2 sem er höfuðorsökin aukningarinnar frá því fyrir iðnbyltingu.

Sjá t.d. þessa færslu mína þar sem ég fer aðeins ofan í núverandi aukningu af völdum manna og áhrif til hlýnunar: http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/882641/

Loftslag.is, 26.5.2009 kl. 22:55

14 Smámynd: Loftslag.is

Svo verð ég að svara einni spurningu í viðbót:

Hvaða áhrif hafði þetta á lífríki jarðar?

Sjáðu litla toppinn fyrir sirka 55 miljón árum síðan, þá varð gríðarlegur útdauði á jörðinni, sérstaklega útdauði sjávardýra vegna mikils magns CO2 í hafinu (súrnun sjávar). Sjórinn tekur lengi við og hann hefur dempað töluvert losun manna síðastliðin 250 ár - fyrir vikið hefur hann súrnað og ekki verið jafn súr síðan þessi útdauði var síðast. http://www.mccip.org.uk/elr/acidification/default.htm 

Þetta er bara eitt dæmi um hvaða áhrif losun manna á CO2 getur gert.

Loftslag.is, 26.5.2009 kl. 23:02

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefur Al Gore einhverjar skýringar aðrar en að sólin kunni að valda þessum breytingum á hitastigi jarðar ?

Hvaða skýringar hefur hann á þessum breytingum á CO2 í lofthjúpnum. Afgreiðir hann þetta með þögninni einni ?

Hvað skyldi Baldur Elíasson  og kolsýrupumpur BBC hafa um þetta að segja ?

Halldór Jónsson, 27.5.2009 kl. 01:08

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það væri fróðlegt að lesa um jákvæð áhrif aukningar CO2 í andrúmsloftinu, því einhver hljóta þau að vera.

Víða um land má sjá svona tanka fyrir utan gróðurhús, en þessa mynd tók bloggarinn á Flúðum. Gróðurhúsabændur vita það að  aukinn  styrkur koltvísýrings eykur vöxt plantanna, og því losa þeir töluvert magn af þessu efni inn í gróðurhúsin. Fyrir nokkrum árum var koltvísýringurinn unninn með því að brenna olíu, m.a. í verksmiðju í Þorlákshöfn. Nú kemur þetta CO2 að mestöllu leyti úr borholum. Gasið er bæði notað í gosdrykki og til að auka vöxt matvæla í gróðurhúsum.

Nú vaknar spurningin: 

Hefur aukið magn CO2 í andrúmsloftinu (þ.e. utan gróðurhúsanna) valdið því að gróður jarðar hafi aukist? Hefur það haft jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu jarðarbúa? Hefur jörðin grænkað? Er gróður farinn að aukast á stöðum sem voru áður gróðursnauðir?

Einhvern vegin finnst manni að svo geti vel verið...

 http://geiragustsson.blog.is/users/d7/geiragustsson/img/greenhouse-2.jpg

Ágúst H Bjarnason, 27.5.2009 kl. 06:46

17 Smámynd: Loftslag.is

Ég er viss um að einhver garðyrkjufræðingur eða skógfræðingur getur svarað þessu betur en ég, en ég ætla að svara þar til betra svar kemur. 

Ástæðan fyrir þessum tönkum held ég að sé vegna þess að þetta eru lokuð hús og vegna þess að inn í gróðurhúsunum eru plöntur að ljóstillífa þá getur orðið of mikið súrefni á kostnað CO2 - því er bætt við auka CO2.

Annars eru plöntur mismunandi - sumar eru með innbyggt kerfi sem eykur magn CO2 í plöntuvef þeirra og þetta hefur ekki áhrif á þær plöntur, aðrar plöntur þurfa t.d. vatn til að ná í CO2 og þar sem vatn er af skornum skammti þá getur þetta haft jákvæð áhrif. Á móti kemur að hærri hiti eykur uppgufun og við það minnkar vatn. Það bendir margt til þess að þessi jákvæðu áhrif vari yfirleitt í örfá ár, eftir það fara aðrir þættir að hafa meiri áhrif (skortur á vatni og köfnunarefni).

Rannsóknir benda til þess að þetta hafi slæm áhrif á hitabeltisskóga (rannsóknir í Panama og Malasíu sem gerðar hafa verið í tvo áratugi samfellt hafa sýnt að vöxtur hefur minnkað um 50%), meðan vöxtur plantna getur aukist á norðlægum slóðum  - t.d. hér á landi (þá meira vegna hlýnunar en aukins C02).

Svo er það súrnun sjávar vegna aukins CO2 - það er útlit fyrir það að það muni hafa neikvæð áhrif á fæðu jarðarbúa. Lesefni má finna með því að skoða tenglana sem eru í þessari færslu: http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/877486/

Af því að þú ert áhugamaður um skógrækt Ágúst þá verð ég að segja þér frá nokkru, sem sérfræðingur í jarðefnafræði sagði mér fyrir skömmu. Skógrækt er ágætis tímabundin leið til að binda CO2 - en skógur er lengi að byrja að binda það í einhverju magni - nokkra áratugi. Eftir sirka öld er hann svo hættur að binda CO2 og farinn að losa meira en hann tekur til sín - skógrækt nú hefur því eingöngu jákvæð áhrif eftir einhvern tíma og í skamman tíma (nokkra áratugi) - það er þó jákvætt á meðan á því stendur. Það kannast allir við Kolvið, þessi setning á heimasíðu þeirra er aðeins í mótsögn við það sem ég segi hér að ofan: "Auk þess má benda á að af því gefnu að skógurinn fái að standa eftir að reiknuðum binditíma er lokið mun hann halda áfram að binda kolefni um ókomna tíð."

Loftslag.is, 27.5.2009 kl. 08:23

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ef ég man rétt þá er CO2 í gróðurhúsum notað til að auka vöxt. En þegar við leggjum saman 2+2 þá verðum við á athuga útkomuna og passa upp á að við séum ekki að bera saman epli og appelsínur.

  • Staðbundin áhrif CO2 í gróðurhúsi geta verið jákvæð þegar rétt er að því staðið.
  • Hnattræn áhrif CO2 í andrúmsloftinu, veldur samkvæmt loftslagssérfræðingum og flestum öðrum vísindamönnum hlýnun jarðar. Þessi hlýnun jarðar á tiltölulega stuttum tíma er ekki talin hafa jákvæð heildaráhrif (þó svo staðbundin jákvæð áhrif geti komið fram).
  • S.s. passa upp á hvað er verið að bera saman

Ég hef aðeins unnið við skógrækt. Skógurinn byrjar strax að vinna kolefni úr andrúmsloftinu og sú binding eykst mikið þar til ákveðnu marki er náð (hér á norðuslóðum er bindingin mikil). Þar á eftir hægir á. Ég vil ekki fullyrða um hvað gerist þegar skógurinn eldist, en ímynda mér þó að einhverju jafnvægi gæti verið náð. Í raun gerist það að maður býr til kolefnisforða á því svæði sem skógurinn vex á. Sá kolefniforði fer ekki neitt svo lengi sem skógurinn stendur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 08:55

19 Smámynd: Loftslag.is

Ég hef ekki skoðað rannsóknir um þetta og ætti því ekki að fullyrða neitt um það, en þetta sagði kappinn (nema ég hafi misskilið hann). Hann hefur sérhæft sig í bindingu CO2 - meðal annars með dælingu CO2 niður í borholur. En það er önnur saga.

Loftslag.is, 27.5.2009 kl. 09:42

20 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég er svo sem engin sérfræðingur í skógfræðum heldur - líklega best að hengja þann fyrirvara við

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 09:51

21 identicon

En leiðir skógrækt sjálfkrafa til kólnunar á veðurfari jarðar? Eru þær fullyrðingar réttmætar að hvert tonn af kolefni sem við bindum hér á Íslandi sé jafn gott fyrir andrúmsloftið og tonn sem bundið er við miðbaug.

Niðurstaða þekktrar rannsóknar sem loftslagsfræðingurinn Govindasamy Bala var í forsvari fyrir og birtist í PNAS árið 2007 („Combined climate and carbon-cycle effects of large-scale deforestation“) gengur þvert á slíkar fullyrðingar. Samkvæmt rannsókninni er skógrækt á norðurslóðum víðast hvar tímaeyðsla ef tilgangurinn er sá að draga úr hnattrænni hlýnun. Vísindamennirnir keyrðu ýmis konar upplýsingar í gegnum þau flóknu tölvuforrit sem notuð eru til þess að spá fyrir um loftslagsbreytingar. Niðurstöðurnar voru á þann veg að umfangsmikil trjárækt skili aðeins tilætluðum árangri séu trén gróðursett í hitabeltinu. Ef skóginum sem þekur svæðið umhverfis miðbaug (frá 20. breiddarbaug í suðri til þess sama í norðri) væri eytt leiddi það til hlýnunar upp á 0,7 stig á Celsíus. Ef skógi á svæðunum milli 20. og 50. breiddarbaugs væri eytt yrðu áhrifin á hitastig nánast engin. Á þessu svæði jafnast kólnunin vegna kolefnisbindingarinnar út í þeirri hitaaukningu sem verður þegar dökkur litur trjánna gleypir í sig sólarljós. Norðan við 50. breiddarbaug myndi algjör eyðing á skóglendi aftur á móti kæla jörðina um 0,8 stig (PNAS, sjá töflu 2, síðu 6554).

Skógrækt á norðlægum svæðum hefur samkvæmt þessari rannsókn, og reyndar öðrum sem Bala hefur unnið að, þveröfug áhrif við það sem almennt hefur verið talið. Þrátt fyrir að skógar vinni gegn hlýnun loftslags með því að draga úr koltvíoxíði í andrúmsloftinu, og þrátt fyrir að skýjamyndun yfir skóglendi leggi sitt til með því að varpa geislum sólar aftur út í geim, er endurvarp sólarljóss frá skógunum sjálfum tiltölulega lítið, og því verður þar eftir meiri orka til að hita yfirborðið. Í viðtali við Jonathan Amos, vísindafréttamann BBC (15.12. 2006) segir Bala skóga við miðbaug binda kolefni og auka rakann í andrúmsloftinu, en eftir því sem norðar dragi verði áhrif dökkrar skógarþekju meiri uns þau vegi þyngra en sú kæling sem fæst með kolefnisbindingu og skýjamyndun. Þetta er ekki síst vegna þess að gróðurþekja skóglendis að vetrarlagi norðan og sunnan við 50. breiddarbaug er dekkri en á skóglausum svæðum þar sem snjór nær að þekja yfirborð jarðar og varpa sólarljósinu aftur út í geim. Sama dag (15.12. 2006) sagði prófessor Ken Caldeira, sem einnig vann að rannsókninni, í viðtali við enska blaðið Guardian að áherslan á gróðursetningu trjáa leiddi aðeins til þess að neytendur menguðu meira og mikilvægara væri að leita nýrra leiða í orkumálum þar sem áhersla væri lögð á endurnýjanlega orkugjafa.

Í mínum huga eru þetta fremur súr tíðindi ef sönn reynast, sér í lagi fyrir þau okkar sem á undanförnum árum hafa látið sig dreyma um fagra og víðáttumikla skóga á Íslandi. Bala slær þó þann varnagla að á afmörkuðum svæðum geti ákveðnar trjátegundir hugsanlega haft annars konar áhrif en heildarniðurstöður rannsóknarinnar gefa til greina (PNAS, 6553-54) og það kann að vera að enn og aftur séu Íslendingar í sérstöðu þegar kemur að baráttunni við loftslagsbreytingar. Þó að landið liggi við heimskautsbaug eru vetur hér snjóléttir og það væri fyrst og fremst snjóhulan utan skammdegismánaðanna sem skipti máli. Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, útskýrði þetta svo fyrir mér: „Endurskinsferlið sem Bala lýsir virðast mér ekki vera sterk mótrök gegn skógrækt hér, það er ekki svo langur tími á hverju ári þar sem sólstyrkur og snæhula fer saman hér á landi, sérstaklega ekki á láglendi. Mér virðist þetta eiga frekar við á meginlöndum milli 50N og 60N þar sem skammdegið er styttra, en vetur mjög kaldir og snjóhula viðvarandi.“

Halldór bendir einnig á að samkvæmt kenningu Bala skipti máli hvort yfirborðið sem ekki er snævi hulið sé ljóst eða dökkt. Þeim mun dekkra sem það er því minna máli skipta áhrifin sem Bala minnist á. Ef við tækjum t.d. svartan jökulsand og græddum upp yrði endurskinið frá skóginum meira en frá sandinum.

Bala og Halldór leggja báðir áherslu á mikilvægi skóglendis fyrir fjölskrúðugt dýralíf. Skógur veitir skjól, hann bindur jarðveg, hreinsar yfirborðsvatn og er um margt mikilvægur (sjá t.d. PNAS, 6554). Það eru því ýmis önnur rök en loftslagshlýnun fyrir því að rækta skóga.

Ég vil svo taka fram að ég hef enga þekkingu í skógfræðum. Mér þótti þetta bara forvitnileg rannsókn og vildi segja ykkur frá henni. (Vona reyndar að þetta reynist ekki á rökum reist).

Heimildir:

G. Bala, K. Caldeira, M. Wickett, T. J. Phillips, D. B. Lobell, C. Delire og A. Mirin: PNAS, vol 104, no. 16, 17. apríl, 2007, bls. 6550–6555, 6554.

Jonathan Amos: „Care needed with carbon offsets“, BBC News, 15. desember 2006. Sjá: http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/6184577.stm.

Sjá einnig viðtal við prófessor Caldeira í Guardian 15. desember 2006 (Alok Jha: „Planting trees to save planet is pointless, say ecologists“). Sjá: http://www.guardian.co.uk/environment/2006/dec/15/ethicalliving.lifeandhealth.

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 10:27

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er viðtal (Videó) við prófessor Ian Plimer  sem Erkibiskupinn í Sydney vísaði til (sjá athugasemd #4) hér:

Á síðunni stendur:

VIDEO: Professor Ian Plimer, Author of Heaven and Earth - Global Warming, The Missing Science with Brian Carlton

VIDEO: Professor Ian Plimer, author of Heaven and Earth - Global Warming The Missing Science, with ABN Newswire's Brian Carlton. In an extensive interview with Professor Plimer, Carlton takes the pragmatist's chair and speaks with the author about the new book.

Challenging the Climate Change status quo, Plimer reveals why he thinks that the new Climate Change Religion is a "load of hot air".

"Well, I am not skeptical about climate change at all. Climates always change, they always have and they always will, and that's in many ways the purpose of the book, that if you ignore history you come up with a conclusion that just doesn't fit in with the evidence. And that is, that we are suddenly in a period where climates change. We're not! Climates always change, they've changed much quicker and much greater than anything we measure today."

About Professor Ian Plimer:

Ian Rutherford Plimer is an Australian geologist and academic. He is a prominent critic of creationism and of the theory of anthropogenic global warming. He has authored approximately 60 academic papers over 36 years, and six books.

Plimer is currently Professor of Mining Geology at the University of Adelaide. He was previously a Professor in the School of Earth Sciences at the University of Melbourne. He is also a prominent member of the Australian Skeptics. He was awarded the Clarke Medal by the Royal Society of New South Wales in 2004.

Ágúst H Bjarnason, 28.5.2009 kl. 13:07

23 Smámynd: Loftslag.is

Fyrst þú ert að vitna í Plimer (sem er sérfræðingur í jarðfræði - reyndar mining geology sem gæti þýtt námujarðfræði), þá finnst mér ekki úr vegi að benda á erlendan loftslagsbloggara sem hefur staðið sig vel í að benda á ýmsar rangfærslur í bók Plimers, svona ef þú hefur í hyggju að kaupa hana:  http://scienceblogs.com/deltoid/2009/04/the_science_is_missing_from_ia.php

Athugið að þetta er ekki sá sami og ég vitna í ofar á þessari síðu (athugasemd 7) - sá er einnig mjög krítískur á bókina:  http://bravenewclimate.com/2009/04/23/ian-plimer-heaven-and-earth/

Þetta hlýtur að vera ansi slæm bók en samt vinsæl fyrst menn eru hægri vinstri að tæta hana í sig, hún fær heldur ekki góða dóma í veftímaritinu The Austrailian: http://www.theaustralian.news.com.au/story/0,,25433059-5003900,00.html

Ætli ástæðan sé ekki sú að hann á að teljast vísindamaður, þó menn vilji frekar flokka bókina undir vísindaskáldskap.

Ég hef þó ekki lesið bókina og ætla ekki að kaupa hana, í fyrsta lagi er kreppa og maður verður að spara aurinn og þá fer maður nú varla að kaupa bók sem gerir lítið annað en að falsa niðurstöður vísindarannsókna - hver vill styrkja svoleiðis gaura, ég væri þó til í að skoða gripinn ef einhver kaupir hana og vill lána mér

Loftslag.is, 28.5.2009 kl. 13:40

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Höskuldur. Ég hef ekki í hyggju að kaupa bókina, en þar sem kardínálinn ástralski datt inn í umræðuna og vitnaði í Plimer, og þar sem ég hnaut um tilvísun í þetta viðtal við Plimer datt mér í hug að benda á það.  

Sjálfsagt er það meinlaust að hlusta á hvað hann hefur að segja.

 Reyndar er forseti Tékklands og ES, hagfræðingurinn Václav Klaus hrifinn af bókinni. Sjá hér:

"This is a very powerful, clear, understandable and extremely useful book. Ian Plimer fully exploits his unique scientific background in geology, his life-long academic experience, and his broad, truly interdisciplinary knowledge to dismantle the currently popular, politically correct but rationally untenable and indefensible position that the Earth is approaching catastrophic climate change and that we have to react – at all costs – to prevent it.

Professor Plimer argues that the undergoing climate change is not unprecedented in history and that the temperatures in the 20th Century are not outside the range of natural variability. He rejects the unscientific idea that the explanation of climate change can be reduced to one variable (CO2), the proposition that there is a strong relationship between measured temperature and CO2 emissions, and the almost religious belief that we will stop climate change by reducing CO2 emissions. He rightly assumes that humans will be able to adapt to any future coolings or warmings.

He also convincingly criticizes the UN, the IPCC, UK and US politicians as well as “Hollywood show business celebrities”. He strictly distinguishes science and environmental activism, politics and opportunism. The book I wrote two years ago “Blue Planet in Green Shackles” comes to very similar conclusions but I have to say that if I’d had a chance to read Professor Plimer’s book, my book would have been better."

Öllum er mín vegna frjálst að hafa sína skoðun...

En, sem sagt, þetta innskot um Plimer er kardínálanum og biskupnum að kenna

Ágúst H Bjarnason, 28.5.2009 kl. 14:00

25 Smámynd: Loftslag.is

Forseti Tékklands hélt einmitt ræðu á Heartland-ráðstefnunni sem var óbeint í boði Exxon.

Talandi um Exxon - vissirðu það að vísindamenn olíuiðnaðarins vestanhafs hafa orðið fyrir ritskoðun sjá hér og greinin sem hann vísar í er úr The New York Times og má sjá hér.

Þetta er það sem olíuiðnaðurinn tjáði umheiminum:

"The role of greenhouse gases in climate change is not well understood... scientists differ" on the issue.

Þ.e. "Áhrif gróðurhúsalofttegunda á loftslagsbreytingar eru lítið þekktar... vísindamönnum ber ekki saman um málefnið."

Það sem vísindamenn höfðu tjáð sínum yfirmönnum var aftur á móti þetta:

The scientific basis for the Greenhouse Effect and the potential impact of human emissions of greenhouse gases such as CO2 on climate is well established and cannot be denied.

 Þ.e.  "Vísindalegur bakgrunnur gróðurhúsaáhrifanna og hugsanleg áhrif útblásturs manna á gróðurhúsalofttegundum eins og CO2 á loftslag er vel ígrundað og er ekki hægt að draga í efa."

En það er olíuiðnaðinum í hag að fólk haldi að það sé einhver efi um loftslagsbreytingar af mannavöldum, það tefur fyrir aðgerðum.

Loftslag.is, 28.5.2009 kl. 14:19

26 identicon

Olíufélögin læddu efa inn í umræðuna, en þessi efi var ekki af vísindalegum toga. Honum var fyrst og fremst ætlað að verja hagsmuni þeirra og fresta eins lengi og unnt væri öllum ákvörðunum sem gætu skaðað þau. Á 8 síðna minnisblaði API (American Petroleum Institute) frá því í apríl 1998, leita samtökin leiða til að grafa undan viðurkenndum loftslagsvísindum með því að draga fram mögulegar efasemdir eða sjónarmið, sem voru ekki endilega af vísindalegum toga. Höfundur aðgerðaáætlunarinnar segir „Sigurinn unninn“:

• Þegar hinn almenni borgari „skilur“ (ber kennsl á) óvissu í loftslagsvísindum; þegar óvissukennslin verða hluti af „viðtekinni þekkingu“.

• Þegar fjölmiðlar „skilja“ (bera kennsl á) óvissu í loftslagsvísindum.

• Þegar þeirri sýn sem dregur í efa „viðtekna þekkingu“ er gert jafn hátt undir höfði í fjölmiðlum og loftslagsvísindum.

• Þegar leiðtogar í iðnaði skilja þá óvissu sem felst í loftslagsvísindum, en það gerir þá að sterkari boðberum en þá sem móta loftslagsumræðuna.

• Þegar þeir sem styðja Kyoto-samkomulagið í ljósi núverandi loftslagsrannsókna virðast vera úr tengslum við raunveruleikann.

Sjá: http://www.euronet.nl/users/e_wesker/ew@shell/API-prop.html

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:46

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Tilgangurinn með skógrækt á Íslandi er ekki fyrst og fremst að binda kolefni, þó svo það hafi verið nefnt á allra síðustu árum. Tilgangurinn er fyrst og fremst að rækta nytjaskóg og svokallaðan yndisskóg. 

Íslenskir skógræktarmenn hafa auðvitað ekkert á móti því milda veðurfari sem við Íslendingar höfum notið á síðustu áratugum, hugsanlega að einhverju leyti af mannavöldum, og þar áður um miðja síðustu öld, en þá ef til vill að mestu leyti af völdum náttúrunnar?

Ársmeðalhiti í Stykkishólmi 1798 til 2006

Mynd 1. Meðalhiti hvers árs í Stykkishólmi 1798 til 2006. Örvar benda á nokkur sérlega köld og hlý ár. Rauði ferillinn sýnir leitni alls tímabilsins, en strikaða rauða línan gefur til kynna að túlka megi skeiðið fyrir 1920 sem jafnstöðuskeið, með stórum, stuttum sveiflum. Blái ferillinn sýnir hitasveiflur í stórum dráttum

Úr grein Trausta Jónssonar sem er hér á vef Veðurstofunnar.

Ágúst H Bjarnason, 28.5.2009 kl. 19:40

28 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekkert breytir landinu og vistskilyrðum þess meira en skógrækt. Meðan engin voru tréin hjá mér á Bergstöðum, þá hitnaði ekki húsið almennilega þegar hvasst var. Og það er oftar hvasst en ekki í Bisupstungum. Nú hreyfir aldrei vind og ég þarf mun minni olíu til að kynda. Þá losa ég líka minna af CO2.=Skógrækt minnkar útblástur, sparar gjaldeyri og minnkar orkunotkun Íslendinga.

Fyrir utan yndisaukann af auknu fuglalífi og betri vist . Að vísu kann rauðvínsdrykkja að aukast eitthvað til frádráttar.

Halldór Jónsson, 2.6.2009 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 762161

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband