Um áramót reikar hugurinn víða...

Flugeldar

 

Auðvitað reikar hugurinn víða um áramót. Eins konar uppgjör á sér stað. Maður verður jafnvel örlítið meyr og tilfinningarnar brjótast fram. Fyrst og fremst er þakklæti efst í huga. Árið hefur verið gæfuríkt og ánægjulegt, þannig að ekki er hægt annað en vera glaður og þakklátur.

Ég ætla að einskorða þenna pistil við kynni mín af bloggheiminum á liðnu ári, enda er sá heimur mjög sérstakur. Það tekur smá tíma að læra að fóta sig í þessum hálfgerða sýndarheimi og kynnast innviðum hans, en ekki líður á löngu áður en maður er farinn að vera heimavanur og óragur við að sýna sig og sjá aðra. Sjálfstraustið vex.

Í bloggheiminum fara fram fjörugar umræður. Stundum fullar af gáska og fjöri, en oft er fjallað um mikilvæg málefni, stundum svo vel að rödd okkar berst út fyrir virkisveggi bloggheima. Þá er virkilega tekið eftir því sem við höfum til málanna að leggja. Hvers vegna, jú hér fara fram miklar og rökfastar umræður um bókstaflega allt sem viðkemur mannlegum samskiptum, listum, stjórnmálum, tækni og trúmálum. Líklega er ekkert okkur óviðkomandi. Gagnkvæm virðing og samstaða ríkir milli íbúa bloggheima. Þar eru allir jafnir.

Auðvitað er maður ekki alltaf sammála öllum, en bloggsamskiptin krefjast þess oft að maður beiti gagnrýnni hugsun, finni rök og reyni að beita þeim. Í pistlaskrifum reynir á öguð og vönduð vinnubrögð. Þar er gott að hafa góðar fyrirmyndir og vera sífellt að reyna að bæta sig. Sífellt að læra eitthvað nýtt. Þegar upp er staðið erum við öll sigurvegarar.

Í bloggheiminum hef ég eignast vini. Jafnvel mjög góða. Gömul kynni hafa rifjast upp og stofnað hefur verið til nýrra. Hér hef ég kynnst einstöku fólki.

Það sem mér er minnisstæðast úr heimi bloggsins á liðnu ári er þátttaka mín í Leshringnum og samneyti við góða lesvini sem venja komur sína á Martas Blog Café. Þar hef ég kynnst góðu fólki og átt margar ánægjulegar stundir við lestur góðra bóka og spjall um ritverk og höfunda þeirra, sögusvið og ritstíl.

 

Ég óska öllum bloggvinum mínum og fjölskyldum þeirra árs og friðar.
Þakka fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári.
 
Gleðilegt ár Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Sæll Ágúst.

Ég þakka ánægjulega bloggvináttu á liðnu ári. Ég vil óska þér og fjölskyldu þinni farsældar á komandi ári 2008.

Pistlarnir þínir og greinarnar klikka ekki, skemmtileg lesning!

Flug/flugmódel-kveðja // Guðni

gudni.is, 31.12.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þakka þér Ágúst fyrir samskiptin á árinu sem er að líða og ekki síst fyrir góða tæknilega ráðgjöf í Leshringnum.

Með kveðju og ósk um að þú og fjölskylda þín eigi margar góðar stundir á árinu. 

Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleðilegt ár Ágúst og vonandi verur nýja árið HLÝTT  og notalegt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þökk fyrir þitt ágæta blogg á aflíðandi ári - gleðilegt nýtt ár!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 31.12.2007 kl. 17:34

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gleðilegt ár og takk fyrir góð samskipti á árinu í bloggheimum. Já, og skemmtileg blogg þótt ég sé ekki nógu dugleg að kommenta ... sorrí.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.12.2007 kl. 23:26

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir bloggvináttuna á árinu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.12.2007 kl. 23:37

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri Ágúst. Það hefur verið mjög gaman að kynnast þér. Þú hefur frætt mig um margt og ert að mínu mati mjög vitur og góður maður. Hlakka til að hitta þig á nýju ári í góðra vina hóp ef hægt er.   Kær kveðja og innileg ósk um gleðilegt nýtt ár.

                

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 01:11

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kærar þakkir fyrir kveðjurnar.  Nú þegar árið er liðið í aldanna skaut sendi ég ykkur aftur mínar bestu nýárskveðjur með þakklæti fyrir liðið ár.

Ágúst H Bjarnason, 1.1.2008 kl. 01:27

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gleðilegt ár Gústi og takk fyrir ánægjustundirnar hér á blogginu. Þær verða vonandi fleiri og jafnvel betri á næsta ári.

Haukur Nikulásson, 1.1.2008 kl. 01:49

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir kveðjur og góðar óskir frændi og héðan úr Florida sendast bestu nýjárskveðjur með þökkum fyrir bloggárið og alla aðstoð sem þú hefur veitt mér við að byrja. Þú ert alltaf langt á undan öðrum hvað tæknimálin varðar og ómetanlegt að geta leitað í smiðju til þín.

Ég horfi útá Mexicoflóann þaðan sem ég er staddur. Hér hefur verið sólskin og góður hiti síðan ég kom þ.19.des. en aðeins minna bjart og þokukenndara síðustu 2 daga. Hér er gott að vera og allt verðlag er minnst einn á móti pí sem er á Íslandi, nema það sem er einn á móti 2pí og sumt einn á móti 3 pí.

Merkilegt að Íslendingar skuli ekki gera sér grein fyrir því, að lágvöruverðsverzlanir hafa aldrei litið dagsins ljós á Íslandi . Þar ríkir  bara samræmt okur, verðblekkingar og heilaþvottur stjórnmálamannanna á okkur um hversu allt sé viðurstyggilegt í Bandaríkjunum á öllum sviðum en þeir sjálfir góðir við okkur.  

Af hverju kemur fólk ekki meira hingað til að sjá sjálft hvernig USA er í stað þess að kyrja þennan sífellda söng um hversu Bush sé vitlaus. .

Fullkominn unaður að horfa á fegurðardísirnar Sukhoi og Svetlönu dansa í háloftunum. Takk fyrir mig. Bestu kveðjur

Halldór Jónsson, 1.1.2008 kl. 15:56

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi. Gaman að fá kveðjur alla leið frá Flórída. Hér er líklega ekki alveg eins ljúft veður og hjá þér. Raketturnar flugu lárétt í rokinu í gær, en það kom ekki í veg fyrir að sannir Íslendingar skytu upp gamla árinu, jafnvel þó þeir stæðu varla í lappirnar vegna Kára sem var í jötunmóð. Öllum brennum var frestað þar til í dag.

Var að koma úr nýársgöngutúrnum; 7km ganga á móti hríðinni þvert yfir hraunið upp í Heiðmörk, gegnum Maríuhella og til baka yfir hraunið í rökkrinu. Virkilega hressandi. Bestu kveðjur til ykkar og gleðilegt ár.

Ágúst H Bjarnason, 1.1.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 764773

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband