Nýr áhugaverður hitaferill sýnir hlýskeið og kuldaskeið á norðurhveli síðastliðin 2000 ár...

 

ljungquist2010_temp-graph.jpg

 

Í sænska tímaritinu Geografiska Annaler 92A(3):339-351)  birtist fyrir skömmu áhugaverð grein eftir Fredrik Charpentier Ljungquist. Höfundur starfar við Háskólann í Stokkhólmi.

Greinina má nálgast með því að smella hér.
Trausti Jónsson
fjallaði um greinina hér.

Hitaferillinn sem er efst á síðunni er úr greininni, en ég bætti inn rauðu línunni sem sýnir meðalhita áranna 1961-1990. Hitaferillinn sýnir sem sagt frávik frá þessu meðaltali. Strikaði hluti ferilsins lengst til hægri er áratugameðaltal yfir tímabilið 1850-1999, þ.e. hitamælingar gerðar með mælitækjum, en grái hlykkjótti ferillinn er  auðvitað niðurstöður óbeinna mælinga.

Smella má tvisvar á myndina til að opna stærri mynd og lesa skýringarnar sem eru fyrir neðan hana. 

Í greininni er kort sem sýnir á hvaða rannsóknum ferillinn er byggður, og þar er einnig listi með tilvísunum í rannsóknirnar.

 

ljungquist-1_1030548.jpg

Það er áhugavert að á ferlinum, sem er efst á síðunni, kemur fram að álíka hlýtt hefur verið á norðurhveli jarðar, þ.e. á þeim svæðum sem rannsóknirnar sem ferillinn byggir á ná yfir, fyrir 2000 árum, aftur fyrir um 1000 árum, og einnig á undanförnum áratugum.

Kuldaskeiðin á hinum myrku miðöldum um 300-800, og aftur á litlu ísöldinni frá um 1300-1900 leyna sér ekki.

Hitasveiflurnar fyrr á öldum eru yfir 0,6°C, eða svipað og á síðustu öld eins og allir vita.

 

Úrdráttur:

ABSTRACT. A new temperature reconstruction with decadal resolution, covering the last two millennia, is presented for the extratropical Northern Hemisphere (90–30°N), utilizing many palaeotemperature proxy records never previously included in any largescale temperature reconstruction. The amplitude of the reconstructed temperature variability on centennial time-scales exceeds 0.6°C. This reconstruction is the first to show a distinct Roman Warm Period c. AD 1–300, reaching up to the 1961–1990 mean temperature level, followed by the Dark Age Cold Period c. AD 300–800. The Medieval Warm Period is seen c. AD 800–1300 and the Little Ice Age is clearly visible c. AD 1300–1900, followed by a rapid temperature increase in the twentieth century. The highest average temperatures in the reconstruction are encountered in the mid to late tenth century and the lowest in the late seventeenth century. Decadal mean temperatures seem to have reached or exceeded the 1961–1990 mean temperature level during substantial parts of the Roman Warm Period and the Medieval Warm Period. The temperature of the last two decades, however, is possibly higher than during any previous time in the past two millennia, although this is only seen in the instrumental temperature data and not in the multi-proxy reconstruction itself. Our temperature reconstruction agrees well with the reconstructions by Moberg et al. (2005) and Mann et al. (2008) with regard to the amplitude of the variability as well as the timing of warm and cold periods, except for the period c. AD 300–800, despite significant differences in both data coverage and methodology.

 

 

Sjálfsagt er að sækja alla greinina með því að smella hér:
A new reconstruction of temperature variability in the extra-tropical northern hemisphere during the last two millenia.

 

Önnur áhugaverð grein frá 2009 eftir sama höfund er hér:
Temperature proxy records covering the last two millenni: A tabular and visual overview.
Þetta er vissulega nokkuð löng grein, en yfirfull af fróðleik.

 

 

 

 


 

Ú T Ú R D Ú R A R:

 

 

 
Hitaferil eftir Craig Loehle (2007), en hann birtist hér á blogginu í júní 2008. 
Ferillinn nær einnig yfir síðastliðin 2000 ár.
 
 
 
Uppfært 30/10:  Þetta er smávegis leiðréttur hitaferill eftir Loehle (2008). 
 

 

 

 warming-in-cycles-carter1.jpg

 Síðastliðin 5000 ár. Koma svona hlý og notaleg tímabil á um þúsaldar fresti?

 

 

 

temperature_swings_11000_yrs.jpg

Frá síðustu ísöld fyrir 11.000 árum nánast til dagsins í dag. 

 

Þetta virðast vera gríðarmiklar sveiflur eins og þær birtast á ferlunum, en hve miklar eru þær í raun? Meðalhiti jarðar er um 15°C.  Heimasmíðaði hitamælirinn hér fyrir neðan sveiflast um því sem næst 0,7 gráður.  Er þetta mikið eða lítið? Það fer auðvitað eftir ýmsu.

 

http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/global-warming-thermometer--50_996980.gif

 

 

En þá er það auðvitað spurningin stóra: Mun framtíðin verða svipuð og fortíðin? Notalega hlýtt á Fróni með 1000 ára millibili, en leiðinda kuldi í nokkur hundruð ár þess á milli. Hvenær megum við búast við næstu ísöld sem færir Frón á kaf undir ís?  Erum við ekki einstaklega heppin að það skuli vera svona milt og gott þessa áartugina, eða er það bara eigingirni?

 

 

 Ef einhver er ekki búinn að fá nóg:

 Medieval Warm Period Project


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 29. september 2010

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 766365

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband