Hafísinn í hámarki hámarki vetrarins, örlítið meiri en undanfarna vetur...

 

seaice-31mars2012-c.jpg

 

seaice-31mars2012-crop-b.jpg

Hvernig ætli ástand "landsins forna fjanda" sé um þessar mundir? Nú er hafísinn væntanlega í hámarki ársins. Hvernig er ástand hans miðað við undanfarin ár? Er hafísinn meiri eða minni? Svarið er, sýnist mér vera, aðeins meiri.  Auðvitað bara eðlilegar breytingar sem ekki geta talist miklar.

Myndin hér fyrir ofan sýnir útbreiðslu hans í dag 31. mars, en úrklippan er stækkuð mynd af ferlinum, þ.e. sýnir aðeins betur ástandið um þessar mundir. 

Takið eftir rauða ferlinum sem gildir fyrir árið sem er að líða. Forvitnilegt er að sjá hvernig hann hefur skotist upp fyrir ferla undanfarinna ára.

Í augnablikinu er útbreiðslan heldur meiri en á sama tíma árin 200720082009, 2010 og 2011, og er jafnvel kominn að meðaltali áranna1976-2006. Reyndar virðist 2012 ferillinn vera þessa dagana á sama róli og ferillinn komst hæst árið 2010.  Það gæti því ýmislegt breyst næstu daga...

Hér fyrir neðan er svo "lifandi" mynd sem á að uppfærast nokkuð reglulega (takið eftir dagsetningunni á myndinni).  Fróðlegt verður að fylgjast með þessari mynd næstu daga. Á rauði ferillinn eftir að fara yfir strikaða ferilinn sem sýnir meðaltal áranna 1979-2006? Errm


ssmi1-ice-ext

Ferlarnir eru fengnir hér:

arctic_roos_logo.jpg

www.arctic-roos.org

.

Til að fá heildarmyndina, þá er hér ferill sem sýnir heildarhafísinn samtals á norður- og suðurhveli, hafísinn á norðurhveli og hafísinn á suðurhveli. Ferillinn nær að nóvember 2011.

Dökkblái ferillinn er mánaðagildi. Rauði ferillinn er 13 mánaða meðaltal.  Græna lárétta línan er eingöngu til viðmiðunar fyrir augað...

seaice.jpg

Myndin er fengin að láni hér www.climate4you.com/SeaIce.htm, en skýringum var bætt inn á hana. Undir myndinni stendur eftirfarandi:

Graphs showing monthly Antarctic, Arctic and global sea ice extent since November 1978. The area covered by sea ice is defined as having at least 15% sea ice cover. Blue lines show monthly values, and red lines show the simple running 13 month average. Data kindly provided by the National Snow and Ice Data Center (NSIDC). Last month shown: November 2011. Latest diagram update: 8 December 2011.

 

 Svo er hér að lokum lifandi ferill frá Dönsku veðurstofunniHér er það sveri svarti ferlillinn sem byrjar vinstra megin sem áhugavert er að fylgjast með:http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png

 

 

Og svo enn einn lifandi ferill, nú frá National Snow and Ice Data Center (NSIDC).   Takið eftir hvernig blái ferillinn er kominn vel upp fyrir strikaða græna ferilinn, þétt að gilda gráa ferlinum sem sýnir meðaltal áranna 1979-2000.

 

 

Að lokum, hvað segir þetta okkur?  Svosem ekki neitt...   Við höfum ekki neinar áhyggjur af landsins forna frænda meðan hann gerist ekki nærgöngull. Sumir hafa reyndar meiri áhuga á útbreiðslunni í sumarlok, og eru þá með hugann við mögulega opnun siglingaleiða um norðurslóðir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 764773

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband