Sunnudagur, 5. apríl 2009
Vextir af húsnæðislánum í Bretlandi eru í dag um 2,2% - óverðtryggt !
Íslensk fjölskylda sem bloggarinn þekkir vel var að endurnýja húsnæðislánið vegna íbúðar í Bretlandi þar sem fjölskyldan á lítið húsnæði.
Vextir af láninu eru 1,7% yfir stýrivöxtum sem eru 0,5%, eða 2,2% samtals.
Lánið er óverðtryggt. Segjum til einföldunar að mánaðarlegar afborganir séu um 1000 pund, sem er ekki mjög fjarri lagi. Af þessum 1000 pundum fara því um 22 pund í vexti. Sjálfsagt er einhver innheimtukostnaður eins og gengur og gerist, en staðreyndin er sú að í hverjum mánuði lækkar höfuðstóllinn um rúmlega 900 pund.
Hverjir eru raunvextir um þessar mundir af húsnæðislánum hér á landi, þ.e. vextir + vísitöluálag?
Ef þú greiðir 100.000 krónur á mánuði í afborgun og ert með nýlegt lán, hve mikið fer af þeirri upphæð til að greiða niður höfðstólinn?
(Ætli það sé um 90.000 krónur eins og það er hlutfallslega í Englandi, eða getur verið að það sé ekki mikið meira en 9.000 krónur? Humm...).
Hvaða ályktun getum við dregið af þessu?
Bank of England: Current Bank Rate 0,5%. Sjá hér.
Umrætt lán er af gerðinni Offset Tracker hjá First Direct.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.12.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 764773
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Oft finnst mér gleymast í umræðunni um krónuna og stöðu hennar hverju hún þó hefur komið til skila. Við höfum á algerum mettíma rifið heilt land upp á hárinu og sett það snyrtilega í fresmtu röð í heiminum í lífsgæðum. Er það þá ályktun þeirra sem halda því fram að krónan sé ónýt að ef við hefðum verið með annan gjaldmiðil að við værum hérna í síðum sloppum eins og Kúvætar, með lífeyri frá ríkinu og öll vinna yrði unninn af gesta-verkafólki ? Ég sé trauðla að stígandinn hefði geta verið annar ef krónan á að vera svona ónýt. Er þetta ekki bara misskilningur ? Er krónan ekki bara að vinna sitt verk, mislofuð ?
Haraldur Baldursson, 5.4.2009 kl. 18:53
Samkvæmt nýjustu verðbólgumælingu (miðað við þá mælingu sem notuð er á Íslandi) fer verðlag lækkandi, svo raunvextir hér eru nú í kringum 20%. Það dapurlega er, að þessir háu vextir nú gera ekkert gagn en þónokkurt ógagn. Meira að segja hefur verið bent á, að þeir valdi meira gjaldeyrisútflæði en ella, því krónubréfaeigendur megi taka út vextina.
Jónas Bjarnason, 5.4.2009 kl. 22:40
Að við búum í bananalýðveldi með óhæfum aulum við stjórn? Að fólk hér sé heimskt að láta vaða svona yfir sig? Það er hægt að draga ýmiskonar ályktanir af þessu.
lundi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 07:53
Stefán þetta er rangt hjá þér: stýrivextir í Bretlandi og mikklu víðar eru undir verðbólgstiginu . . . .og það er eðlilegt ástand að ´vextir séu neikvæðir við tiltekin skilyrði í hagkerfinu . . . þannig er það búið að vera í Sviss síðustu 40 árin t.d.
Það sem verðtryggingin eins og hún er skilgreind í okkar litla hagkerfi gerir til bölvunar er einkum tvennt. 1) hún flytur alla áhættu af verðbólgu og útlánum frá lánveitanda yfir til lántakanda - og með því er hún í eðli sínu verðbólguhvetjandi . . .2) hún veldur því að almennar efnahagsaðgerðir og stýrivaxtaákvarðanir virka ekki - vegna þess að grunnur verðtryggingarinnar flytur fjármunina svo grimmt á milli aðila og felur afleiðingar þenslunnar.
Auk þess er neyslugrunnur vísitölunnar svo langt á eftir raunneyslu - að hann er enn að mæla þenslu og verðbólgu á meðan hér er mjög mikill samdráttur kominn fram í neyslu heimilanna . . eins og sést á öllum öðrum mælikvörðum
Benedikt Sigurðarson, 6.4.2009 kl. 13:47
Hjartanlega sammála þér Benedikt, eins og ávalt.., skil ekki af hverju þú náðir ekki 1 eða 2 sæti þarna fyrir norðan, alveg óskiljanlegt. Það fer auðvitað illa fyrir þjóðinni þegar stjórnmálaflokkum tekst illa til með að virkja sitt hæfasta fólk....!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:23
4.9 % og verðtrygging á Íbúðalánasjóð er 2.2 % hærri vextir en Bretar greiða á pundið. Sem sagt tvöfalt meiri vextir en Bretar greiða. Verðtryggingin er til langframa svipuð og gengið.
Krónan er besti gjaldmiðill í heimi. EEEeeeeFF fff þú átt hana en skuldar hana ekki. Hvar í veröldinni getur þú fengið raunávöxtun á sparifé ? Svarið er ; AÐEINS Á ÍSLANDI. Þið krónuböðlar ættuð aðeins að staldra við með fullyrðingarnar. Það sem hefur eyðilagt krónuna er verkalýðsbarátta allskyns sérþarfahópa eins og kennara og ljósmæðra sem taka börn í gíslingu til að kúga samfélagið til hlýðni. Ræflarnir láta alltaf undan svona terroristum eftir svona 2 vikur.
Einu sinni var verkfall í Svíþjóð sem stóð í tvö ár. Það varð ekki verkfall í Svíþjóð næstu 50 árin á eftir. Íslenzk verkföll eru bara skemmtiskokk og sprell.
Halldór Jónsson, 6.4.2009 kl. 21:52
Á 20 ára láni er ég að borga ca. 30% af útborguninni inn á höfuðstólinn en útborgunin er líka búinn að hækka um 20.000 á 18 mánuðum og þessi rúmlega 20% sem ég átti í íbúðinni eru eiginlega horfin :/
Sverrir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.