Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir

Nordurljos

 

Undanfarna daga hefur verið mikið um norðurljós. Þó höfum við Íslendingar ekki getað notið þeirra eins vel og ísbirnirnir á myndinni. Hér hefur verið frekar skýjað og spáin fyrir vikuna er ekki hagstæð.

Myndin er tekin í þorpinu Salluit, Nunavik  í Quebec þar sem aldrei hafa sést ísbirnir. Hvernig stendur á þessum krúttlegu björnum þarna? Eru þetta ísbirnir í orlofi að virða fyrir sér stjörnuhimininn og norðurljósin? Túristabirnir? Þeir virðast allavega kunna vel að meta fegurð norðurljósanna ... 

Hvaðan koma birnirnir og hvernig?       Jamm... Þetta eru sko alvöru ísbirnir, þ.e. birnir gerðir úr ís og snjó. Joyful

Þetta er falleg mynd. Á vefsíðunni www.spaceweather.com er fjöldinn allur af fallegum norðurljósamyndum sem teknar hafa verið  undanfarna daga.  Norðurljósamyndirnar eru hér.

 

 

coronalhole_hinode_163Í kvöld og annað kvöld má hugsanlega búast við miklum norðurljósum. Ástæðan er mikil kórónugos sem japanski gervihnötturinn Hinode varð var við fyrir nokkrum dögum.  Risavaxið gasský stefnir nú á ógnarhraða (um 2.000.000 km á klukkustund) í átt til jarðar og er væntanlegt einmitt núna.  Það er því rétt að gjóa augum til himins ef það skyldi rofa til. 

Myndin hér til hliðar er frá Hinode og sýnir svæðið þar sem kórónugosið átti sér stað.  Nánar um þessa mynd í frétt hér frá 13. janúar.

 

 

Norðurljósin séð frá gervihnetti, næstum í rauntíma:

Hér birtist sjálfkrafa ný mynd í hvert sinn sem NOAA POES gervihnötturinn hefur farið yfir norðupólinn.  Guli hringurinn er norðurljósin eins og þau sjást frá gervihnettinum.

Takið eftir tímanum efst á myndinni.

Ísland er hægra megin á myndinni.  Á myndinni má sjá hvort líkur séu á að norðurljósin séu sýnileg hér á landi. Ný mynd birtist á um 100 mínútna fresti.

Rauða örin bendir á sólina, þ.e. hvar á jörðinni hádegi er.

Nánar hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Æðisleg mynd...er er hún ekki photoshoppuð???

Ég get ekki annað en sagt: Mikið eruð þér fróður maður Ágúst minn góður!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 15.1.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Myndin er fengin að láni hjá vefsíðunni www.spaceweather.com. Þar stendur:

"Disclaimer: These "bears" are made of snow. There are no polar bears in the village of Salluit, Nunavik, Quebec, where Sylvain Serre took the picture on Jan. 9th. Nevertheless, the principle is sound: Somewhere up there, polar bears must be watching."

Þannig að ég held að þetta séu alvöru ís-birnir, eða þannig .    Sem sagt, ekki photoshoppaðir birnir heldur gerðir úr snjó.  

Ágúst H Bjarnason, 15.1.2008 kl. 13:11

3 identicon

Sæll Ágúst.


Við hér fyrir norðan fengum góða sýningu þann 13. (Ólafsfjörður)

Ég tók þessar myndir það kvöld.

 http://www.flickr.com/photos/magnussveinsson/sets/72157603700338386/detail/

kv.

Magnús A. Sveinsson

Magnús A. Sveinsson (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 14:40

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Magnús. Þetta eru alveg einstaklega flottar myndir hjá þér á myndasíðunni þinni Norðurljósaveiðar.

Ágúst H Bjarnason, 15.1.2008 kl. 14:43

5 identicon

Flott mynd. Við sjáum oft norðurljósin hérna hjá okkur. Engin háhýsi til að skyggja á neitt á himininum

Bryndís R (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:41

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bryndís, það eru forréttindi að búa í sveit fjarri skarkalanum

Ágúst H Bjarnason, 15.1.2008 kl. 20:21

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætla að kíkja út strax, takk fyrir þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 23:24

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég sá engin norðurljós í kvöld, en á www.spaceweather.com er mynd sem sýnir norðurljósin séð frá gervihnetti "í beinni":  "Current Aurora Oval".  Það virðist vera töluvert um norðurljós núna, en frekar fyrir norðan Ísland.

Ágúst H Bjarnason, 15.1.2008 kl. 23:30

9 identicon

Hvað það kittlar að horfa á þessar myndir

ee (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 00:29

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mjög góð vefsíða um eðli norðurljósa: Northern Lights

Ágúst H Bjarnason, 16.1.2008 kl. 07:20

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Myndin sýnir norðurljósin kl 07:07 að morgni 16. janúar séð frá gervihnetti. Norðurljósabeltið liggur nú fyrir norðan Ísland, þannig að við sjáum engin norðurljós hér eins og er.

Nýjustu mynd má sjá hér:  http://www.swpc.noaa.gov/pmap/gif/pmapN.gif

Ágúst H Bjarnason, 16.1.2008 kl. 07:26

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þessar upplýsingar um Norðurljós, Ágúst. Ég hef heillast af samspili sólstorma við jörðu í tuttugu ár og sannfærist enn um áhrif þeirra á veður, jörð og mannfólkið. Það sem er sérstaklega athyglisvert og sést á NOAA myndunum hverju sinni er það að innstreymi hlöðnu eindanna er mikið að meðaltali á Ísland. Við erum líklegast háð þessu hér!

Ívar Pálsson, 16.1.2008 kl. 11:25

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég sé það núna að NOAA myndin sem sýnir norðurljósabeltið uppfærist sjálfkrafa. Þar er sem sagt alltaf nýjasta myndin, aðeins nokkurra mínútna gömul.

Ágúst H Bjarnason, 16.1.2008 kl. 12:21

14 identicon

Er hægt að taka myndir af norðurljósum með ósköp venjulegri digital myndavél? Ég hef aldrei verið svo heppin að hafa myndavélina með þegar ég sé þessi fallegu ljós þannig að ég hef aldrei prófað það. :(

 En mikið ofsalega eru þetta fallegar myndir!

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 13:01

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Jóhanna. Það er auðvelt að taka myndir með venjulegri digital myndavél. Það er auðvitað best ef maður getur still ljósop og lýsingartíma, en það sakar ekki að reyna. Það er þó nauðsynlegt að nota þrífót. Þessa mynd tók ég með gamalli Canon vasamyndavél. Man ekki hvernig ég stllti hana, en minnir að ég hafi notað stillingu sem kallast "long shutter".

Ágúst H Bjarnason, 16.1.2008 kl. 13:09

16 identicon

Vá hvað hún er falleg! Takk fyrir svarið Ágúst og nú býð ég bara spennt eftir norðurljósunum til að láta sjá sig svo að ég geti tilraunast! :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 13:18

17 Smámynd: Ívar Pálsson

Fyrir áhugasama þá er Boston University með rannsóknarverkefni í gangi tengt þessu. Sjáið hér.

Ívar Pálsson, 17.1.2008 kl. 10:35

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þakka þér fyrir þessa áhugaverðu grein Ívar.  

Ég er sannfærður um að almennt gera menn sér ekki grein fyrir alvöru málsins, en staðreyndin er sú að sólstormar hafa valdið miklu tjóni eins og fram kemur í greininni, og það oftar en einu sinni.  Eitt þekktasta dæmið er þegar raforkukerfið í Quebeck og hluta Bandaríkjanna hrundi af þessum sökum árið 1989, eins og fram kemur í greininni. Milljónir manna urðu þá án rafmagns.

Það er bara tímaspursmál hvenær við lendum næst í alvarlegum hremmingum vegna sólgosa.

Ágúst H Bjarnason, 17.1.2008 kl. 11:11

19 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Svo má minna á þessa síðu frá Alaska, en þarna er m.a. sett fram norðurljósaspá á mjög einfaldan hátt, nokkra daga fram í tímann.

http://www.gedds.alaska.edu/AuroraForecast/Default.asp?Date=20080118

Emil Hannes Valgeirsson, 17.1.2008 kl. 18:18

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir Emil.

Ágúst H Bjarnason, 17.1.2008 kl. 18:21

21 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

rosalega falleg mynd

Guðríður Pétursdóttir, 18.1.2008 kl. 01:45

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er falleg mynd Guðríður. Ísbirnirnir eru frábærir, en þeir eru gerðir úr snjó

Ágúst H Bjarnason, 18.1.2008 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 762050

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband