Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir börn og fullorðna

ic342_noao

 

(Formaður Stjörnuskoðunarfélagsins það mig um að koma eftirfarandi á framfæri).

Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir fullorðna

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir tveimur námskeiðum fyrir byrjendur. Þau eru opin öllum þeim sem áhuga hafa á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Þeir sem eiga sjónauka ættu að geta lært sitthvað um meðferð þeirra. Námskeiðin standa yfir í tvö kvöld en boðið verður upp á stjörnuskoðun að þeim loknum (þegar veður leyfir). Námskeiðin fara fram í Valhúsaskóla, á Seltjarnarnesi, þar sem Stjörnuskoðunarfélagið hefur aðsetur.

Dagsetningar:

  • 22.-23. janúar 2008 (og stjörnuskoðun 24. janúar ef veður leyfir annars síðar)
  • 5.-6. febrúar 2008 (og stjörnuskoðun 7. febrúar ef veður leyfir annars síðar)

» Lesa nánar / skráning á fullorðinsnámskeið

 

Námskeið í stjörnufræði fyrir börn og unglinga

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir tveimur námskeiðum í stjörnufræði fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-13 ára. Með hverju barni skal koma einn forráðamaður. Á námskeiðunum verður fjallað um ýmislegt sem tengist himingeimnum auk þess sem börnum og fullorðnum býðst að heimsækja stjörnuverið. Hvort námskeið stendur yfir í 2 klst., þátttakendur velja annan hvorn daginn, en boðið verður upp á stjörnuskoðun að þeim loknum (þegar veður leyfir). Námskeiðin fara fram í Valhúsaskóla, á Seltjarnarnesi, þar sem Stjörnuskoðunarfélagið hefur aðsetur.

 

Dagsetningar:

  • Laugardagurinn 19. janúar 2008 kl. 14-16
  • Sunnudagurinn 20. janúar 2008 kl. 14-16
 
sedsm51a
 
Sjá bloggsíðuna Stjörnufræðivefurinn bloggar 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sá frétt í Fréttablaðinu í gær um nýtt svarthol sem var að finnst,  18.000.000.000  massameira en sólin, er þetta til á netinu, þvílíkar stærðir ég er bara ekki orðin stærri en kaffibaun í norni þessarar stærðar.   Poseidon 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svarthol eru makalaus fyrirbæri sem erfitt er að ímynda sér. Þau allrastærstu eru í miðju vetrarbrautanna. Hér er fjallað um slík risasvarthol. Á Vísindavefnum er svar við spurningunni Hvað er svarthol?






Ágúst H Bjarnason, 13.1.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Úffff...þetta er alltaf ógnvekjandi og maður finnur hvað maður er agnarsmár.

Spennandi stjörnusk. námskeiðið  

Rúna Guðfinnsdóttir, 13.1.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, það væri annað en gaman að vera stungið í svartholið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.1.2008 kl. 01:11

5 Smámynd: Púkinn

Bara ef það væri nú unnt að panta heiðan himin stöku sinnum, svo það sæist til stjarnanna.

Púkinn, 15.1.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 765212

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband