Brrr - Enn kólnar í heimi hér...

 

 

rss-msu-nov2011_600w.jpg

 

Hitaferillinn hér að ofan er splunkunýr, nánast glóðvolgur beint úr gervihnettinum sem hringsólar umhverfis jörðina og mælir í sífellu hita lofthjúps jarðar.

Eins og sjá má, þá er hitinn með lægra móti um þessar mundir. Rauði depillinn er aðeins 0,033 gráður Celcíus fyrir ofan meðallag, eða 33 millígráður. Eiginlega bara agnarögn.

Granni ferillinn sem hlykkjast ótt og títt sýnir mánaðagildi, dökki rólegi ferillinn sýnir 3ja ára meðaltal, og græna beina línan sýnir meðalgildi tímabilsins 1979-1998, en lóðréttu ásarnir sýna einmitt frávik frá því meðaltali. Rauði depillinn lengst til hægri er svo meðaltal nóvembermánaðar sem nýliðinn er.

Er þetta eitthvað sem ástæða er til að hafa áhyggjur af? Varla. Náttúran er bara söm við sig. Stundum reikar lofthitinn upp á við og stundum sígur hann aftur. Það er bara þannig og þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf verða.

 

Gleymið ekki tunglmyrkvanum á morgun, laugardag.  Góð grein um hann á bloggi Stjörnufræðivefsins hér.


Hitaferilinn má sjá í betri upplausn hér, en mæligögnin eru hér og upplýsingar um mæliaðferðina eru hér.

 

Góða helgi ...

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 9. desember 2011

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 766281

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband