Íslenska birkið á Englandi...

 

birki-embla-lauf_edited-1.jpg

  Myndin af birkinu er tekin 1. maí.

 

Hvernig skyldi íslenska birkið þrífast á Suður-Englandi?  Hvenær ætli það laufgist á vorin og hvenær fær það haustliti?

Í garði einum sunnarlega á Englandi eru nokkrar birkiplöntur sem plantað var í tilraunaskyni vorið 2007. Kannski ekki beinlínis í tilraunaskyni, og þó...  Kvæmið er Embla. Embla er birkistofn sem ræktaður var af fallegum móðurtrjám á höfuðborgarsvæðinu. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þessum plöntum reiðir af á næstu árum.

Við skoðun á plöntunum um mánaðamótin apríl/maí leyndi sér ekki að þeim líður afskaplega vel. Vöxturinn hefur verið hraður, án þess þó að að plönturnar beri þess merki. Laufblöðin voru einstaklega falleg. Þær eru alls ekki mjög renglulegar. Líta út sem heilbrigðar og fallegar plöntur, sem þó þarf að klippa til.  Gaman verður að fylgjast með þessum trjám á næstu árum.

Í vor byrjuðu plönturnar að laufgast um miðjan mars, en síðastliðið haust voru haustlitirnir því sem næst um svipað leyti og á Íslandi. Eiginlega áttu þeir sem standa að þessu fikti alveg eins von á að birkið fylgdi systkinum sínum á Íslandi vor og haust, en svo virðist ekki vera. Birkið laufgast fyrr en bræður þess og systur á Fróni. Fróðlegt verður að fylgjast betur með þessu næstu ár.

Plönturnar voru ekki háar í loftinu vorið 2007. Aðeins um 10 sentímetrar ofan jarðar. Nú, réttum tveim árum seinna,  er stærsta plantan orðin um einn metri á hæð. Hinar heldur minni, en þó í góðum vexti. Vaxa meira á þverveginn. Miklu betri vöxtur en maður á að venjast hérlendis.

Myndin efst á síðunni sýnir vel hve falleg laufblöðin voru, og myndin hér fyrir neðan er af stærstu plöntunni. Neðsta myndin er af birki á höfuðborgarsvæðinu 10. maí, eða tíu dögum eftir að hinar myndirnar voru teknar...

Embla á Englandi

Plantan er  um 100 cm á hæð. Var 10 cm vorið 2007.

 

Þessi einfalda tilraun sýnir okkur vel hve gróður á Íslandi á erfitt uppdráttar og hve vel hann bregst við hlýnandi veðurfari. Það munar um hverja gráðu, en þar sem birkiplöntunum var plantað er hitinn oft um 10 gráðum hærri en hér. Sumarið þar er sex mánuðir, en ekki rúmar sex vikur - eða þannig... Það er því engin furða að Emblunni líði vel.

 

birki-_sl-10mai2010.jpg

 Svona leit birkið út á Íslandi 10 maí.

 

Fyrir árþúsundi var landið okkar viði vaxið milli fjalls og fjöru, enda var þá álíka hlýtt og í dag. Skógarmörk voru hærra og trjágróður óx þar sem nú eru auðnir einar. Nú má sjá þess merki að birkið sé aftur farið að nema land á lítt grónum svæðum, jafnvel á ógrónum melum. Það getum við meðal annars þakkað hlýnandi loftslagi undanfarna áratugi.  Vonandi verður ekki lát þar á. Minnkað beitarálag hefur einnig haft mikið að segja. Væntanlega hafa skógarplöntunar litlu einnig kunnað að meta vel áburðinn CO2 sem gróðri hefur borist í auknum mæli með loftinu...

 

--- --- ---

 

 


 

World Meterological Organization:

 

Climatological Information London
MonthMean Temperature oCMean Total Rainfall (mm) Mean Number of Rain Days
Daily
Minimum
Daily
Maximum
Jan2.47.25314.8
Feb2.57.63610.8
Mar3.810.34813.4
Apr5.613.04712.7
May8.717.05112.5
Jun11.620.35010.5
Jul13.722.34810.1
Aug13.421.95410.9
Sep11.419.15310.5
Oct8.915.25711.6
Nov5.110.45714.0
Dec3.48.25713.2
  

 

 

Climatological Information Reykjavík
MonthMean Temperature oCMean Total Precipitation (mm) Mean Number of Precipitation Days
Daily
Minimum
Daily
Maximum
Jan-3.01.975.613.3
Feb-2.12.871.812.5
Mar-2.03.281.814.4
Apr0.45.758.312.2
May3.69.443.89.8
Jun6.711.750.010.7
Jul8.313.351.810.0
Aug7.913.061.811.7
Sep5.010.166.512.4
Oct2.26.885.614.5
Nov-1.33.472.512.5
Dec-2.82.278.713.9
  

 

Mánuðir þar sem meðal daglegi hámarkshitinn er um og yfir 10° eru merktir með öðrum lit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guð blessi gróðuhúsaáhrifin

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2010 kl. 08:59

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gunnar. Pistillinn fjallar um íslenskar birkiplöntur, ekki gróðurhúsa...

Ágúst H Bjarnason, 14.5.2010 kl. 09:02

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Góður pistill. Mjög fróðlegt að fylgjast með þessu.
Það sem verður líka fróðlegt verður að fylgjast með grasvexti fyrir austan og skammtíma og langtímaáhrif öskufallsins. Vitanlega hrein skelfing fyrir bændur og bústofnin. Og vitanlega verðum við að styðja bændur.
Frá náttúrusjónarmiðum er það hins vegar áhugavert að fylgjast með áhrifunum á náttúruna.

Haraldur Baldursson, 14.5.2010 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband