Mánudagur, 12. júlí 2010
Aldingarður á hálendinu með hjálp lifandi áburðarverksmiðju...
Myndin hér að ofan er tekin í 300 metra hæð á Haukadalsheiði. Efsti hluti Sandfells er í baksýn. Trén sem sjást í lúpínubreiðunni vöktu eftirtekt, en þau eru yfir 3ja metra há og einstaklega lífvænleg, þrátt fyrir að þarna hafi fyrir nokkrum áratugum verið lítið annað en urð og grjót.
Ástæðan fyrir þessum mikla vexti trjánna er áburðurinn sem þau njóta í sambýlinu við lúpínuna. Á rótum hennar eru nefnilega bakteríur sem vinna köfnunarefnisáburð úr andrúmsloftinu, sams konar áburð og er aðaluppistaðan í lífrænum áburði og flestum tilbúnum áburðarblöndum. Auk þess er líklegt að lúpínan losi bundinn fosfór úr jarðveginum, en fosfór styrkir rótarkerfi trjáplantanna. Eldfjallajarðvegur, eins og er víða á Íslandi, er oft mjög rýr af fosfór.
Ekki veit ég hvort þessum trjám hafi verið plantað þarna, eða þau hafi vaxið sjálf upp af fræi sem borist hefur með vindi. Hið síðarnefnda er þó líklegra. Hvað sem því líður þá sýnir myndin okkur hvernig landið getur orðið umhorfs eftir einhverja áratugi þegar trjágróður fer að vaxa upp úr lúpínubreiðunum. Þá fer lúpínan að hopa hratt því hún þolir illa skugga. Skógurinn kemur í staðinn.
Það var sannarlega ánægjulegt að sjá þessi fallegu stóru tré í um 300 metra hæð á Haukadalsheiði, á stað þar sem eingöngu var urð og grjót fyrir fáeinum áratugum. Er þarna vísir að aldingarði á hálendinu? Er hugsanlegt að Haukadalsheiði verði aftur skógi vaxin eftir nokkra áratugi, eins og hún var fyrir nokkrum öldum?
Miklar andstæður.
Hvernig stendur á þessum miklu andstæðum? Vinstra megin girðingarinnar er lúpínan í miklum blóma, en sést ekki hægra megin.
Fáeinar kindur hafa verið utan landgræðslugirðingarinnar og gætt sér á lúpínunni. Ekki eru þær margar á þessu svæði, raunar sárafáar, enda lítið um gróður. Ef grannt er skoðað (stækka má mynd með því að tvísmella á hana) má sjá hvernig lúpínan hefur reynt að sá sér út fáeina metra utan girðingar, en nær ekki að vaxa úr grasi. Aðeins glittir í örsmár plöntur.
Af einhverjum ástæðum finnst mörgum auðnin hægra megin fallegri en landið sem er að gróa upp. Smekkur manna er víst misunandi og við því er lítið að gera.
Hve hratt breiðist lúpínan út?
Lúpínan fer ekki að bera fræ fyrr en 3 - 5 ár eru liðin frá sáningu. Fræin eru þungar litlar baunir sem berast ekki langt með vindi. Lúpínan notar þá aðferð til að dreifa fræjunum að láta fræbelgina springa með smá smell. Við það skjótast fræin eins og litlar kúlur smávegis frá plöntunni. Mikil hugkvæmni hjá plöntunni að nota eins konar baunabyssu . Lendi fræðið á heppilegum stað vex þar upp planta ári síðar, og eftir 3 ár fer hún að bera fræ og getur sent fræ frá sér nokkurn spöl. Lúpínan breiðist þannig frekar hægt út á sléttlendi komi annað ekki til. Tveir metrar á ári jafngilda 200 metrum á öld. Ekki einu sinni hraði snigilsins. Að sjálfsögðu hjálpar það til ef stífur vindur er til staðar meðan lúpínan er að skjóta fræjunum út í loftið.
Sé lúpínunni plantað efst í skriður kemur þyngdaraflið til hjálpar og fræin ná að falla mun lengra. Eins geta fræ borist með lækjarsprænum og ám. Hún nemur þó aðeins land á stöðum þar sem land er rofið, svo sem á sandaurum.
Lúpínan lætur vel gróin svæði í friði.
Sigvaldi Ásgeirsson skógfræðingur sáði lúpínu meðal annars efst í skriðurnar og vatnsrofaför í Sandfelli á árunum umum 1985. Sjá athugasemd #33 hér. Ekki er að sjá að hún hafi farið inn á gróin svæði þennan aldarfjórðung sem liðinn er, frekar heldur hún sig á svæðum þar sem gróðurþekjan var rofin.
Hve mikil er áburðarframleiðsla lúpínunnar?
Árlegt niturnám lúpínunnar hefur mælst um 60 kg niturs (köfnunarefnis) á hvern hektara (100 x 100 metrar). Lúpínan var fremur gisin þar sem mælingin fór fram í Gunnarsholti, þannig að sums staðar gæti magnið verið meira. Þetta jafngildir tæplega 300 kg Fjölgræðis-6 sem er tilbúinn áburður og inniheldur 22% N, auk annarra efna. Þetta magn kostar um það bil 22.000 krónur. Auk þess er töluverður kostnaður við að dreifa áburðinum, t.d. með flugvél, og bera þarf á í nokkur ár ef einhver árangur á að nást. Svo þarf sums staðar einnig að sá grasfræi...
Menn eru yfirleitt að græða upp landspildur sem eru hundruðir hektatar. eða öllu heldur þúsundir. Hundrað hektarar eru aðeins 1 km á kant. Land sem er 10 km á kant er t.d. 10.000 hektarar. Nú geta menn byrjað að reikna... Humm..., árlegur áburðarkostnaður á uppgræðsluland sem er 10 km á kant er um 22.000 sinnum 10.000 eða 220 milljón krónur. Þetta er árlegur kostnaður í mörg ár fyrir utan vinnu og vélakostnað....
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rala, hefur verið að gera tilraunir í sandreitum. Í ljós hefur komið að í sandreitum sem árlega hefur verið borið á í áratugi myndast aðeins þunn grasmotta, en á sama tíma hefur orðið til töluvert þykkt jarðvegslag undir lúpínu.
Það er því ekki lítið sem sparast við að nota lúpínu til að græða upp örfoka mela og sanda. Hún er lifandi áburðarverksmiðja á staðnum. Nú er tilbúinn áburður eingöngu framleiddur erlendis. Það þarf að flyja hann sjóleiðina til Íslands, með bílum á þá staði sem þarf að græða upp, og síðan dreifa honum með flugvélum eða áburðardreifurum á jörðu niðri. Ár eftir ár. Áhugasamir geta dundað sér við að reikna út hvað allur þessi flutningur tilbúna áburðarins þýðir í losun á koltvísýringi. Svo ekki sé minnst á losun orkuveranna erlendu sem framleiða nauðsynlega raforku fyrir áburðarverksmiðjurnar... Hvort þykir mönnum vistvænna? Hvað með sjálfbærni?
Getur eitthvað komið í stað Alaskalúpínunnar?
Svarið er bæði já og nei. Á stöðum eins og á Mýrdalssandi og Haukadalsheiði er lúpínan gríðarlega öflug landgræðslujurt. Þar kemur varla önnur planta til greina en lúpínan. En lúpínan á sér fjarskyldar frænkur sem almennt ganga undir nafninu belgjurtir. Sumar þeirra koma vel til greina sums staðar þar sem mönnum finnst lúpínan ekki eiga við. Í nýjasta hefti Skógræktarritsins er mjög fróðleg grein sem nefnist Belgjurtir í skógrækt á Íslandi: II. hluti", eftir Sigurð Arnarson og Jón Guðmundsson. Í fyrri hluta greinarinnar var fjallað um lúpínuna, en í þessum hluta er fjallað um margar belgjurtir sem eru með niturframleiðandi bakteríur á rótunum eins og lúpínan. Flestir þekkja hvítsmára og jafnvel rauðsmára, en þessi fjölskylda er mun stærri. Margar gætu hentað vel í l t.d. skógræktarlöndum og við sumarbústaði þar sem fólk er að dunda sér við landgræðslu og skógrækt. Jafnvel víðar.
Það væri mjög kærkomið ef hægt væri að nálgast fræ þessara belgjurta í hæfilega stórum umbúðum fyrir áhugafólk. Vonandi sér einhver markaðstækifæri hér .
Svo má ekki gleyma elritegundunum frábæru sem eru mjög falleg tré eða runnar. Elri eða ölur (alnus) bindur köfnunarefni eða nitur með sambýli við rótarhnýðisbakteríu og gerir það tegundirnar mjög áhugaverðar til ræktunar þar sem jarðvegur er rýr. Gráölur og sitkaölur hafa reynst mjög vel.
Það eru semsagt ýmsir kostir í stöðunni, en ekkert jafnast þó á við Alaskalúpínuna þar sem land er mjög rýrt.
Þessi lúpína hafði fundið sér stað milli stórra steina á landi þar sem nánast enginn gróður var. Lítið annað en stórgrýti sem kom undan ísaldarjökli fyrir um 10.000 árum, en var síðar hulið með allt að 4 metra þykkum jarðvegi, sem fauk upp vegna ofbeitar og skógarhöggs fyrir nokkrum öldum. Þykkt jarðvegsins sem var eitt sinn má sjá af hæð þeirra fáu rofabarða sem enn standa upp úr eyðimörkinni, - eyðmörkinni sem nú er að hopa.
Nú ætlar þessi litla fallega planta að breyta landinu aftur í fallegt skóglendi þar sem fuglar og önnur dýr merkurinnar munu eiga sér griðastað, okkur til yndis og ánægju. Hún ætlar sér að stöðva alveg moldrykið frá Haukadalsheiði sem enn þann dag í dag herjar á íbúa Bláskógabyggðar.
Þetta ætlar fallega blómið að gera á skemmri tíma en það tók forfeður okkar að breyta vel grónu skóglendi í líflausa eyðimörk.
Sjá umræður hér á vefnum Vinir lúpínunnar. Þar hefur birst mikill fróðleikur sem ég hef haft gagn og gaman af. Ég þakka þeim sem þar hafa frætt mig - bæði beint og óbeint.
Ég vona að ég fari nokkurn vegin með rétt mál varðandi eðli blessaðrar lúpínunnar í þessum pistli. Það er auðvitað hætt við að eitthvað sé missagt þegar áhugamaður að fjalla um flókið mál sem hann hefur takmarkaða þekkingu á.
Vísindi og fræði | Breytt 13.7.2010 kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 12. júlí 2010
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 766367
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði