VERKÍS verkfræðistofa með samfellda reynslu frá 1932 og um 350 starfsmenn...

 

 

Verkfræðistofurnar VST-Rafteikning, Fjarhitun, RT-Rafagnatækni og Fjölhönnun sameinast formlega í dag 21. nóvember. 

Nafn verkfræðistofunnar er VERKÍS.

www.verkis.is

 

Allar stofurnar eru rótgrónar og eiga að baki farsælan feril á verkfræðimarkaðnum. VST-Rafteikning varð til vorið 2008 við sameiningu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sem var stofnuð árið 1932 og Rafteikningar sem stofnuð var árið 1965. RT-Rafagnatækni hefur starfað frá árinu 1961, Fjarhitun frá árinu 1962 og Fjölhönnun frá árinu 1970.

Með samruna þessara fyrirtækja, sem samtals hafa starfað í 250 ár, verður til leiðandi og öflug verkfræðistofa með um 350 starfsmenn.

VERKÍS mun veita alhliða ráðgjöf á flestum sviðum verkfræði.  Samruninn mun styrkja innviði, gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari, auka faglega hæfni og breidd, styrkja fagþekkingu og efla sókn á erlenda markaði. Samskipti við viðskiptavini verða áfram persónuleg og þjónusta verður styrkt með fjölbreyttari lausnum og víðtækari ráðgjöf sem unnin er samkvæmt vottuðu gæðakerfi.  

 

 

verkistimaskali.jpg

 

 • 1932:  VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
 • 1961:  RT - Rafagnatækni
 • 1962:  Fjarhitun
 • 1965:  Rafteikning
 • 1970:  Fjölhönnun

Samanlagður aldur verkfræðistofanna sem sameinast er 250 ár.

Fjöldi starfsmanna er 350.

 

verkisgomlulogo.jpg

 

 

 >>> Það eru vitmenn hjá Verkís <<<

Wizard  Til hamingju með daginn Verkís   Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Til lukku með samrunann - það er jú framtíðin :) Hvernig er annars eignarhaldi háttað? Á starfsfólkið fyrirtækið?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.11.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Ásgeir. Um þriðjungur starfsmanna á fyrirtækið. Allir eiga nánast jafnan hlut.

Ágúst H Bjarnason, 21.11.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju með þetta Ágúst. Þetta er frábært fyrirtækjamódel og ætti að vera öðrum til fyrirmyndar. Ég er heillaður af því þegar hugvit og skynsemi fara saman. Ég er líka viss um að þetta fyrirtæki getur getið af sér fjölda annarra fyrirtækja með lausnum sínum og þjónustu.  Hef ákveðna hluti í huga í því samhengi.

Annars langar mig að benda þér á einn kall, af því að þú hefur áhuga á orkumálum og höfuðgjaldmiðli heimsins Olíunni. Ég hef áhuga á stærra samhengi hlutanna, sem stundum ergir marga, en þessi maður Lindsey Williams er einn þeirra sem meira og meira er hlustað á vegna þess hve hann hefur virst vita nákvæmlega hver þróunin er í þessum málum í talsvert langan tíma. Margir kölluðu hann crackpot, en nú renna tvær grímur á menn. Hér er fyrirlestur í 9 hlutum minnir mig.  Bækur hans eru líka verðar lesturs.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2008 kl. 12:00

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er bók hans The energy non crisis.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2008 kl. 12:11

5 Smámynd: Guðjón Baldursson

Þetta er heillaskref hjá ykkur.  Gangi ykkur vel. Örugglega samlegðaráhrif.

Guðjón Baldursson, 22.11.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stikkorðin í þessu sem ég nefni eru Prudhoe Bay og Gull Island í Alaska.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2008 kl. 13:48

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það eru naumast sameiningar. Er eitthvað orðið eftir nema örfáar stórar stofur? En annars til hamingjum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 14:20

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Til hamingju með þetta frændi. Vantar nokkuð teiknara ?

Halldór Jónsson, 23.11.2008 kl. 23:56

9 identicon

Til hamingju  :-)

Sverrir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.4.): 13
 • Sl. sólarhring: 20
 • Sl. viku: 137
 • Frá upphafi: 762051

Annað

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 95
 • Gestir í dag: 8
 • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband