Þriðjudagur, 16. desember 2008
Hvaða loftslagshlýnun? Þannig spyr prófessor Ole Humlum...
Frétt Morgunblaðsins í dag, bls. 17.
Allt bendir til þess að árið sem er að líða verði það kaldasta á öldinni og ekkert hefur hlýnað síðastliðin 10 ár. Samt halda margir að hlýnun lofthjúps jarðar sé í fullum gangi. Er ástæða til að staldra aðeins við og íhuga málin? Það er einmitt það sem prófessor Ole Humlum er að gera.
Vissulega hlýnaði á síðustu áratugum síðustu aldar og enn sem komið er hefur lofthitinn haldist þokkalega hár. Hann hefur þú ekki haldið áfram að hækka í nokkurn tíma. Því verður ekki á móti mælt.
Myndin sýnir þróun lofthita síðastliðin 10 ár, mælt á tvennan hátt.
Blái ferillinn er mæling frá gervihnöttum og rauði ferillinn hefðbundnar mælingar á jörðu niðri.
Græni ferillinn sýnir aukningu koltvísýrings.
Ferillinn er frá miðju þessu ári og er því ekki með nýjustu gögnum, en þau má sjá á vefsíðu prófessors Ole Humlum sem fjallað er um í fréttinni hér að ofan, www.climate4you.com
Umfjöllun Ole Humlum om loftslagsbreytingar
Árið 2008 er kaldasta árið það sem af er öldinni. Blogg eftir Emil Hannes.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 06:56 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já, ekki er hlýjunni fyrir að fara hér í Minnesota, en í augnablikinu er 31° frost...sem er nýtt desember-met.
Róbert Björnsson, 16.12.2008 kl. 08:17
Sæll, þessi umræða er auðvitað ekki heppileg á sama tíma og verið er að berjast fyrir aðgerðum gegn loftslagshlýnun. En úr því fyrirsögnin er „Hvaða loftslagshlýnun?“ þá hefði þó alveg mátt koma fram í fréttinni að það hefur verið töluvert hlýrra á jörðinni undanfarin ár heldur en eftir hlýnunarskeiðið 1910-1940.
Emil Hannes Valgeirsson, 16.12.2008 kl. 09:56
Sá styrr sem stendur um meinta "hlýnun af mannavöldum" á sér mjög svo pólitíska undirrót. Ýmsir hafa haldið því fram að þetta sé þvæla frá upphafi til enda. Mörg umhverfisvandamál eru margfalt meira aðkallandi, má þar t.d. nefna jarðvegseyðingu, eiturefnamengun margskonar og ofnýtingu og rányrkju auðlinda. Allt þetta ætti að vera ofar á forgangslista hvað aðgerðir varðar.
"þá hefði þó alveg mátt koma fram í fréttinni að það hefur verið töluvert hlýrra á jörðinni undanfarin ár heldur en eftir hlýnunarskeiðið 1910-1940"
En aftur á móti er hægt að benda á tímabil þar sem hiti hefur verið mun hærri á norðurhveli en hann er nú og á þeim tímum var áhrifum mannsins ekki til að dreifa.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:11
Skyldi þó ekki tengjast gömlu Sólinni okkar. Það er ekkert að gerast á þeim bænum :)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.12.2008 kl. 13:15
Það er gott að einhver heldur þessu máli gangandi og dregur fram gögn með og á móti. Annars hefur mér fundist loftlagshlýnunarumræðan bera svolítinn keim af trúarbrögðum; annað hvort trúa menn á hlýnun eða þeir eru einskonar heiðingjar í þessum loftslagsmálum.
Ómar Bjarki Smárason, 16.12.2008 kl. 15:49
Auðvitað eru þetta bara náttúrulegar sveiflur í veðurfarinu - og nú er að kólna á ný .. .. ísinn á norðurskautinu miklu stærri en undanfarin nokkur ár.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:02
eftir fjögur góð sumur sunnanlands í röð hvernig verður þá næsta sumar....? varla hægt að búast við því að þetta vari mikið lengur... vona samt í lengstu lög.
Gísli Ingvarsson, 16.12.2008 kl. 23:13
Bráðum hætta heimsendaspámennirnir að tala um hlýnunina og fara að einblína á c02 aukninguna eingöngu. Reyndar sýnist mér að áhersla þeirra sé þegar komin á það, sbr. hér: http://esv.blog.is/blog/esv/entry/746252/ Merkilegt
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 08:01
The most popular article on the Guardian’s website last week was the report showing that 2008 is likely to be the coolest year since 2000(1). As the Met Office predicted, global temperatures have been held down by the La Nina event in the Pacific Ocean...
The new figures have prompted similar observations all over the web. Until now the “sceptics” have assured us that you can’t believe the temperature readings at all; that the scientists at the Met Office, who produced the latest figures, are all liars; and that even if it were true that temperatures have risen, it doesn’t mean anything. Now the temperature record (though only for 2008) can suddenly be trusted, and the widest possible inferences can be drawn from the latest figures, though not, of course, from the records of the preceding century. This is madness.
http://www.monbiot.com/archives/2008/12/09/a-beardful-of-bunkum/
Magnus Gudmundsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 08:40
Árið 1998 var óvenjulegt ár og það ár var slegið hitamet (sterkasti El Nino í áratugi). Að nota það ár sem viðmiðunarpunkt er nánast hægt að kalla talnafölsun. Sýndu okkur línurit sem sýnir ekki eingöngu síðustu 10 ár, t.d. mynd eins og þessa hér fyrir neðan og þá erum við að tala saman. Á þessari mynd eru óvenjuleg ár tekin út (svarta línan sýnir meðaltal nokkurra ára).
Ertu ekki vísindalega þenkjandi Ágúst, hættu þá að nota línurit sem ljúga.
Höski (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:43
Takið eftir því hvað árin síðustu eru jafn hlý og jafn hlýrri en árin fyrir 1998 og mjög hátt uppi. Merkir það eitthvað?
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 15:21
Höski minn.
Í pistlinum hér fyrir ofan stendur: "Allt bendir til þess að árið sem er að líða verði það kaldasta á öldinni og ekkert hefur hlýnað síðastliðin 10 ár".
Tíu ár eru árin 1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007 og 2008. Árið 1998 sem þú ert að tala um er 11. árið. Ekki tíunda. Þess vegna var ég hvergi að miða við árið 1998.
Einnig skrifaði ég í þessum örstutta pistli þar sem efnið er greinin í Mogganum: "Vissulega hlýnaði á síðustu áratugum síðustu aldar og enn sem komið er hefur lofthitinn haldist þokkalega hár". Nokkuð ofsagt þar?
Ég vísaði á bloggpistil Emils "Árið 2008 er kaldasta árið það sem af er öldinni" þar sem ferillinn sem þú birtir hér fyrir ofan er umræðuefnið.
Einnig vísaði ég á vefsíðuna www.climate4you.com þar sem er mjög gott safn hitaferla sem eru reglulega uppærðir með nýjustu mæligögnum.
Hér er svo nýjasti hitaferlillnn sem sýnir mælingar gerðar frá gervihnöttum í þrjá áratugi:
Ágúst H Bjarnason, 17.12.2008 kl. 18:58
Já, þetta er frekar ónákvæm bloggfærsla hjá þér. Sérstaklega þar sem þú gefur það í skyn í öllu þínu tali í þessu bloggi að loftslagshlýnun sé ekki staðreynd. Þú færð falleinkun hjá mér, mögulega nærðu þó að skríða upp fyrir fimm með því að takast ágætlega að þykjast vera á báðum áttum varðandi hlýnunina. Ég sá reyndar fyrirlestur hér á blogginu þínu sem þú hélst um þetta efni og greinilegt að þú ert með áróður gegn loftslagshlýnun og texti þinn í þessu bloggi ber þess merki.
Af hverju talarðu þá ekki hreint út og segir bara eins og er að þú sért ósammála því að um loftslagshlýnun sé að ræða, í stað þess að tala svona í kringum hlutina?
Komdu með rök, ekki birta brotabrot úr einhverjum ferlum sem sýna ekki neitt nema einhverjar smávægilegar sveiflur sem hafa ekkert með loftslagshlýnun að gera.
Annars hef ég mjög gaman af þessu bloggi þínu, þrátt fyrir allt og takk fyrir að nenna þessu
Höski (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:29
Höski, ég les síðuna hans Ágústar reglulega og ég minnist þess ekki að hafa nokkurntímann séð Ágúst fjalla um að hlýnun jarðar sé ekki raunveruleg. Ágúst hefur fyrst og fremst verið að færa rök fyrir efasemdum um mannlegan þátt í hlýnun jarðar.
Hitt er svo annað mál að síðan allaveganna 2002 hefur hitastig á jörðinni hnattrænt staðið í stað eða lækkað það lítið að það er ekki marktækt, en það hefur allaveganna ekki hækkað. Ég nenni ekki að finna tölur fyrir þessu í augnablikinu, þetta hefur verið mikið rætt og jafnvel að Ágúst sjálfur hafi minnst á þetta. Hitt er svo annað mál að ef punkturinn er settur við árin 1999,2000 eða 2001 og dregin lína til dagsins í dag þá leitaði sú lína eflaust upp á við.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 14:26
Að sjálfsögðu átti að standa "af manna völdum". Mín mistök.
Eitt verkefni fyrir Ágúst, hvernig væri að bera saman virkni sólar og þetta línurit sem hann birtir í bloggfærslunni, fer það saman?
... og ég biðst velvirðingar ef ég var harðorður hér ofar, það er alls ekki meiningin hjá mér að vera með stæla :)
kv. Höski
Höski (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:36
Höski.
Ég hafði ætlað mér að fjalla um virkni sólar innan skamms og bera saman við hitafar o.fl. Þar sem svo stutt er eftir af árinu ætla ég að láta það bíða þar til um miðjan janúar eða svo þegar niðurstöður hitamælinga vegna ársins 2008 frá helstu stofnunum hafa verið birtar.
Sjálfsagt mun ég þá m.a uppfæra ferilinn um samspilspil lengdar sólsveiflunnar og hitafars, eins og er í þessum pistli, og sitthvað fleira.
Sólin er enn mjög óvirk og meira og minna laus við sólbletti, þó annað slagið hafi örlað á stöku örsmáum blett með segulstefnu sem gefur til kynna að hann tilheyri sólsveiflu #24. Það er þó erfitt að sjá með vissu hvot botninum hafi verið náð og sólsveifla #24 sé hafin. Væntanlega er það alveg á mörkunum. Sama er að segja um útgeislun radíóbylgna á 10.7 cm sviðinu sem er líka mælikvarði á virkni sólar; þar er allt með kyrrum kjörum. Segulsvið sólar (Interplanetary Magnetic Field) er með minnsta móti. Heildarútgeiskun sólar hefur ekki verið minni síðan nákvæmar mælingar hófust. Sólsveifla #23 er orðin óvenju löng. Það er því margt áhugavert að gerast sem gaman er að skoða. Það er þó alveg ljóst að lítil virkni sólar skilar sér ekki alveg strax sem lækkað hitastig. Það getur tekið allmörg ár.
Sem sagt, meira í byrjun næsta árs...
Ágúst H Bjarnason, 19.12.2008 kl. 06:43
Hvað er að gerast með segulsvið Jarðar? Rakst á þessa frétt á NASA síðunni. Er ekki alveg að skilja málið
Ásgeir Kristinn Lárusson, 19.12.2008 kl. 19:02
Sæll Ásgeir
Ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki alveg ennþá. Greinilega um einhvern mikinn leka að ræða. Alla vega mjög forvitnilegt, enda hefur það komið mönnum mjög á óvart.
"At first I didn't believe it," says THEMIS project scientist David Sibeck of the Goddard Space Flight Center. "This finding fundamentally alters our understanding of the solar wind-magnetosphere interaction."
Spurning hvort skýringarnar hér hjálpi eitthvað: http://spaceweather.com/glossary/imf.html og http://www.nasa.gov/mission_pages/themis/main/index.html
Ég rakst á umfjöllun veðurfræðingsins Antony Watts http://wattsupwiththat.com/2008/12/16/earths-magnetic-field-has-massive-breach-scientists-baffled/ og strengjafræðingsins Lubos Motl http://motls.blogspot.com/2008/12/giant-breach-in-earths-magnetic-field.html
Hugsanlega skýrir þetta video málið best http://www.nasa.gov/mpg/297403main_THEMIS_svsLG.mpg
Svo hér: Leaks Found in Earth's Protective Magnetic Field http://www.livescience.com/space/081216-agu-solar-storm-shield-break.html
Hole discovered in Earth's magnetic field that protects planet from sun's rays
http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-1096360/Hole-discovered-Earths-magnetic-field-protects-planet-suns-rays.html
Ágúst H Bjarnason, 19.12.2008 kl. 22:53
Þróun heildarútgeislunar sólar undanfarið, sem ekki hefur verið minni síðan mælingar utan gufuhvolfsins hófust:
Ágúst H Bjarnason, 20.12.2008 kl. 07:28
Takk - þetta eru vægast sagt „magnaðar“ upplýsingar...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.12.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.