Norðurljósin fallegu um helgina...

 

 

nordurljos_10_okt_2011.jpg

 

Norðurljósin voru einstaklega falleg um helgina.

Máninn lýsti upp landslagið og umhverfið var töfrum líkast.

Myndin er tekin efst í Biskupstungum og er horft til suð-vesturs. Bjarminn í fjarska er frá gróðurhúsunum í Reykholti.

Dans norðurljósanna minnir okkur á hve nálægt okkur hin fallega dagstjarna sólin er. Andardráttur hennar leikur um lofthjúp jarðar og birtist okkur á þennan undursamlega hátt.

 

Smellið tvisvar á myndina til að stækka og njóta betur.

 

Myndin er tekin með Canon 400D síðastliðið laugardagskvöld klukkan 22:35. ISO 800, 10 sek / f3,5. RAW. Linsa Canon 10-22mm.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Frábær mynd frændi.Ég gleymdi að koma til að skoða þotuna. Ertu ekki til í að kynna hana á netinu?

Halldór Jónsson, 12.9.2011 kl. 22:59

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sannarlega fjör í háloftunum - flott mynd!

Emil Hannes Valgeirsson, 13.9.2011 kl. 00:09

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamleg mynd sem himnagallerýið býður uppá. 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.9.2011 kl. 12:23

4 identicon

Meiriháttar mynd, konfekt fyrir augað.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 18:30

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Meira ljósop, minni tími. Hefði það ekki gert ljósin í betri fókus?

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.9.2011 kl. 09:21

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er hárrétt hjá þér Gunnar.  Ég tók líka mynd á tvöfalt lengri tíma með helmingi lægra ISO, en það var auðvitað mun verra. Hefði átt að prófa styttri tíma (5 sek) og 1600 ISO eða jafnvel 2 sek og 3200 ISO. Auðvitað hætta á meiri suðu (noise)  í myndinni, en til eru góðar noise síur til að lagfæra slíkt.  F3,5 er líklega stærsta ljósopið á þessai Canon 10-22mm linsu.

Ágúst H Bjarnason, 16.9.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband