Frábær fyrirlestur undrabarns um fjórðu víddina, strengjafræði og tilraunirnar hjá CERN ... Myndband

brian_greene.jpgLangar þig að vita hvers vegna menn leggja svona gríðarlega mikið á sig við öreindarannsóknir og eru tilbúnir að verja 500 milljörðum króna í vélbúnað sem 5000 vísindamenn munu koma að? Það hlýtur að vera eitthvað stórmerkilegt að gerst.

Er þetta eitthvað sem er ofar skilningi okkar  sem ekki eru öreindafræðingar? Er þetta eitthvað sem hlýtur að vera ómögulegt að skilja? Nei, ekki aldeilis.

Brian Greene er prófessor í eðlisfræði og stærðfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum. Hann er einnig frábær fyrirlesari og á auðvelt með að segja frá þannig að allir skilji. Jafnvel ég og þú. Hann er einn þekktasti öreindafræðingur samtímans, en hann er sérfæðingur í svokallaðri strengjafræði. Undrabarn sem fór 12 ára gamalt í Columbia háskólann til að nema stærðfræði.

Í fyrirlestrinum á myndbandinu lýsir hann á auðskilinn hátt þeim örsmáa undraheimi  sem vísindamenn um allan heim eru að reyna að skyggnast inn í með hjálp öreindahraðalsins í CERN. Eftir aðeins fáeinar mínútur erum við mikils vísari um þennan heim þar sem víddirnar eru ekki aðeins þrjár, og jafnvel ekki fjórar, heldur tíu! 

Betri fyrirlesari en  Brian Greene er er líklega vandfundinn. Hann er þekktur fyrir að fræða almenning um fræðilega eðlisfræði, m.a. í sjónvarpsþáttum.

 Það væri frábært ef sjónvarpið tæki til sýninga eitthvað af þáttum hans.

 

 

Úr Wikipedia:

Brian Greene (fæddur 3. febrúar 1963) er eðlisfræðingur og einn þekktasti strengjafræðingur heims. Hann hefur verið prófessor við Columbia-háskóla síðan árið 1996. Greene, sem fæddur er í New York var undrabarn í stærðfræði. Hæfileikar hans voru slíkir, að 12 ára gamall hlaut hann einkakennslu hjá stærðfræðiprófessor við Columbia-háskóla þar sem hann hafði þegar farið langt fram úr allri framhaldsskólastærðfræði. Árið 1980 innritaðist Greene í Harvard-háskóla til að leggja stund á eðlisfræði og síðar nam hann við háskólann í Oxford á Englandi.

Bók hans The Elegant Universe: Superstrings, Hidden Dimensions, and the Quest for the Ultimate Theory var til þess fallinn að vekja áhuga á strengjakenningunni og M-kenningunni. Hún var útnefnd til Pulitzer verðlauna í flokki bóka sem ekki teljast til skáldsagna. Bókin varð síðar viðfangsefni sjónvarpsþátta á PBS sjónvarpstöðinni þar sem Greene var sögumaður. Seinni bók hans The Fabric of the Cosmos fjallar um tímarúm og eðli alheimsins.

Brian Greene hefur einnig komið að leiklist, t.a.m. var hann leikaranum John Lithgow til aðstoðar vísindalegan texta í sjónvarpsþáttaröðinni 3rd Rock from the Sun og kom einnig fram sem aukaleikari í myndinni Frequency. Nýverið var hann einnig til ráðgjafar við kvikmyndina Deja Vu sem fjallar um tímaflakk og inniheldur hugtök úr fræðilegri eðlisfræði.

 

 

Vísindavefurinn: 
Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast?

 

Frábær myndbönd með Brian Greene:

The Elegant Universe
Þessa þætti væri gaman að sjá í sjónvarpinu, en þetta eru bara sýnishorn á vefsíðu Public Broadcasting Service (PBS).

 

Í fullri lengd er hægt að sjá á Google  The Elegant Universe - Part I Einsteins Universe

og  The Elegant Universe-Part.II-Strings Theory

 

 

(Ath. Á álagstímum eru oft miklir hnökrar í YouTube. Það hjálpar að setja SpeedBit Video Accelerator í tölvuna. Ókeypis hér).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir þetta - og SpeedBittið :)...Það er nokkuð ljóst, að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og það , sem heillar mig mest varðandi strengjakenningarnar (ansi margar) eru þær mörgu víddir, sem þær gera ráð fyrir.

Okkur er kennt, að 2+2 =4 og er ég horfði á jöfnurnar krítaðar uppá töflu, þá sá ég fyrir mér að talan 22 gæti verið samasem pýramíti (útfrá því hvernig talan 4 er mynduð...það er óhjákvæmilegt að fara á smá flug, er horft er á Strengjasinfóníur :)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.9.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Andrés.si

Ég er að tala í 15 ár um mælingar í víddum sem við þekkjum ekki. En því miður var og er fyrir stríðni.  Mörg ár er hefur liðið siðan Slavko Gorenc, sem mælir fólk dyr og plöntur og staðsetningar á jörðini,  sagði að  mögulegt er að mæla  í víddum sem við þekkjum ekki. Hann hefur ráðlagt íslenskum pólitikusum eða skríflegt  til alþingismen, að hér á landi er mögulegt að a.m.km milda jarðskjalta fyrir austani austan. ---Engin áhugi var þá  1996-98---

 Ó nei, þeir höfðu grín af hönum og maður fór bara afram sinnu stríki.  Hér má nefna að hann er í frekkar leynilegum og þar af lika almennum marköðum með þetta Biokibernetiku eins og það heitir.

Andrés.si, 13.9.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 764433

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband