Örstutt frétt af heilsufari sólarinnar...

 

 

 sunspots_feb_2012.jpg


Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan, þá hefur sólblettatalan fallið hratt þrjá mánuði í röð. Síðasti punkturinn er fyrir febrúarmánuð, en nú í mars sáust margir sólblossar með tilheyrandi norðurljósum, svo að líklegt er að ferillinn rísi aftur eitthvað næst þegar hann verður birtur. (Sjá mynd neðst á síðunni). Sólbletturinn sem stóð fyrir þessari sýningu er nú horfinn bak við sólina.

Myndin er fengin hér: http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle.

Á næstu mynd sjáum við hvernig sólin hefur hagað sér síðastliðna hálfa öld, og má sjá dýfuna undanfarið lengst til hægri.

 

Sólsveiflur
 
Myndin er fengin hér:  http://sidc.oma.be/sunspot-index-graphics/sidc_graphics.php


Næsta myndi sýnir svo segultruflanir, eða AP vísinn (Ap index).  Eins og sjá má þá hefur ferillinn verið á niðurleið undanfarinn áratug.

 

 

Ap index
 
  Myndin er fengin hér: http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle.
 
 
 
 

 

Hér að ofan má sjá mynd sem uppfærð er daglega. Myndin hér ætti einnig að gera það. Á myndinni má sjá að nú í mars hefur ferillinn stigið aðeins, en síðan fallið örlítið aftur.

Mynd í fullri stærð:  http://www.leif.org/research/TSI-SORCE-2008-now.png

Mynd í meiri upplausn: http://www.leif.org/research/TSI-SORCE-Latest.png

Myndin er fengin að láni úr geymslu Dr. Leif Svalgaard hjá Stanford háskóla, en Leifur er danskrar ættar.

 


 

 

Norðurljósaspá

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mjög áhugavert. En hvaða afleiðingar hér á jörðu, fyrir utan áhrif á norðurljósin, hafa þessar sveiflur í fjölda sólbletta, Ágúst?

Jón Valur Jensson, 17.3.2012 kl. 02:41

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón Valur.

Svarið veit enginn með neinni vissu. Það getur auðvitað verið tilviljun að virkni sólar á umliðnum öldum hefur farið nokkuð saman við hitastig og tíðarfar.  Sjá umfjöllun um breytingar í sólinni:  Solar variation.

Sumir telja að minnkandi sólvirkni á næstu árum/áratugum geti haft í för með sér kólnandi veðurfar. Sjá til dæmis þessa nýlegu grein í tímaritinu  Journal of Atmospheric and Solar-Terrestrial PhysicsThe long sunspot cycle 23 predicts a significant temperature decrease in cycle 24
Greinin er á svipuðum nótum og þessi bloggpistill frá árinu 2010.

Svo eru aðrir sem telja að áhrif sólar á hitafar séu lítil. 

Nú, þegar það virðist vera að virkni sólarinnar fari nokkuð hratt minnkandi, þá er sjálfsagt að fylgjast með. Kannski mun það kenna okkur eitthvað.   Við gætum t.d. fylgst með þessu á næstu árum:

Hvenær vorar.
Hvenær haustar.
Kal í túnum.
Hafís á norðurslóðum.
Skíðasnjór í Bláfjöllum.
Skautaís á tjörninni.
Hvenær falla kartöflugrös að hausti.
Hvernig gengur kornrækt á Íslandi.
Berjaspretta.
Opnast siglingaleiðir um norðurslóðir.
Meðalhiti jarðar.
Breytingar í sjávarstöðu.

O.s.frv.

Sumt af þessu þekkjum við frá hafísárunum / kalárunum svonefndu. Það er margt sem kólnandi veðurfar gæti haft áhrif á, flest frekar neikvætt. Minnkandi sólvirkni hefur þó nokkuð örugglega í för með sér að það verður minna um norðurljós og að radíóamatörar sem notfæra sér endurkast radíóbylgna frá jónahvolfinu munu barma sér.

Það getur auðvitað vel verið að veðurfar verði milt áfram eins og tvo síðustu áratugi, og það vona ég.

Sem sagt, ég veit ekki svarið við þinni einföldu spurningu.       Sjálfur ætla ég ekki að selja gömlu góðu úlpuna mína... 

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2012 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 764773

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband