Fréttin um myrkvun jarðar árið 2013 vegna sólgosa...

 

 

 

 

Það er útilokað að að hægt sé að spá fyrir um sólgos á þann hátt sem fram kemur í norsku fréttinni, Jörðin gæti myrkvast,  sem vitnað er til í Morgunblaðinu í dag.

Það er svo annað mál að öflug sólgos geta valdið skaða á viðkvæmum rafbúnaði. Til þess að svo verði er ekki nóg að öflugt sólgos verði, heldur þarf jörðin að vera stödd þannig á braut sinni umhverfis sólu að efnisagnirnar lendi á henni. 

Það er því ástæðulaust að óttast að nokkuð svona lagað gerist árið 2013. Svona sólgos gæti kannski orðið í næstu viku, eða kannski eftir nokkur ár, áratug eða áratugi...

 

Það er svo annað mál að það er sjálfsagt að þekkja hættuna og vera viðbúinn. Um það var fjallað í pistlinum 25. janúar 2009:  Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...

Í september 2009 var fjallað um atvikið 1859 sem kennt er við Carrington og minnst er á í fréttinni:  Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...

 

Nýlega kom út viðamikil skýrsla vísindanefndar sem nefnist Space Weather Events—Understanding Societal and Economic Impacts.   

Fyrir nokkru var fjallað um skýrsluna á vefsíðu NASA: Severe Space Weather. Þar kemur fram sú mikla hætta sem rafdreifikerfinu getur stafar af öflugum kórónugosum og segulstormum. 

 

Sem sagt, í fréttinni leynist sannleikskorn, en þar er einnig óþarflega mikið fullyrt...

 

 

 

Í dag er jafndægur á hausti. Geta egg staðið upp á endann í dag...?

 Þannig var spurt á blogginu fyrir ári...

 

 


mbl.is Jörðin gæti myrkvast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2010

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband