Eldgos á Íslandi af mannavöldum...?

 

 

eldgos_af_mannavoldum_copy.jpg

 

 

Logandi standa í langri röđ, ljósin á gígastjaka...  kemur óneitanlega í hugann ţegar myndin er skođuđ, en svo stendur í Áföngum Jóns Helgasonar.

Er ţetta eldgos sem sést undir stjörnubjörtum nćturhimninum? 

Líklega er ţetta fyrirbćri af mannavöldum, svo varla getur ţađ veriđ eldgos. En hvađ er ţađ sem nćr ađ lýsa upp himininn eins og gos úr eldsprungu?

Auđvitađ er ţetta ljósbjarminn frá gróđurhúsum. Ţađ sáu auđvitađ allir strax...

 

En tilefniđ međ ţessum pistli er ađ minna á ţađ sem kallast ljósmengun, en fjallađ var um vandamáliđ í pistli fyrir ári: Ljósmengun í ţéttbýli og dreifbýli.

Ţađ er ţó ekki ljósmengun frá gróđurhúsum sem fer mest í hinar fínu taugar bloggarans, heldur algjörlega óţörf ljósmengun frá sumarbústöđum. 

Stundum telja menn ađ gott sé ađ hafa útiljós kveikt í öryggisskyni, ţ.e. til ađ minnka líkur á innbrotum. Ljós sem síloga draga ţó athygli ađ mannvirkinu sem ćtlunin var ađ verja, en mun áhrifameira er ađ hafa ljós sem kvikna viđ merki frá hreyfiskynjara, en eru ađ öllu jöfnu slökkt. Nágrannar verđa ţá varir viđ mannaferđir, og hinir óbođnu gestir hörfa.

Tilhneiging virđist vera hjá sumum sumarhúsaeigendum ađ vera međ útljós kveikt, jafnvel ţegar enginn er viđ. Ljósin hjálpa óbođum gestum ađ finna sumarhúsiđ. Ţađ er einnig tillitsleysi viđ nágrannana ađ vera međ logandi og illa skermuđ útiljós ađ óţörfu. Sumir hafa jafnvel komiđ upp röđ ljósastaura á sumarhúsalóđinni, en líklega eru ţeir svona hrćddir viđ myrkriđ og reyna ţví ađ flytja borgarljósin međ sér í sveitina.  

Hvers vegna ađ hafa kveikt á útiljósum ţegar enginn er útiviđ?  - Muniđ eftir slökkvaranum!

  - Notiđ hreyfiskynjara viđ útiljósin, ef ćtlunin er ađ fćla burt óvelkomna gesti.

  - Veljiđ ljósastćđi sem lýsa eingöngu niđur.

  - Notiđ ljósadimmi.

  - Notiđ minni perur.

 

Eigendur sumarbústađa: Slökkviđ útiljósin ţegar enginn er viđ, og helst einnig ţegar enginn er utandyra. Takiđ tillit til nágranna ykkar sem vilja geta notiđ ţess sem fallegar vetrarnćtur hafa upp á ađ bjóđa, ţ.e. tindrandi stjörnur og norđurljós! 

Veriđ ekki hrćdd viđ myrkriđ!

 

 

 

 

Myndin er tekin 9. október 2010 klukkan 22:10. Myndin var lýst í 30 sekúndur. Ljósop 3,5. ISO 1600. Bjarta stjarnan er Júpíter. Einstaklega stjörnubjart var ţegar myndin var tekin. Jafnvel má sjá móta fyrir Vetrarbrautinni á myndinni.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góđ hugvekja hjá ţér, Ágúst

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2010 kl. 23:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 762631

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband