Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Tilllaga um raunhæfa aðferð til að semja um ICESAVE án þess að það verði íþyngjandi...
Ef það er virkilega ætlun ráðamanna að semja við Breta og Hollendinga um Icesave-málið þá verður að gæta þess að það sé gert án þess að það verði íþyngjandi fyrir okkur Íslendinga um alla framtíð. Það er vel hægt eins og hér verður kynnt.
Líklega eru þetta fjármagn meira og minna allt í kerfinu. Það hefur verið lánað ýmsum aðilum og er sumt til langs tíma. Það ætti þó að seytla inn. Þetta eru eignir. Því er spurning hvort ekki sé á einhvern hátt hægt að nota þetta fé til að greiða innistæðueigendum hjá Icesave skuldir Landsbankans gamla, og það án þess að það verði á nokkurn hátt íþyngjandi fyrir okkur? Það er ekki flókið mál.
Ef þessir eignir eru raunverulega til, eins og stjórnendur gamla Landsbankans fullyrða, og peningar koma til með að innheimtast á næstu árum, er þá ekki hægt að stilla upp einhverju aðgerðarplani í samráði við Breta og Hollendinga þannig að hluti þess sem kemur inn renni jafnóðum, beint eða óbeint, til Icesave innistæðueigenda? Væri ekki hægt að ná sáttum á einhverjum svona forsendum, þannig að það verði ekki of íþyngjandi fyrir okkur?
Í frétt Mbl. segir: "Hins vegar mun líka hafa verið gefið í skyn af hálfu ESB, að viðurkenni Ísland á annað borð kröfur Breta og Hollendinga muni aðildarríkin hlutast til um að skilmálar verði með þeim hætti að skuldsetning og endurgreiðslubyrði verði ekki of íþyngjandi fyrir Ísland".
Tillaga mín er að ESB hlutist til um að stofnaður verði sjóður í traustum banka í viðkomandi landi. Innistæður þeirra sem áttu peninga á Icesave reikningum verði fluttar í bankann. Bankinn greiðir öllum Icesave eigendum sem vilja út innistæðu sína, en innistæða annarra verði varðveitt í traustu umhverfi. Það sem kemur inn smám saman fyrir eignir gamla Landsbankans renni beint í sjóðinn, enda verði litið á kröfur Icesave innistæðueigenda sem forgangskröfur. Þannig ættu allir að fá sitt.
Líklegt er að margir sparifjáreigendur kjósi að halda áfram að varðveita fé sitt í viðkomandi banka, þannig að ekki er víst að útstreymi fjármagns þurfi að vera mikið. Í reynd yrði sjóðurinn fyrst og fremt bakhjarl til að skapa traust.
Aðalatriðið er að ábyrgð íslensku þjóðarinnar takmarkist við eignir gamla Landsbankans. Komi í ljós einhvern tíman að eignir Landsbankans nægi ekki alveg reynir á bakhjarlinn. Ekki okkur. Trikkið er að reyna að reyna að koma því þannig fyrir að innistæður gömlu Icesave reikningseigendanna verði sem lengst óhreyfðar í trausta bankanaum. Eignir Landsbankans skila sér hægt og því þarf sjóðurinn væntanlega að vinna sem stuðpúði (buffer fund). Það mun að jafnaði lítið reyna á sjóðinn og hann ávaxtar sig vel.
Á þennan hátt ættu allir að geta orðið sáttir. Menn gætu farið að tala saman af skynsemi og við endurheimt eitthvað af virðingu okkar erlendis. Við gætum borið höfuðið hátt. Líka Bretar. Þetta þyrfti heldur ekki að kosta okkur neitt.
Lykilatriðið er auðvitað að ef fyrrverandi Icesave innistæðueigendur treysta viðkomandi banka, þá má reikna með að flestir sjái ekki ástæðu til að taka út sparifé sitt næstu mánuði eða ár. Þannig þyrfti framlag ESB (eða þess sem lánar fé til þessara aðgerða) í reynd ekki að vera miklu meira en til að greiða þeim sem endilega vilja taka út sína innistæðu strax. Væntanlega þarf ekki mikið fé að koma til. Fyrst og fremst þarf traustvekjandi bakhjarl.
Það er því nauðsynlegt að vanda vel valið á viðkomandi bankastofnum, annarri í Bretlandi og hinni í Hollandi. Þær þurfa að vera traustar. Ekki er verra að yfirlýsing fylgi um að þessar innistæður séu tryggðar að fullu, og einnig mætti hafa stighækkandi vexti eftir því hve innistæðan er lengi óhreyfð. Jafnvel greiða fórnarlömbunum hærri vexti en fást annars staðar. Á þann hátt er ekki ólíklegt að það sem kemur inn vegna útistandandi eigna gamla Landsbankans á næstu árum nægi til að greiða þeim sem taka út fé.
Nú er bara að bretta upp ermarnar og hefjast handa!
Samningar um Icesave eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt 15.11.2008 kl. 17:04 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 11
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 764363
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er leið Morgunblaðsins til að fella ríkistjórnina ! Þetta er upplogin frétt án raunverulegra heimildarmanna ! Vísað er til "heimilda Morgunblaðsins", sem eru bara á ritstjórn Moggans ! Takið eftir að enginn fréttamaður er skrifaður fyrir þessari "frétt".
Þjóðin mun aldreigi fallast á svona uppgjöf. Að sjálfsögðu förum við ekki að kissa vöndinn !
Bankar hrynja nú um alla Evrópu og Bretar hafa um nóg að hugsa við að halda sjó. Dollarinn bara styrkist og styrkist, eins og hann gerir alltaf í kreppum. Nú verðum við að þrauka hina svívirðilegu árás Breta og meira en það, hefja gagnsóknin sem þjóðin hefur verið að bíða eftir.
Jafnframt eigum við að taka strax Dollarann í notkun. Við getum síðar ef okkur sýnist svo, tekið upp hvaða mynt sem hentar. Ekkert er auðveldara en að taka erlenda mynt í notkun og jafn auðvelt er að hverfa frá henni.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 09:54
Við eigum ekki lengur eignir gamla Landsbankans í Bretlandi. Bretar gerðu þær upptækar þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalög þanig að við getum ekki nýtt þær til að borga. Er það ekki þar sem hnífurinn stendur í kúnni?
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:57
Loftur.
Ég lít ekki á þetta sem neina uppgjöf. Þetta kostar okkur Íslendinga ekki neitt ef staðið er að málum eins og fram kemur í tillögunni sem ég setti fram í pistlinum. Allir gætu aftur á móti hagnast.
Einhliða upptaka á öðrum gjaldmiðli er svo allt annar handleggur, og/eða og lán frá IMF.
Ágúst H Bjarnason, 13.11.2008 kl. 10:12
Það er RANGT Tryggvi, að "Bretar eigi eignir gamla Landsbankans í Englandi". Þeir stálu þessum eignum og bökuðu sér skaðabóta-ábyrgð með þeim aðgerðum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 10:23
Sæll Ágúst. Þín síða er ein af fáum sem vert er að lesa þessa dagana. Það er hægt að gera sér lífið mun auðveldara með því að lesa alls ekki neinn texta sem ekki er undir fullu nafni. Þessa aðferð hef ég tamið mér og hún gerir "lífið á netinu" mun skilvirkara og ánægjulegra.
Varðandiþessa blessaða reikninga á ég erfitt með að botna í þessu:
Ef ég hefði sett segjum €500.000 inn a reikning í Icesave og í skilmálunum stendur að innistæðan sé tryggð upp að (segjum) €50.000. Er þá ekki áhættan/tapið upp á €450.000 mitt ef bankinn fer á hliðina og á ekki fyrir innistæðuni? Ætla bretar að pína íslenska ríkið til þess að borga þessum innistæðueigendum strax í topp eða er það trygingarupphæðin sem þeir vilja tryggja???
Hvað er það sem bretarnir vilja, útskýrt á mannamáli??
Ef Bretar pína íslendinga til þess að borga allan peninginn, ætla þeir þá að tryggja innistæður í breskum bönkum í topp sjálfir án tillits til þess hvað stendur í skilmálum innlánsins??
Ojæja,. sumum er ekki ætlað að skilja allt :D
Börn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:30
Björn Geir. Ég verð að viðurkenna að ég skil ósköp lítið í svona málum. Mér finnst samt langverst þegar umræðan fer út um víðan völl og menn geta ekki reynt að einbeita sér að lausn vandamálanna.
Auðvitað eru svona vandamál mjög erfið úrlausnar, en þá er mikilvægt að slá ekki á neinar hugmyndir strax. Menn þurfa að virkja hugarflugið með eins konar brain-storm. Það reynist oft vel við verkfræðilegar úrlausnir. Byrja á að varpa fram hugmyndum, bannað að gagnrýna, hvetja frekar og kasta boltanum á milli sín. Síðan má fara að vinna ur hugmyndunum. Vera jákvæður og aldrei neikvæður. Í hugmyndum sem í fyrstu virðast vera ómerkilegar delluhugmyndir leynist stundum snilldarhugmynd.
Ágúst H Bjarnason, 13.11.2008 kl. 10:47
Sæll Ágúst
Mér skilst að töluvert af fjármagninu sem var lagt inn á Icesave reikninga hafi verið sett í allskonar vafasamar fjárfestingar, sem skila engu til baka vegna þess að fyrirtæki eru farin á hausinn sem áttu að skila gífurlegum arði osfrv. Kannski voru þessi fyrirtæki aldrei til nema í einhverjum skúffum? "Eignirnar" eru því verðlausar.
Ólafur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:55
Björn.
Í mínu huga ætti tryggingin að takmarkast við heildarinnistæðuna í Tryggingasjóði. Upphæðin þar er auðvitað allt of lág til að hægt sé að tryggja innistæður allra Íslendinga og breta að fullu.
Ég held að bretar séu að vísa til yfirlýsingar ráðamanna okkar um að allar innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum séu tryggðar að fullu, og því eigi það einnig að eiga við um þá breta sem lögðu inn á Icesave.
Ágúst H Bjarnason, 13.11.2008 kl. 11:01
Ólafur.
Þetta getur vel verið. Í pistlinum stendur "Aðalatriðið er að ábyrgð íslensku þjóðarinnar takmarkist við eignir gamla Landsbankans". Það þarf að vera skýrt í öllum samningum, og tíminn verður að leiða í ljós hvort einhverjar eignir séu verðlitlar. Ef svo er, þá reynir á bakhjarlinn. Ekki okkur. Það þarf að orða samningana rétt. Ráða þarf færustu lögfræðinga til að aðstoða við samningsgerð svo ekkert fari milli mála.
Aðalatriðið við svona samninga er að allir geti borið höfuðið hátt.
Ágúst H Bjarnason, 13.11.2008 kl. 11:06
Við eigum að fá lán hjá ESB fyrir öllum skuldbindingunum, enda krefst ESB að lausn finnist á málinu áður en nokkuð verði gert nokkursstaðar fyrir Íslendinga. Eftir 15-20 verða þessar skuldir afskrifaðar og alþjóðasamfélagið borgar þetta, enda ekki á litla þjóð leggjandi að standa undir svona fáránleika.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 11:09
Gunnar. Mér finnst aðalatriðið að greiðslur vegna lánsins takmarkist við þær eignir gamla Landsbankans sem finnast. Við eigum ekki að þurfa að greiða neitt.
Aðferðin sem lýst er í pistlinum gengur út á þetta. Þar er ekki beinlínis verið að veita okkur lán, heldur er upphæðin frá ESB ávöxtuð sem bakhjarl meðan afborganir af útlánum gamla Landsbankans eru að seytla inn á löngum tíma. Sumt á eftir að skila sér, kannski ekki allt.
Ágúst H Bjarnason, 13.11.2008 kl. 11:17
Maður sér mörgum fáránlegum hugmyndum fleygt um viðbrögð við kröfum Breta, en Gunnar slær öllu við. Hann gefur sér að "alþjóðasamfélagið" borgi kröfur sem við höfum samþykkt !
Hvaðan í ósköpunum kemur svona barnaleg hugmynd ? Jafnvel kröfur vegna Fyrri Heimstyrjaldar, sem Nazistar Þýðskalands afneituðu, voru innheimtar löngu eftir Síðari Heimsstyrjöld.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 11:24
Það sem við höfum síst af öllu efni á er að fara í peningastríð við aðrar þjóðir og það hlustar enginn á okkar rök fyrir því að við þurfum ekki að greiða þetta. Mér finnst hugmyndin sem Ágúst býður upp á vera mjög skynsamleg, ef hún er möguleg.
Emil Hannes Valgeirsson, 13.11.2008 kl. 12:28
Bretar eru í aðra röndina að panikera og panikeruðu raunar strax í upphafi af ótta við að þessar innistæður töpuðust. Þeir eru sjálfir byrjaðir að borga þetta og ætla svo væntanlega að krefja okkur um það. Panikk þeirra stýrist af ótta við að bankar missi trúverðugleika og traust almennt og að það verði massíft Bankrun í bretlandi. Það er ástæðan fyrir flumbrugangnum og þjófnaðai þeirra á bankanum. Nú eru þeir í brjáluðu áróðurstríði í að sannfæra almenning að spariféð hefði átt að vera tryggt og að við séum að svíkja skuldbindingarnar. Það er náttúrlega haugalygi og slíkar skuldbindingar voru aldrei fyrir fullri ábyrgð, aðeins þessu hlutfalli sem nefnt er.
Hitt er svo annað mál að restin á að vera tryggð af tryggingarsjóði í báðum löndum væntanlega og um það stendur styrinn. Er það vistlandið eða eigendalandið? Sökin í öllu þessu liggur þó hjá bretum og íslendingum jafnt. Eftirlitskerfi þeirra brugðust gersamlega. Því er vafalaust deilt um, hvers ábyrgð það var að gera athugasemd við starfsemina í upphafi og banna hana eða loka henni þegar hún óx sjálfri sér yfir haus. Ég tel að þar liggi ábyrgðin hjá bretum.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 12:35
Auðvitað verður að semja um þessa peninga. Það er ekki verið að heimta þá út í hönd. Menn geta bara ekki komið sér saman um hvað verið er að semja.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 12:36
Ég er á því að máske sé það ráð að bjóða bretum takmarkaðar aflaheimildir takmarkaðs fjölda skipa í takmarkað mörg ár, þar til skuldin er greidd. Það er samningsflötur sem við höfum til að leysa málið. Við höfum engan gjaldeyri og yrðum hvort sem er að afla hans með sama hætti þegar öllu er á botninn hvolft.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 12:43
Mer list vel a adgerdaplan. Tad hlitur ad vera haegt ad leysa tetta mal a skimsamlega hatt. Svo ad allir komi sem best ut ur tessu vardandi Icesave bankann. En gleynum tvi ekki ad bresk sveitafelog attu ohemju ad peningu i Icesave sem teir voru ad vaxta fyrir framkvaemdir t.d. a skolum og slikt. Eg get skilid ad Bretar seu reidir. Sveitafelogin hofdu samband vid G.Brown ad gera eitthvad i malinu tegar eigendur reikninga fengu ekki vexti greidda fra tvi i januvar. Geir H.Haarde raeddi vid G.Brown um vandamal Icesave bankann i april. En rikisstjornin drog lappirnar. Eg er ekki ad afsaka G.B. tetta var hardneskjuleg adferd sem hefur enn ekki verid lett. Og verdur ekki lett fyrr enn Island greidir upp skuldir vid bankann.
En nu er stadan tessi eins og vid vitum i dag sem tarf ad leysa eftir bestu getu.
Anna , 13.11.2008 kl. 13:10
Strákar ekki gleyma skúrkunum sem voru valdir að ástandinu. Það hlýtur að vera hægt að finna leið til þess að láta þá taka á sig einhverjar byrðar. Hvað með þessa hundrað milljarða sem voru millifærðir af reikningum Kaupþings?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 13:21
Það eina sem við getum samið um við Breta, er að málið fari fyrir dómstóla. Fyrir réttlátum dómstóli munum við fá þúsundir milljarða Króna dæmdar í bætur.
Hvernig dettur þér minn kæri Jón Steinar í huga að segja:
Þetta er algjör fjarstæða !
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 13:32
Takk fyrir þennan pistil. Þú ert á sömu nótum og ég í síðasta bloggi varðandi það að það hjálpi ekki að sitja bara og vera brjálaður út í Breta, heldur þurfum við að horfast í augu við stöðuna eins og hún er, og nýta hugmyndaflugið til að finna skapandi lausnir þar sem tekið er tillit til hagsmuna beggja aðila.
Ég hef stúderað deilur og átök árum saman og eitt af því sem ég held að hafi gerst hjá okkur er að við komust í svo mikið tilfinningalegt uppnám þegar Bretarnir nýddust á okkur með hryðjuverkalögum að það hefur blindað sýn. Reiðin getur komið í veg fyrir skynsamlega nálgun á viðfangsefninu. Stjórnmálamenn eru þar ekki undanskyldir, né forsetar (eins og komið hefur í ljós). Þetta er svo sem bara eðlilegt - enda við öll mannleg - en á einhverjum tímapunkti þurfum við að láta okkur renna reiðina, og nota ískalda skynsemi til að meta hvaða leiðir séu líklegastar til að tryggja hagsmuni okkar til lengri tíma.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:06
Þetta er ekki svo fráleit hugmynd hjá Jóni Steinari.
Alls ekki svo fráleit.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.11.2008 kl. 14:11
Það er ekki rétt hjá þér Loftur að kröfurnar á Þjóðverja hafi verið innheimtar, nema að litlum hluta. Þær voru felldar niður. Meira að segja fengu Þjóðverjar gríðarlega stór erlend lán á þriðja og fjórða áratugnum sem fóru að miklu leyti í uppbyggingu voldugasta her Evrópu. Óg eftir stríð var þeim hjálpað líka, en kannski fyrst og fremst með því að gera þeim kleyft að hjálpa sér sjálfir og það gerðu þeir svikalaust.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 15:23
Hvar hefur þú heimildir fyrir því Gunnar, að bótagreiðslur Versalasamninganna hafi verið felldar niður ? Það að Þjóðverjar fengu erlend lán, er allt annað og óskylt mál. Hvað þeir gerðu við þau lán hefur heldur ekkert með bótagreiðslurnar að gera.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 16:12
Versalasamningarnir ollu Þjóðverjum gríðarlegum erfiðleikum í byrjun með tilheyrandi atvinnuleysi og óðaverðbólgu, m.a. vegna þess að settar voru á full-swing peningaprentvélar í þýskalandi en það eru hugmyndir sem viðraðar hafa verið hér á landi af einhverjum hagfræðingum síðustu vikurnar.
Það er e.t.v. réttara að tala um að lánin sem Þjóðverjar fengu, bæði frá ríkjum og einkafyrirtækjum, voru að miklu leyti felld niður og það er það sem skipti miklu máli fyrir endurreisn Þjóðverja. Það "græðir" enginn á gjaldþroti... peningamennirnir átta sig á því.
Ég þarf að grafa upp heimidirnar fyrir þessu, ...man ekki í augnablikinu hvar ég sá tölurnar um raunverulegar skaðabótagreiðslur Þjóðverja þegar allt var reiknað. Læt þig vita síðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 16:53
Til fróðleiks...
Grein í The Harvard Crimson um Fjármálakreppuna á Íslandi.
Gone With the (Arctic) Wind
Iceland’s financial meltdown underlines the need for regulatory consolidation.
Sjá hér.
"...The Icelandic financial services bubble was a ticking time bomb, and the Brown administration in the U.K. behaved amateurishly given the circumstances".
Ágúst H Bjarnason, 13.11.2008 kl. 17:16
Hægt að lesa um skaðabætur þjóðverja hér
http://en.wikipedia.org/wiki/World_War_I_reparations sem voru að jafnvirði $393.6 Billion US Dollars 2005. Þeir áttu að vera búnir að reiða 1984 held eg.
Skuldin var minkuð mikið ári seinna
Ástandið var svo þannig í landinu að ekki var nokkur leið fyrir þá að greiða. Eitthvað greiddu þeir þó. (heilmikil lesning á wiki)
En málið samt er að þetta var aðeins hluti að Versalaskilmálunum. Misstu land og voru settir í algjöra klemmu. Þegar svo þeir gátu ekki borgað sektirnar var tekið meira land. (fyrirmyndin að sektunum var samt sektir sem þýskaland setti á Frakkland 1871)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.11.2008 kl. 18:32
Hér að framan (athugasemd 13) sagði ég:
Þetta var ekki nákvæmt hjá mér, eins og menn geta lesið um hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/World_War_I_reparations
Þjóðverjar eru ekki ennþá búnir að greiða þessar "stríðs-skaðabætur". Síðustu gjalddagar eru 2010 og 2020, samanber eftirfarandi:
Vonandi dettur engum í hug, að við losnum umdan glæpsamlegum kröfum Breta, ef við samþykkjum þær.Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 20:48
Tek orð mín til baka Loftur. Ég er bara að viðra hugmyndir. Það er nauðsyn að við ræðum alla kosti og reynum að komast að niðurstöðu. Ekki sýnist mér stjórnmálamenn megnugir þess. Allar málsmetandi tillögur nú virðast koma frá einstaklingum í fjölmiðlum og á bloggi, sem og það að benda á brotalamir og spillingu. Ég held að Ágúst sé að vinna þarft þjóðþrifastarf með því að setja upp svona Grískt torg sem vettvang.
Engin virðist geta komið sér saman um niðurstöðu samt, enda vitum við kannski ekki nóg um það hvað verið er að semja um. Það er verið að meina okkur aðgang að alþjóðlegu dómskerfi, eins og kemur berlega í ljós hér. Það er þó greining. Þessu ber því að mótmæla hástöfum og heimta réttlæti og að alþjóða mannréttindum sé fylgt, annars er kerfið ekki marktækt og upplausn og geðþótti hinna sterku mun ráða. Snýst málið kannski um það? Upplausn og völd hinna stóru yfir öllu?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 01:20
Þetta er ótrúlegur fróðleikur að lesa þessi blogg ykkar hér.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.11.2008 kl. 01:31
Ég var að tala um Versalasamninginn Loftur, Þjóðverjar greiddu einungis lítinn hluta þeirra peningkrafna sem á þá voru lagðar en eins og Ómar Bjarki bendir á, þá voru samningarnir afar erfiðir Þjóðverjum á marga lund.
Við erum öll sammála um það að kröfur Breta eru fáránlegar og ekki á okkar litlu þjóð leggjandi. Það hefur einmitt verið bent á að smæð okkar í sambandi við skuldbindingarnar, þ.e. að alþjóðalög taka tillit til ábyrgða í samræmi við greiðslugetu landanna. Þess vegna vilja Bretar og Hollendingar ekki láta icesave-málið fara fyrir dómstóla.
En Loftur, það eru mörg dæmi um það að skuldir landa séu afskrifaðar vegna erfiðleika þeirra og lítillar greiðslugetu. Annars var innlegg mitt í upphafi sett fram í hálfkæringi en bjóst þó ekki við að það yrði drullað yfir mig fyrir það
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 02:10
Úff..sjáið crud oil kvarðann....hann segir sína sögu um ástandið.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 05:00
Þetta er allt í góðu Gunnar. Við förum bara í sturtu !
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.11.2008 kl. 11:45
Samkvæmt fréttum og síðasta blaðamannafundi Geir H og Ingibjargar S
mun Íslenska ríkið líklega samþykkja að skrifa upp á skuldaviðurkenningu
upp á 640 miljarða kr. Sem sagt, þessi skuld er okkar almennings að greiða.
Landsbankinn sem bar ábyrgð á Icesave innlánsreikningum var einkafyrirtæki sem starfaði
ekki í umboði ríkisins, hvaðþáheldur í umboði almennings á Íslandi, en samt eigum við að
borga skuldir hans. (Annað mál er að bankinn eins og sumar aðrar fjámálastofnafnir var
rekinn af þröngum hópi elítu sem gat fengið stórar upphæðir af lánsfé á lágum vöxtum og
fært inná markaði er ríktu háir vextir, hirt vaxtamuninn og leikið milljarðamæringa).
Og hvað með þessar eignir sem sagt er að Landsbankinn eigi og geta komið á móti skuldum?
Fullkomin óvissa ríkir um hvers virði þessar eignir eru og hverjar heimtur af þeim verða
í framtíðinni. Bent hefur verið á að allt eins sé líklegt að eingnirnar muni reynast lítils
virði er á reynist. Að auki er ekki ólíklegt að það sé hvorki auðvelt né hreinlegt verk
að halda lífi í eignum Landsbankans og hámarka virði þeirra. Þaraðauki mun það
ekki verða ljóst nema að löngum tíma liðnum ( líklega mörg ár) hvers virði þessar eignir
mun reynast.
Samt sem áður mun væntanlegt samkomulag um skuldarviðurkenningu ríkisins fela í sér að
skuldin 640 Mi verði eign skattgreiðanda og það verði bara að koma í ljós hvað þrotabú
Lansbankans mun geta gefið af sér.Ljóst er að þær tölur sem hér eru á ferðinni eru allar
úr takti við stærð og getu Íslenska hagkerfisins. Tala af stærðinni 600 Mi er skattpíning
á þegna Íslands líklega marga áratugi fram í tímann, og jafnvel þó að eitthvað skili sér
af eignum Landsbankans.
Það sem hér er á ferðinni snýst um mannréttindi. Ríkisstjórn Íslands hefur ekkert umboð
til að skella þessari skuld á almennig með einhverja von um eignir Landsbankans til
hugsanlegrar tryggingar. Þessi banki starfaði ekki í nafni almennigs og er ekki á ábyrgð
hans.
Ef þetta verður niðurstaða málsins er ljóst að gríðarleg óvissa mun skapast um langa framtíð
á Íslandi, sjálfstæði þjóðarinnar,og viðreysn efnahagsins. Þetta mun hleypa stax mjög illu blóði
í þegna landsins að hafa slíka afarkosti hangandi yfir sér og sérststaklega yngri kynslóðina sem
líklega mun strax sjá hag sínum best borgið með því að yfirgefa landið.
Lokaniðurstaða: Ríkisstjórn Íslands hefur ekkert umboð Íslensku þjóðarinnar til að samþykkja
þessa skuldarviðurkenningu.
Varðandi lausn á deilunni við ESB, Breta og Hollendinga hlýtur það að vera skynsamlegt að
viðurkenna það að allar innistæður viðskiptavina Landsbankans séu jafnréttháar, sama hvaða
útibú er um að ræða og hvert þjóðerni viðskiptavinarins er. Íslendingar eru ekki að troða
illdeilur við Breska og Hollenska sparifjáreigendur. Innistæður almennt yrðu þá jafnrétthár
forgangskröfur í þrotabú bankans. Þetta þýddi að Íslenska ríkið myndi í raun afnema hina innlendu innistæðutryggingu sína og allir viðskiptavinir Landsbankans tækju á sig tjón í réttu hlutfalli
við innistæður sínar. Ljóst er að þetta er ekki nákvæmlega tæknilega framkvæmanlegt svona þar er
sumir viðskiptavinir LB eru nú þegar búnir að taka út sitt fé osfrv, en hugmyndafræðilega er þetta
hægt. Það kæmi þá einhverskonar bakreikningur til Landsbankans eða ríkisins eftir því hvernig vinnst úr þrotabúi bankans. Þessi bakreikningur yrði viðráðanlegur fyrir Íslenska hagkerfið og sanngjarn. Málinu yrði þá lokið og engar risavaxnar skuldbindingar lagðar á Íslendinga til langrar framtíðar.
Ég vil sjá að það verði stofnuð hreyfing fólks hér á Islandi sem mun neita að borga skuldir sem það
ber enga ábyrgð á. Að það verði ljóst íslensku þjóðinni hvernig uppgjör þessa fjármálaævintýris
fárra einstaklinga lýtur út og að málalok hljóti samþykki þjóðarinnar.
Svo virðist sem núverandi stjórnmálaflokkar eru óhæfir til að vinna þetta verk, þeir eru of uppteknir
af egin hagsmunum. Eitthvað annað afl þarf hreinlega að taka við.
Lifið heil
Áfram Ísland.
Bjarni Hafsteinsson
Bjarni Þór Hafsteinsson, 15.11.2008 kl. 22:10
Menn tala alltaf um þessar skuldir eins og að engar eignir komi á móti. Kannski þarf almenningur ekki að borga neitt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 22:53
Ef þig langar Gunnar til, að spila rúllettu upp á 640 milljarða, verður þú að gera það fyrir eigin peninga.
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.11.2008 kl. 23:21
Úr þessu getum við ekkert annað en beðið og vonað. Óþarfi að mála skrattann upp um alla veggi strax.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 23:31
Sæll frændi Ágúst
Ég er því mjög hlynntur að meira verði reynt við samstarf við Kanada.
Ég varð krossbit þegar ég fór til Minnesota, N-Dakota og Winnepeg í sumar. Það er að minnstakosti jafnstór íslenzk þjóð á þessum slóðum og hér heima.
Íslendingar skara yfirleitt framúr og eiga stærstu byggingarnar í Minneapolis og Winnepeg. Hugsið ykkur að þeir fengu að setja upp styttu af Jóni Sigurðssyni fyrir framan þinghúsið í Winnepeg, -manni sem aldrei gerði hið minnsta að nokkur vissi í mínum hópi fyrir samband landanna.
Það er ótrúlegt að rekast á menn á götum í Norður Dakota og uppi í Kanada sem heita íslenzkum nöfnum og tala íslenzku án þess að hafa nokkurntímann komið til Íslands, þriðju liðir frá landnemunum. Snorra verkefnið ættum við að styðja miklu meira en við gerum . Sjá Sigurðssons auto repair og Brynjólfssons lumber eða svoleiðis nöfn við þjóðveginn, íslenzk nöfn og bæjarnöfn allstaðar.
Ég veit auðvtað ekkert um vilja Kanadamanna til svona spekúlasjóna, en það væri í lagi að spá í þetta.
Halldór Jónsson, 17.11.2008 kl. 22:07
Halldór Jónsson:
Þetta er algert lykilatriði sem þú segir þarna. Við þurfum nú hjálp ættingja okkar í Kanada til að endureysa vegsemd okkar og virðingu. Eins og ég hef bent á er ólíðandi að ætla Íslensku þjóðinni að borga skuldir og sukk óreiðumanna auk þess sem yfirgangurinn í Evrópusambandinu er forkastanlegur.
Afkomendur okkar í Kanada geta eflaust hjálpað og liðsinnt okkur. Nú ríður á að ná sambandi við þá strax. Hvernig förum við að??
Bjarni
Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.