Óvenjuleg alþjóðleg ráðstefna um hnatthlýnun hefst í dag...

Í dag 8. mars hefst í New York ráðstefna um hnatthlýnun sem stendur í þrjá daga. Hún er um margt óvenjuleg. 

Meðal fyrirlesara verða Dr. Vaclav Klaus forseti Tékklands og Evrópusambandsins, Dr. Richard Lindzen heimsþekktur loftslagsfræðingur og prófessor við MIT, Dr. Harrison Schmitt geimfari sem gengið hefur um á tunglinu, Dr. Nir Shaviv stjarneðlisfræðingur og prófessor, Dr. Willie Soon stjarneðlisfræðingur við Harvard Smithsonian, Monckton lávarður, Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum, Dr. Fred Goldberg sem hélt erindi í Norræna húsinu í fyrra,  ásamt fjölmörgum öðrum sem allir eiga það sameiginlegt að vera efasemdarmenn varðandi hnatthlýnun.


Stuttan lista yfir fyrirlesarana, sem segðir verða yfir 70, má sjá hér. Þar á meðal eru fjölmargir þekktir vísindamenn.

 

Dagskrána ásamt nánari kynningu á fyrirlesurum má finna hér. Sjá bls. 13-28.  Meðal fyrirlesara eru loftslagsfræðingar, veðurfræðingar, stjarneðlisfræðingar, eðlisfræðingar, jarðfræðingar, umhverfisfræðingar, verkfræðingar, stærðfræðingar, hagfræðingar, lífeðlisfræðingur, haffræðingur, mannfræðingur, tunglfari, ...

Margir þessara manna eru með doktorspróf og sumir háskólaprófessorar. Enginn frýr þessum mönnum vits.

 

Vefsíða ráðstefnunnar er hér.

 

 

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver niðurstaða þessarar óvenjuleg ráðstefnu verður.

 

 

Það er eiginlega merkilegt til þess að hugsa til þess að svona margir mætir menn skuli efast um hnatthlýnun af mannavöldum...  Að hugsa sér...  Hvað í ósköpunum eru þeir eiginlega að hugsa?
Er ekki bannað að efast? 
Halo  Woundering  Errm

 

 --- --- ---

 

 Umfjöllun um ráðstefnuna:

 

 International Herald Tribune

 

Skepticism on Climate Change

Þar segir m.a:

"...Skepticism and inquiry go to the essence of scientific progress. It is always legitimate to challenge the existing "consensus" with new data or an alternative hypothesis. Those who insist that dissent be silenced or even punished are not the allies of science, but something closer to religious fanatics.... In the Canadian province of Alberta, the Edmonton Journal found, 68 percent of climate scientists and engineers do not believe "the debate on the scientific causes of recent climate change is settled..."

 

 

Smella þrisvar á mynd til að stækka:

 

The 2009 International Conference on Climate Change

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Frábært! Loksins stíga efasemdarmenn fram og þora að segja sitt álit.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 8.3.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Loksins, loksins, loksins þorir einhver að mótmæla þessari steypu. Hér ættum við Íslendingar, sem stærstu framleiðendur koldíoxíðs í Evrópu gegnum hveri og eldfjöll, að taka forystu. Segjum okkur þegar í stað úr Kyoto- ruglinu!

Vilhjálmur Eyþórsson, 8.3.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já, það verður fróðlegt að sjá hvort þeir finni eitthvað sem er að valda hlýnun jarðar síðastliðna áratugi, annað en útblástur CO2 af mannavöldum. Vonandi komast þeir að sannfærandi niðurstöðu svo við getum farið að anda rólega, það er svo erfitt að horfa á framtíðina í gegnum heimsendasjónaukann 

Höskuldur Búi Jónsson, 8.3.2009 kl. 17:45

4 identicon

á bali mættu menn á einka þotum til að ræða um koltvísýring held að þeir hafi verið að spá í bísnis

bpm (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:37

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þegar ég skoða þetta betur, þá verð ég að segja eins og er að ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með þessa ráðstefnu þegar ég tók eftir hverjir halda hana, þ.e. Heartland Institude... þetta er sama stofnunin og hefur haldið uppi áróðri gegn því að óbeinar reykingar séu skaðlegar (auðvitað er mönnum frjálst að halda slíku fram eins og að halda því fram að CO2 útblástur hafi engin áhrif á hitastig jarðar).

Þeir sem hafa styrkt Heartland Institude eru meðal annars tóbaksfyrirtækin vestra og t.d. olíufyrirtækið Exxon (og fleiri fyrirtæki tengd olíuiðnaðinum í bandaríkjunum). Spurning hversu hlutlaus stofnun þetta er?

Myndum við treysta niðurstöðu ráðstefnu í boði Glitnis, Jóns Ásgeirs, Björgólfsfeðga og Kaupþings um ástæður kreppunnar hér á Íslandi, held ekki.

Það verður samt fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessari ráðstefnu, stinga þeir höfðinu í sandinn enn einu sinni eða líta þeir loks upp og fara að átta sig á vandanum?

Höskuldur Búi Jónsson, 8.3.2009 kl. 19:56

6 identicon

Sæll Ágúst 

Æææi Já já þessi lygi, og núna reyna menn að segja, það er ekki Sólin.

Já ég veit það má auðvita ekki segja að hinir hnettirnir séu að hitna, humm að sama skap.  Því að ESB Elítan vill setja skatt á allt  og alla.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:57

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hér má ég til með að koma fram með dálítlar mótbárur eins og stundum áður. En þetta með að aðrir hnettir í sólkerfinu sé að hitna vegna aukinnar sólvirkni finnst mér alltaf hæpið enda mjög stopular og ónákvæmar mælingar að baki. Ýmislegt annað en sólin ræður líka þróun hitafars á öðrum hnöttum: t.d. vindar og rykagnir á Mars (http://www.skepticalscience.com/global-warming-on-mars.htm), eigin hitamyndun á Júpiter og sporöskjulaga sporbaugur Plútó um sólina.

Helstu rökin gegn áhrifum manna á hitafar jarðar eru svo þau að það hefur ekki hlýnað á jörðinni undanfarin 10 ár, en svo er verið að kenna sólinni um hlýnun á öðrum hnöttum á sama tíma. Hvernig fer það saman?

Emil Hannes Valgeirsson, 8.3.2009 kl. 22:59

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Tókst ekki alveg með linkinn þannig að ég reyni aftur og bæti öðrum við

http://www.skepticalscience.com/global-warming-on-jupiter.htm  http://www.skepticalscience.com/global-warming-on-mars.htm

Emil Hannes Valgeirsson, 8.3.2009 kl. 23:06

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst, það er ekkert mál fyrir mig að eyða tíma og svara þessum greinum hér fyrir ofan og benda á að þau segja ekkert til um stöðuna hér á jörðinni nú... en það er varla að ég sjái tilgang með því, þegar ég sé hvernig menn svara hérna... samt stutt svör:

Rannsóknir sýna að sólin er ekki að valda hlýnun á jörðinni, útgeislun sólar er að minnka, en jörðin heldur áfram að hitna (þótt síðasta ár hafi verið það kaldasta þennan áratug, þá var það tíunda heitasta ár frá upphafi mælinga). Ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar plánetur séu að hlýna af völdum sólar heldur.

Júpiter: Hitabreytingar á Júpiter eru taldar vera vegna breytinga í hitakerfi Júpiters sjálfs, er . Júpiter býr til  tvöfallt meira af orku en það fær frá sólinni.

Neptúnus: gögnin sem notuð eru til að tengja á milli virkni sólar og hita á Neptúnus eru röng, þ.e. virkni sólar heldur ekki í hendur við hita á neptúnus:

Svart þýðir gögnin sem miðað var við í greininni sem þú vísar í, rautt þýðir leiðrétt og uppfærð gögn.

Trítón: skilst mér að sé að hitna vegna þess að tunglið er að nálgast suðurskautssumar, sem gerist á nokkur hundrað ára fresti.

Plútó: Er það ekki rétt hjá mér að hér er um tvær mælingar með fjórtán ára millibili, sem mælir þykkt lofthjúpsins og gæti gefið í skyn hlýnun? Er árið á plútó ekki 248 jarðarár? Segir þetta eitthvað um loftslagsbreytingar í alvöru talað? Er ekki bara að koma vor á Plútó  Svo má geta þess að Plútó er 30 sinnum fjær sólinni en jörðin, ætti þá ekki að vera búið að kvikna í jörðinni fyrst sólin hefur þessi áhrif á plútó?

Mars: Það er óljóst með Mars þ.e. hvort það er að hlýna eða ekki. Fátt bendir til þess og þá er helst talað um að sandstormar geti haft áhrif til hlýnunar (þ.e. dökkur sandur dreyfir sig yfir ljósara svæði og dregur í sig meiri hita). En þótt ekki sé víst hvort Mars er að hlýna eða ekki, þá stendur eftir að það er nóg til af gögnum um sólvirkni og nóg til af gögnum um loftslag á jörðinni og niðurstaðan er sú að tengsl milli sólar og loftslagsbreytinga á jörðinni lauk á áttunda áratugnum. Auðvitað heldur sólin áfram að hita jörðina, en nú er það CO2 sem sér um að auka hitann á meðan áhrif sólar minnkar.

Nú er þetta orðið lengra en ég ætlaði, ég sá einnig grein á netinu um þessa vísindamenn sem eiga að halda erindi á þessari ráðstefnu, þú hefðir kannski gaman af því að lesa hana.

http://gristmill.grist.org/story/2009/3/6/95445/42836?source=rss

Höskuldur Búi Jónsson, 8.3.2009 kl. 23:55

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir.

Tilgangurinn með þessum pistli var einungis að benda á ráðstefnuna í New York sem mér þykir mjög merkileg. Ég ætla því ekki að hætta mér út í deilur um gróðurhúsaáhrif o.þ.h.  

Varðandi rástefnuna, þá er þetta ekki fyrsta ráðstefnan af þessu tagi. Árið 2006 var haldin í Stokkhólmi hliðstæð ráðstefna hjá hinum virta háskóla KTH, eða Kungliga Tekniska Högskolan, sem á ensku kallast The Royal Institute of Technology. Sjá hér á vef KTH.  

 Á vefsíðunni segir um ráðstefnuna og helstu niðurstöður:

 



Global Warming - Scientific Controversies in Climate Variability

International seminar meeting at The Royal Institute of Technology (KTH), Stockholm, Sweden

September 11-12th 2006

A wide-ranging debate at the KTH Climate Seminar, September 11-12th 2006

Almost 120 people from 11 countries attended the Climate Seminar at KTH. Many subjects and views related to climate science were presented and debated. This may well be the first academic meeting in which a wide spectrum of critical opinion on the climate change issue was represented. Presentations and discussions included climate events from historical records, the historically well-documented mediaeval warm period, the little ice age and the contrasting “Hockey stick” reconstruction of past temperatures from tree-ring data. Carbon dioxide and its close relationship to life processes, Arctic climate change and climate modelling were also discussed. By the final panel discussion stage of the conference, there appeared to be wide agreement that:

1. It is likely that there has been a climate trend towards global warming underway since 1850, however there is no strong evidence to prove significant human influence on climate on a global basis. The global cooling trend from 1940 to 1970 is inconsistent with models based on anthropogenic carbon dioxide emissions. Actual claims put forward are that an observed global temperature increase of about 0.3
degrees C since 1970 exceeds what could be expected from natural variation. However, recent temperature data do not indicate any continued global warming since 1998.

2. There are many uncertainties in climate modelling, and furthermore the modelling basis is incomplete. Even normal meteorological, cloud-related considerations are, in general, poorly understood in the context of “climate change/global warming”.

3. Natural variations in climate are considerable and well-documented by geological, oceanographic and historical sources. They are furthermore heavily correlated with sunspot frequencies and other cosmic effects which also operate on cloudiness. The latter effects (also very recently experimentally confirmed by Svensmark and associates) are not currently accounted for in climate models.

4. There is no reliable evidence to support that the 20th century was the warmest in the last 1000 years. Previous claims based on the “Mann hockey-stick curve” are by now totally discredited.

5. Policies such as carbon taxes and carbon trading are expensive and inefficient and likely to be abused by various actors.

6. The most important strategy is undoubtedly to ensure that the challenges of future climate change, natural or man-made, can be met. In a few decades, global cooling is predicted based on aspects related to solar cycles.

There is no doubt that the science behind “the climate issue” is far from settled. As so many cosmic effects are omitted from climate models, there is no credibility for arguments such as “there is no other explanation” [than anthropogenic generation of carbon dioxide]. This must be remembered when making future political decisions related to these matters.

Ágúst H Bjarnason, 9.3.2009 kl. 05:53

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Einn þátttakenda á réðsefnunni er Dr. Roy Spencer. Hann er meðal þekktari nafna í loftslagsvísindunum. Hann starfaði áður hjá NASA (Senior Scientist for Climate Studies) en starfar nú hjá Uiversity of Alabama. Hann er líklega þekktastur vegna hitamælinga á lofthjúpnum frá gervihnöttum. Hann telur hafið eiga drýgstan þátt í hitasveiflunum á síðustu öld.

Hann fjallar aðeins um ráðstefnuna á vefsíðu sinni og segir þar:

Two Days of Climate Realism in NYC

March 7th, 2009

Many of us are off to NYC this coming week for the 2nd
International Conference on Climate Change
, being held on Monday and Tuesday, March 9 and 10 at the Marriott Marquis-Times Square.

I like to call this event the “skeptics conference”, but only because that rolls off the tongue easily. I suspect some don’t appreciate that label since it makes it sound like we don’t believe in global warming…which, of course, is wrong. We just don’t believe that mankind is responsible for global warming…or at least not very much of it.

Personally, I think the first place we should look for causes of climate variability is Mother Nature, not in the tailpipe of an SUV.

Those of us who were lucky enough to be asked to speak at the conference will present a wide variety of views on all things related to global warming…er…I mean climate change: the latest science, politics, economics, etc.

Of course, I’m most interested in the science…and there are a number of different opinions on what controls changes in the climate system. For instance, I now believe that most of the warming in the last 100 years was due to natural cloud variations caused by the Pacific Decadal Oscillation. I will be presenting evidence for that on Tuesday morning, along with new evidence that the climate system is much less sensitive than the alarmists claim it is.

In fact, I’ll be showing actual satellite measurements of this global warming mechanism…evidence that the climate alarmists do not have. You see, the mechanism for manmade global warming is so small that it can’t be measured by satellite…it instead must be computed based upon theory.

There will be other ideas presented, too: Fluctuations in the circulation of the oceans, solar activity, etc. As should be the case in science, we skeptics are pretty tolerant of multiple views on the causes of global warming.

In contrast, I hear there isn’t quite as much tolerance within the United Nations Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC). Those folks decided over 20 years ago that humans cause global warming…even before the IPCC was established. The IPCC was formed to advance a policy agenda…to build the case that humanity is now in control of climate.

For 20 years, many governments have supported that agenda with lavish funding. And if you pay scientists hundreds of millions of dollars to find something, they’ll do their best to find it.

The rest of us, meanwhile, are operating on a shoestring. The NYC conference is supported only by conference fees and by donations from private individuals and foundations. No corporate money was solicited or used.

Later in the week I’ll provide an update on any significant developments.

Ágúst H Bjarnason, 9.3.2009 kl. 06:09

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þar sem ég minntist hér að ofan á hitamælingar á lofthjúpnum með gervihvöttum í sambandi við Roy Spencer:

Nú á dögum treysta menn þessum mælingum vel, og margir jafnvel betur en mælingum sem gerðar eru á hefðbundinn hátt á jörðu niðri. Annað slagið hafa menn þó fundið hugsanlega skekkjuvalda en líklega tekist að koma í veg fyrir þá, þannig að síðastliðinn áratug hefur ríkt góð sátt um þessa mæliaðferð.

Ég fjallaði aðeins um þessi mál fyrir rúmlega áratug á vefsíðu minni. þ.e. 14/8 '98. Sjá rammagreinina á miðri þessari vefsíðu um áreiðanleika MSU mælinga. (Merkt HEITT !!!).

--- --- ---

Hér er svo nýjasti gervitugla - hitaferillinn sem sýnir mælingar frá 1979 til loka febrúar síðastliðinn.

Sveigða línan er fjórðu gráðu margliða sem sýnir í stórum dráttum tilhneiginguna. Þetta er útreiknaður ferill, en ekki meðaltal. Þarna má sjá áhrif eldgossins í Pinatubo  um 1991 og El Nino árið 1998. Á síðasta ári má sjá áhrif La Nina.

 

Ágúst H Bjarnason, 9.3.2009 kl. 06:30

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Veðurfræðingurinn Antony Watts, sem er einn fyrirlesara, fjallar um ráðstefnuna á vefsíðu sinni Watts UP With That.

Hann bloggaði smávegis um fyrsta daginn og sendi nokkrar fréttir frá vettvangi.

Antony heldur einnig úti vefsíðunni  surfacestations.org þar sem veðurathugunasrtöðvar eru metnar og flokkaðar.

Ágúst H Bjarnason, 9.3.2009 kl. 07:33

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Breski nýfasistinn Gordon Brown nefndi "New World Order" eitthvað tuttugu sinnum í ræðu sinni yfir bandar. kollegum sínum í gúmmístiplasamkomunni í Washington um daginn - þannig að það telst víst ekki lengur vera samsæriskenning - og þessi örvæntingarfulla barátta fyrir global warming og kolefnissköttum tengist án minnsta vafa þeirri draumsýn fasistanna. Þetta snýst fyrst og fremst um kontról og birtist á mörgum sviðum og hefur einnig verið að ágerast í terrorhollywoodsjóun og stríðslygum eftir því sem allsherjargjaldþrot fjármálakerfis heimsins hefur nálgast. Hraði þessa ferlis hefur sérstaklega verið að aukast síðustu 1-2 áratugina.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2009 kl. 09:25

16 identicon

Varðandi hlýnun á Tríton vísa ég til þessa http://www.stjornuskodun.is/forsida/38-solkerfi/57-triton#hlynun

Sævar Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 10:09

17 Smámynd: Anna

Mjög áhugavert.

En er hnatthlýnum nokkuð nýtt á nálinni fyrir jörðina. Hefur þetta ekki skeð áður. Skeður þetta ekki á 1000 undir ára millibili. Ég held að það sé verið að gera og mikið út úr þessu.

Anna , 9.3.2009 kl. 11:40

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Á áttunda áratugnum gekk hræðsluáróðurinn út á að ný ísöld væri að skella á og tókst með því og öðrum áróðri og stríðsævintýrum að spenna olíuverð upp um fleiri hundruð prósent um tíma.

 http://www.theclimatescam.se/wp-content/uploads/2009/01/big-freeze.jpg

Ætli veruleikahönnunarmaskínan fari ekki brátt að halla sér að ísöldinni aftur, þetta hlýnunardæmi hefur ekki alveg verið að bíta.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2009 kl. 11:56

19 Smámynd: Baldur Fjölnisson

http://www.appinsys.com/GlobalWarming/GW_HISTORY_files/image002.jpg

Baldur Fjölnisson, 9.3.2009 kl. 11:57

20 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Newsweek - Global Cooling

Baldur Fjölnisson, 9.3.2009 kl. 12:05

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er rétt að taka fram varðandi krækjurnar að meintri hlýnun annars staðar í sólkerfinu: 
Ég varpaði þessu bara sísona fram þar sem Þorsteinn hafði aðeins imprað á þessu.  Auðvitað hlýtur að vera ansi erfitt að mæla hnatthlýnun á öðrum hnöttum þó svo menn búi yfir undraverðum tækjum.  Það er svosem nógu erfitt hér á jörðu niðri...       Nóg um það...

Ágúst H Bjarnason, 9.3.2009 kl. 12:14

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér eru nokkrar krækjur að síðum sem fjalla um gang mála á ráðstefnunni:


International Herald Tribune (Andrew Revkin)
Quadrant Online (Bob Carter)
Watts Up With That (Anthony Watts)
American Thinker
But As For Me
Audio & video of everything (Hér verður væntanlega safnað gögnum frá ráðstefnunni 2009)
Audio & video of everything (Gögn frá fyrri ráðstefnu 2008)
Bein útsending hjá sænska bloggaranum Maggie Thauerskjold

Ágúst H Bjarnason, 9.3.2009 kl. 12:25

23 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Í sjálfu sér er ekkert nema jákvætt að svona ráðstefnur séu haldnar til að fá önnur sjónarmið fram en þau opinberu og kannski veitir ekki af. Umræðan hér vill þó skiljanlega oft fara út um víðan völl enda margir heitir fletir á loftslagsmálunum. Mér finnst þó að sumir efsemdarmenn um loftslagshlýnun mættu þó varast að trúa öllu gagnrýnislaust sem haldið er fram sem rök gegn loftslagshlýnun af mannavöldum. Best er kannski bara að efast um allt saman.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.3.2009 kl. 13:06

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Emil.   Í vísindum mega aldrei vera opinberar skoðanir. Aldrei.   Slíkt er aðeins dragbítur á framfarir og þekkingaöflun. 

Ég þekki aðeins til sumra  þessara "efasemdarmanna" því ég hef lengi (frá aldamótum?) verið í lokuðum umræðuhóp á netinu þar sem sumir þeirra sem eru á ráðstefnunni eru fastagestir. Aðrir líta sjaldnar við. Þar eru oft fjörugar (oftast vitrænar) umræður þar sem öll sjónarmið eru rædd.  Sem dæmi þá var einn "félaganna" að fá birta ritrýnda grein sem sjá má má hér. Greinin gefur hugmynd um á hvaða plani umræðurnar eru stundum. Hjá þessum mönnum er engin skoðun "rétt".   "Scientific consensus" er nánast skammaryrði

Hugsið ykkur hvernig heimurinn væri ef  menn hefðu aldri komist út úr "Scientific consensus". Nöfn eins og Kepler, Darvin, Pasteur, Galileo ..., koma í hugann sem dæmi um menn sem gátu og þorðu að hugsa sjálfstætt, og breyttu þar með farvegi vísindanna, - og jafnvel heimsmyndinni.


Ágúst H Bjarnason, 9.3.2009 kl. 18:31

25 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ágúst og þið hinir þessi frétt var að koma og skýrir sig sjálf.

Jörðin sögð kaldari en fyrir þúsund árum.Yfir sjötíu vísindamenn sem efast um að Jörðinni stafi ógn af hlýnun af mannavöldum sitja nú ráðstefnu í New York. Ráðstefnan í New York er sannarlega alþjóðleg. Vaclav Klaus forseti Tékklands setti hana í gær en Tékkland fer nú með forsæti í Evrópusambandinu. Klaus hefur sjálfur sagt að það sé vitleysa að Jörðin sé að hlýna af mannavöldum.Það er The Heartland Institute sem gengst fyrir ráðstefnunni en sú stofnun telur bölsýnisspár um framtíð jarðarinnar alrangar. Stofnunin segir að yfir 31 þúsund bandarískir vísindamenn hafi undirritað yfirlýsingu þess efnis að hlýnandi loftslag ógni ekki framtíð Jarðarinnar. Fjölmiðlafulltrúi The Heartland Institute segir að tilgangurinn með þessari ráðstefnu sé að sýna stjórnmálamönnum og almenningi að umræðunni um hlýnun jarðar sé alls ekki lokið. Það sé marg sem menn séu ekki sammála um og að alvöru vísindi sýni að Jörðin sé ekki að hlýna. Hann segir að á seinni hluta tuttugustu aldar hafi jörðin hlýnað örlítið enda verð á leið út úr ísöld. Hún sé hinsvegar miklu svalari núna en hún var fyrir þúsund árum.  

Vísir, 09. mar. 2009 17:00

 
 Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 9.3.2009 kl. 20:32

26 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Prince Charles - Prince Charles: 100 months to save the world

Prince Charles: 100 months to save the world

The Prince of Wales is to issue a stark warning that nations have "less than 100 months to act" to save the planet from irreversible damage due to climate change.

http://www.telegraph.co.uk/news/newstopics/theroyalfamily/4952918/Prince-Charles-we-have-100-months-to-save-the-world.html

Baldur Fjölnisson, 9.3.2009 kl. 21:17

27 Smámynd: Geir Ágústsson

Því miður er hlýnun Jarðar að snúast yfir í kólnun. Mér sem finnst svo gott að ganga í stuttbuxum.

Því miður er verið að reyna minnka útblástur C02 í andrúmsloftið. Mér finnst nefnilega svo gott að borða, og CO2 er jú fóður fyrir plöntur.

Því miður er verið að reyna hefta aðgengi að ódýru jarðefnaeldsneyti með "grænum" sköttum og öðrum takmörkunum á vinnslu og neyslu jarðefnaeldsneytis. Mér finnst hagvöxtur nefnilega svo ágætur.

Því miður er verið að eyða púðri í að ræða um CO2 sameindina á pólitísku plani frekar en vísindalegu. Mér finnst nefnilega svo margt annað vera meira áríðandi en aukning á henni í andrúmsloftinu, t.d. stríð, hungur, fátækt, sjúkdómar, skynsamleg nýting takmarkaðra auðlinda, efnahagslegt frelsi, peningastefna "nútímalegra" seðlabanka, osfrv.

Því miður er ráðstefnan sem þú bendir á talin vera tortryggileg, afkvæmi verri afla en skattfjárgreiddra loftslagsráðstefnur vestrænna ríkisstjórna, dæmd til að segja ósatt, osfrv. Mér finnst nefnilega svo ágætt að hver sem er fái að halda ráðstefnu um hvað sem er, á meðan skattgreiðendur eru ekki píndir til að greiða reikninginn.

Geir Ágústsson, 9.3.2009 kl. 23:10

28 Smámynd: Loftslag.is

Áhugavert svar hjá Geir, ég verð því miður að valda honum vonbrigðum og svara honum efnislega.

Því miður er hlýnun Jarðar að snúast yfir í kólnun. Mér sem finnst svo gott að ganga í stuttbuxum.

Rangt - ef þú heldur að það sé að kólna þá fylgistu frekar illa með (eða hugsar eingöngu um einn dag í einu). Þannig að þú getur haldið áfram að vera í stuttbuxum.

Því miður er verið að reyna minnka útblástur C02 í andrúmsloftið. Mér finnst nefnilega svo gott að borða, og CO2 er jú fóður fyrir plöntur.

Það er ofgnótt af CO2 í andrúmsloftinu, plönturnar þurfa ekki meira til að vaxa. 

Því miður er verið að reyna hefta aðgengi að ódýru jarðefnaeldsneyti með "grænum" sköttum og öðrum takmörkunum á vinnslu og neyslu jarðefnaeldsneytis. Mér finnst hagvöxtur nefnilega svo ágætur.

Við verðum að færa einhverjar fórnir ef við ætlum að lifa áfram á þessari plánetu.

Því miður er verið að eyða púðri í að ræða um CO2 sameindina á pólitísku plani frekar en vísindalegu. Mér finnst nefnilega svo margt annað vera meira áríðandi en aukning á henni í andrúmsloftinu, t.d. stríð, hungur, fátækt, sjúkdómar, skynsamleg nýting takmarkaðra auðlinda, efnahagslegt frelsi, peningastefna "nútímalegra" seðlabanka, osfrv.

Stríð, hungur, fátækt og sjúkdóma tek ég saman í eitt svar - það bendir allt til þess að röskun á veðrakerfum vegna hlýnunar jarðar eigi eftir t.d. að minnka vatnsbúskap víða í þróunarríkjunum, t.d. í Afríku og auka á flóð annars staðar - með því að berjast gegn hlýnun jarðar erum við því að berjast gegn stríði, hungri, fátækt og sjúkdómum.

Skynsamleg nýting takmarkaðra auðlinda - áttu við hvað? Fiskistofna í hafinu - haf mettað CO2 takmarkar enn þá auðlind. Ef þú átt við ræktun - þá eru þurrkar og flóð ekki til þess fallin að hafa góð áhrif á ræktun.  

Varðandi efnahagslegt frelsi, peningastefna "nútímalegra" seðlabanka, osfrv. - það eru allt atriði sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu. Er ekki annars frjálshyggjan dauð eða var það bara nýfrjálshyggjan 

Ég vil í leiðinni benda á að ég er kominn með nýtt blogg um þessi málefni og mun fjalla um ýmislegt tengdu loftslagi og hlýnun jarðar af mannavöldum á því bloggi, svona þegar ég hef tíma, ég er að kommenta núna í þess nafni.

kv.

Höski Búi

Loftslag.is, 10.3.2009 kl. 11:06

29 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til fróðleiks. Efnismikil bloggsíða:

Errors in IPCC climate science

Ágúst H Bjarnason, 10.3.2009 kl. 15:21

30 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Aðeins á skjön við efni pistilsins...

Ný vefsíða Þarstar Guðmundssonar sem er með doktorspróf í verkfræði og sérfræðingur í framleiðsluferlum í áliðnaði.  

throsturg.blog.is

Þar er pistill sem nefnist...

Álver og flugfloti Íslands - samanburður á losun CO2

Ágúst H Bjarnason, 10.3.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 762106

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband