Verkís hlýtur Gullmerki jafnlaunakönnunar PwC...

 

 

Verkís 80 ára

 

 

Verkís er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur Gullmerki í Jafnlaunaúttekt PwC.  Þessi úttekt greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf.

Verkís fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið.
 
GullmerkiJafnlaunaúttektin greinir upplýsingar úr launakerfum fyrirtækja samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði og veitir upplýsingar um raunverulegan launamun kynjanna þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem mest hafa áhrif á laun, s.s. menntunar, starfsaldurs, starfaflokks og vinnustunda. Til að hljóta Gullmerkið þurfa fyrirtæki að hafa 3,5% eða minni launamun en Verkís var með um 2% launamun sem er ekki skýrður með þeim þáttum sem hafa helst áhrif á laun. Þetta er langlægsta hlutfall sem PwC hefur séð hér á landi. Í niðurstöðum skýrslunnar er hlutfallið hjá Verkís talið óverulegt og ekki hægt að greina að Verkís sé að greiða kynjunum meðvitað mismunandi laun fyrir sambærileg störf.
 

 „Við erum mjög stolt af því að vera fyrsta fyrirtækið til að hljóta Gullmerkið og lítum á það sem viðurkenningu á þeirri jafnréttishugsun sem er hluti af menningu Verkís og endurspeglar gildi fyrirtækisins“, segir Sveinn Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri.

 

 

VERKÍS er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði.

Verkís rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er því elsta verkfræðistofa landsins. Áratuga reynsla og þekking skilar sér í traustri og faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum lausnum.

Hjá Verkís starfa yfir 300 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.


 www.Verkís.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 762058

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband