Eldgosið: Hvenær kemst flug á Íslandi í eðlilegt horf...?

 

 

icelandair_b757-800w-shadow.jpg

 

 

Nú þegar dregið hefur verulega úr gosinu vaknar sú spurning  hjá mörgum hvenær reikna megi með að flugið komist í eðlilegt horf.

Styrkur gossins er, skilst mér, aðeins um 1/20 eða 5% af því sem var þegar mest gekk á og er nú ekki meiri  en var í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Auk þess eru gosefnin farin að hlaðast upp sem hraun í stað þess að rjúka upp í háloftin. Lítil aska kemur því frá gígnum.

Minnst af mistrinu sem sést hefur kemur beint frá gosinu, heldur er um að ræða eins konar sandfok eða rykmökk af þeim svæðum þar sem askan féll til jarðar meðan gosið var í hámarki. Er þannig mistur varasamara flugi en t.d. sandfok af hálendinu eða Mýrdalssandi, eða rykmökkur sem stundum berst á haf út frá Sahara?

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá "venjulega"  rykmekki frá Íslandi og Sahara. Ekki eru svona rykmekkir taldir varasamir flugi, en hvernig er með rykmökk frá nýfallinni ösku? Er hann varasamari en svona rykmökkur fá gömlum gosefnum eins og á Mýrdalssandi?

Fróðlegt væri að fá svar við þessum spurningum og öðrum sem kunna að skipta máli. Ef svifryk sem rýkur upp frá nýfallinni ösku er slæmt fyrir flugumferð, þá gætum við nefnilega átt von á miklum truflunum á flugumferð vikum og mánuðum saman, jafnvel þó eldgosinu lyki á morgun.   Svo vitum við að svona eldgos getur mallað mánuðum saman...

Er nokkur hætta á að menn séu að blanda saman skaðlitlu en hvimleiðu sandfoki (öskufoki) og hættulegri ösku beint frá eldgígnum?

Hvar er þessar spár um útbreiðslu gosefna gerðar? 

Bloggarinn hefur alls ekkert vit á þessum málum, en þykist vita að spurningin um hvað þurfi til að flugbanninu verði aflétt brennur á vörum margra...

 

 

 

iceland_dust_2002028_lrg--b.jpg

 

Rykmökkur frá Mýrdalssandi

 Myndin er frá 28. janúar 2002

 

 

duststormsahara2000.jpg


Rykmökkur frá Sahara

 Myndin er frá 26. febrúar 2000

 


Bloggfærslur 25. apríl 2010

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 113
  • Frá upphafi: 766641

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband