Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, verði stokkuð upp...

 

 

ipcc.gif

 

 

Niðurstaða alþjóðlegs fagráðs vísindamanna sem falið var að leggja mat á störf Alþjóðaloftslagsnefndar SÞ (IPCC) er sú að gera þurfi róttækar breytingar á starfsemi hennar. Leggur ráðið jafnframt til að formaður nefndarinnar geti ekki setið jafn lengi og undir núverandi fyrirkomulagi.

En núverandi formaður nefndarinnar, Dr Rajendra Pachauri, situr í tvö sex ára kjörtímabil.

Þá leggur ráðið, sem á ensku nefnist Inter-Academy Council (IAC), til að skipuð verði framkvæmdastjórn sem óháðir aðilar, jafnvel aðilar sem ekki starfa í vísindasamfélaginu, hafi aðgang að, í því skyni að auka trúverðugleika nefndarinnar.

Það er jafnframt skoðun ráðsins að Alþjóðaloftslagsnefndin hafi brugðist seint og illa við uppljóstrunum um rangfærslur í skýrslu nefndarinnar á árinu 2007. 

Ber þar hæst sú spá að árið 2035 verði jöklar Himalaja-fjallgarðsins horfnir með öllu og aðgengi um 800 milljóna manna að drykkjarvatni þar með ógnað, spá sem hefur nú verið hrakin með öllu.

 

Þetta mátti lesa í frétt Morgunblaðsins. Í raun er þetta stórfrétt þó hún láti lítið yfir sér. 

Ekki verður fjallað um skýrslu fagráðs vísindamannanna hér, heldur látið nægja að vísa á hana.

Sjá vefsíðu fagráðsins hér, en gríðarlegt álag hefur verið á síðuna og því vefþjónninn hrunið annað slagið:

http://reviewipcc.interacademycouncil.net

Þar má finna skýrsluna. Liggi vefsíðan niðri vegna álags má sækja úrdrátt úr greinargerð vísindaráðsins og alla skýrsluna hér:

Executive Summary
Full Report

Hér má sjá hverjir sitja í vísindaráðinu.

 

 

pacahauri_and_his_novel.jpg

 

 Formaður IPCC heldur hér á skáldsögu sem hann hefur gefið út.

 

--- --- ---

Nokkur ummæli um niðurstöðu Inter Academy Council (IAC):

The Telegraph: 
Climate change predictions must be based on evidence, report on IPCC says

BBC:
Stricter controls urged for the UN's climate body

The New York Times:
Review Finds Flaws in U.N. Climate Panel Structure

New Scientist:
Climate panel must 'fundamentally reform' to survive

Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur:
Dump the IPCC Process, It Cannot Be Fixed

Real Climate:
IPCC report card

 

 

 


mbl.is Loftslagsnefndin verði stokkuð upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 30. ágúst 2010

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 766365

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband