"This is BBC, Bush House, London"...

 

 

stuttbylgjuhlustun.jpg


Þessi orð hljóma enn í eyrum þess sem oft hlustaði á BBC fyrir hálfri öld:  "This is BBC, Bush House, London...",    en þannig var stöðin kynnt annað slagið á stuttbylgjum. Útsendingum var tiltölulega auðvelt að ná, sérstaklega ef maður hafði yfir að ráða sæmilegu stuttbylgju útvarpstæki og loftneti utanhúss.  Þetta var auðvitað löngu fyrir daga Internetsins.

Það var því gleðilegt þegar farið var að senda út þessa dagskrá á FM bylgju á Íslandi fyrir nokkrum árum, en jafn leiðinlegt þegar 365 miðlar hættu útsendingum fyrir nokkrum vikum. Margir tóku þó gleði sína aftur í dag þegar Vodafone hóf að endurvarpa stöðinni á 103,5 MHz.

Þegar aðeins var hægt að ná útsendingum á stuttbylgju var maður háður skilyrðum í jónahvolfinu sem er í um 100 km hæð, svipað og norðurljósin, því aðeins var hægt að heyra í erlendum stöðvum ef radíóbylgjurnar náðu að endurvarpast þar. Það er einmitt sólin eða sólvindurinn sem kemur til hjálpar þar sem víðar, enda fylgdu skilyrðin á stuttbylgju 11 ára sólsveiflunni. Miklar styrkbreytingar og truflanir frá öðrum stöðvum trufluðu oft útsendinguna, ef hún heyrðist á annað borð, en það tók maður ekki nærri sér.

Nú eru breyttir tímar.  Hin glæsilega bygging Bush House er ekki lengur notuð fyrir útsendingar BBC Worls Service.   Og aðeins þarf að stilla litla útvarpstækið  á 103,5 MHz og BBC stöðin heyrist hátt og skýrt án truflana.

 

tf3om.jpg

 

Á efri myndinni situr bloggarinn við viðtæki sem hann notaði til að ná tímamerkjum frá WWV Boulder Coloradio vegna athugana á brautum gervihnatta. Á neðri myndinni má sjá á myndinni 150W heimasmíðaðan stuttbylgjusendi í notkun hjá TF3OM. Myndirnar eru frá því um 1965.

 

 

 

_58780874_waves_1.gif

 

 Sjá:            BBC World Service at 80: A lifetime of shortwave

 

 

 

sony_icf-7600d.jpg
 
Gott stuttbylgjutæki eins og bloggarinn á í dag.
Sony ICF 7600D
 

 


mbl.is BBC World Service aftur í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 762051

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband