Annað flöskuskeytanna er núna að taka land í Skotlandi. Verður Gunna fyrir valinu? Sjá myndir...

 

 

 Annað flöskuskeytanna, Iceland-1, er rétt í þann mund að taka land á
Suðureyjum (Hebrides) við Skotland.

Stefnan er annað hvort á Eyjuna Coll eða Tiree, en smáeyjan Gunna þar á milli virðist bíða spennt.


Smella á mynd til að stækka og sjá betur.

Síðasta skeyti barst klukkan 09:20 og er næsta skeyti væntanlegt 13:20.

 

Flaska-15jan2017

 Hér sést ferðalag skeytanna frá því í janúar 2016

 

 

Flaska-16

 Skeytið Iceland-1 stefnir á smáeyjuna Gunna

 

 

Flaska-17

  Smáeyjan Gunna


Flaska-17 Gunna

 Gunna er aðeins 69 hektarar.
Á Gelísku hetir hún Gunnaigh, en það þýðir Gunnaeyja eða eyjan hans Gunna,
eða Gunnarseyja.

 


Flöskuskeytin tvö
hafa undanfarna mánuði ferðast frá Íslandi áleiðis til Grænlands og síðan suður meðfram ísjaðrinum við austurströnd Grænlands í miklum vindi og sjógangi.  Fyrir sunnan Grænland snérist þeim hugur og tóku stefnuna til austurs og norðurs langleiðina að Íslandi. Aftur snérist þeim hugur og héldu nú áleiðis til Grænlands, suður með austurströndinni og norður með vesturströndinni fram hjá hinni fornu byggð norrænna manna. Síðan héldu þau áleiðis til Vínlands, en fengu ekki góðan byr... Eftir að hafa þvælst um í hafinu vestan Grænlands í nokkurn tíma tóku þau stefnuna hratt í suðausturog huga nú að landtöku á Suðureyjum við Skotland. Landnámsmenn sóttu sínar konur á þessar slóðir eins og flesti vita...

Flöskuskeytin hafa nú ferðast um 15.000 kílómetra síðan þau voru sjósett í janúar fyrir einu ári um 40 km sunnan við Reykjanesvita. Flöskuskeytin hafa staðist þessa þolraun og senda enn skeyti um gervihnetti með nákvæmum staðsetningarupplýsingum.

Myndin neðst á síðunni er beintengd við líkanið sem sýnir hvar flöskuskeytin eru stödd. Með því að smella á blöðrurnar er hægt að kalla fram upplýsingaglugga eins og er á efstu myndinni. Með músarbendlinum er hægt að færa kortið.

 

 

Skoðið nánar á þessum vefsíðum:

Vefsíða Ævars vísindamanns:

http://krakkaruv.is/floskuskeyti


 

Stórt kort sem sýnir ferðalag flöskuskeytanna:

gps.verkis.is


 

Bloggsíða með fjölda mynda og kortum, en þar má lesa um aðdraganda ævintýrisins og sjá hvernig flöskuskeytin líta út:

Ævar vísindamaður og flöskuskeytið frábæra með gervihnattatengingu...

agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2163995

 

 

Verkfræðistofan Verkís hannaði og smíðaði flöskuskeytin á eigin kostnað, enda telja starfsmenn Verkís að Ævar vísindamaður vinni gott starf í þágu barna og unglinga.
Vísindin efla alla dáð!

 

 

 

 

 

 Beintengd mynd sem sýnir hvar flöskuskeytin eru stödd núna.

Prófið að draga til kortið með músinni og nota músarhjólið.

 

 

 

Líkan sem sýnir vindakerfið akkúrat núna.

https://www.windytv.com

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband